Vera - 01.12.1984, Qupperneq 11

Vera - 01.12.1984, Qupperneq 11
JKVJtöf hernur óðíin Lesbla erotica Kate Millet. I hugum flestra stendur Ástin, tneð stórum staf, fyrir tilfinning- ' ar sem karl og kona bera hvort til annars. Svo einföld er ástin þó ehki, því karlar geta borið ástar- hug til annarra karla og konur til kvenna. Margir telja slíkar til- finningar annars flokks og bera v°tt um óeðli. En er ástartilfinn- ing milli fólks af sama kyni í eðli sinu nokkuð frábrugðin þeirri ástartilf inningu sem karl og kona bera hvort til annars? Vonandi fá iesendur VERU eitthvert svar við þvi i þessu viðtali við lesbíska (konu) um kvennaástir o.fl. Hún byrjaði á því að segja mér að hún vaeri enn ,,f skápnum” og ætlaði ekki út úr » honum. Hún vildi ekki særa fjölskyldu sína ^eð því og sæi ekki að hún hagnaðist neitt 9 því sem manneskja að gefa út þá yfirlýs- 'hgu að hún væri lesbísk. Ég spurði þá hvort það væri ekki erfitt að vera lesbía í felum. ,,Nei, þegarfólk veit ekki viðfyrstu kynni að ég er lesbía þá losna ég við þann múr sem annars myndast. Ég hef sjálf ákveðið að segja þaö ýmsu fólki sem ég þekki, t.d. nokkrum konum sem ég vinn með, og þó þær hafi kannski orðið skelkaðar í fyrstu þá hefur það engu breytt í okkar sam- skiptum. Ég vil að fólk taki mér fyrst og fremst sem manneskju en ekki sem lesbíu. Fólki kemur það líka ekkert við hvort ég er lesbía eða ekki.” — Margir virðast fyrst og fremst líta á ástarsamband milli samkynja fólks sem kynlífssamband. Verður þú vör við þá af- stöðu? ,,Nei, konur mæta þvi viðhorfi ekki í sama mæli og karlar. Fólk er vanara því að konur séu góðar vinkonur og þyki veru- lega vænt hverri um aðra. En þetta er mjög ríkjandi viðhorf gagnvart hommum sam- anber það þegar einn þeirra var spurður aö því í útvarpinu hvernig þeir gerðu það!” — Er mikill munur á hommum og lesbíum? ,,Það lýtur allt öðrum lögmálum að vera lesbía en hommi. Þetta eru einfaldlega tvö ólík kyn og það eru allt önnur lögmál sem gilda hjá konum en körlum, ekki satt?” — Hvort kemur á undan, hin lesbíska afstaða eða ást á ákveðinni konu? „Fyrst kemur ástin og þá afstaðan. Þannig var það a.m.k. í mínu tilviki og ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig. Ég varð ástfangin af stelpu sem ég var með í skóla þegar ég var 17 ára og í sambandi okkar, sem stóð í nokkur ár, gerði ég mér grein fyrir að ég væri lesbísk. Hún er mjög lokuð kona og samband okkar byrjaði á því að við skrifuðumst á í hálft ár. Það voru eins og hverjar aðrar vinkvennaskriftir. Hún segir reyndar að hún hafi talið sig vita að hverju stefndi á þeim tíma en ég gerði það ekki. Þegar ég les bréfin núna þá finnst mér þau vera bréf vinkvenna. Upp úr þessu urðum við ástfangnar hvor af annarri og fórum að vera saman. — Hvað stóð þetta samband lengi? „Það stóð lengi eða fram undir tvítugt. Þaö var þá sem ég gerði mér grein fyrir „óeðlinu” og byrjaði i heimsku minni að vera með strák. Hún trylltist og ég sleit sambandinu við strákinn en þá tók ekki betra við hjá henni. Hún fór að vera með strák, varð ófrísk og þar með var draumur- inn búinn. Þetta stóð hins vegar stutt hjá þeim og um það leyti sem hún eignaðist barnið ákváðum við tvær að fara að búa saman með barnið. Það gerðum við svo í eitt og hálft ár án þess að snerta nokkurn tima hvor aðra. í sambandi okkar var svo mikil vinátta og félagsskapur að þó kyn- ferðislega hliðin væri ekki til staðar þá skipti það engu meginmáli. Við höfðum það mjög gott saman.” — En hvernig stóð á því að þú fórst að 11

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.