Vera - 01.12.1984, Síða 7

Vera - 01.12.1984, Síða 7
Germaine Greer Ekki ólík sjónarmiö er aö finna hjá öör- Urn konum, sem skrifaö hafa um ástina. Germaine Greer í bók sinni „Kvengelding- urinn” (The Female Eunoch, 1970) skrifar 'angt mál um ástina í öllum sínum formum eu segir m.a. um ást konu og karls: -.Sjálfsfórn er leiðarljósið í flestum hjóna- bandsleikjum, sem konur leika, allt frá Þsim ómerkilegustu (,,ég gaf þér bestu ár ævi minnar”) til þeirra fáguðustu (,,ég svaf &ara hjá honum svo þú fengir stöðuhækk- unina"). Germaine á erfitt meö aö ímynda sér samband konu og karls þar sem kven- le9 fórnfýsi kemur hvergi viö sögu. „Svo ler|gi sem konur veröa aö lifa lífinu með tórnum til karla — í gegnum karla, þurfa þær að vinna aö því aö gera sjálfar sig emissandi og þetta er fullt starf sem oftast er ranglega nefnt mannkærleikur. í raun- lnni er mannkærleikur fáránlegur. Konur e.ru fórnfúsar í réttu hlutfalli viö vanhæfni s|ha til aö gefa nokkuð frá sér annaö en fórnir. Þær fórna því sem þær aldrei áttu, sJálfri sér.” Konur, fyrir Germaine, skortir sjálfsviröingu og trú á eigið gildi og um- ram allt, ást á sjálfum sér. Sá, sem ekki elskar sjálfan sig, getur ekki elskaö aðra. að er rétt og verðugt að elska jafningja og munar illmögulegt aö elska annað. Hvern- '9 9eta þá karl og kona elskast ef þau eru ekki jafningjar? Ástin tengist sjálfsástinni , °rjúfanlega því ást ætti aö vera staöfesting a trúnni á sjálfan sig. Þá trú hafa konur ekki. Aö elska, meöan málum er þannig óttað, er að steypa sér í dýpi sjálfseyði- e99ingarinnar. ^i-Grace Atkinson Sá höfundur, sem harðorðastur hefur Veriö í garö kvenlegrar ástar, er líklega ■ ^^kvað seg/'a erlendar kven- Wfrelsiskonur á borö við W Simone de Beauvoir, S Ti-Grace Atkinson, Germaine Greer og Shulamith Firestone um þessa rómuöu tilfinningu, ástina? bandaríska kvenfrelsiskonan Ti-Grace Atkinson (Radical Feminism, 1969). Hún skrifar: „Algengasti flótti kvenna (úr fang- elsi kvenhlutverksins og frá því aö vera neitað um hlutdeild í mannheildinni) er á vit þessa geðveikislega ástands sem ástin er. Þetta ástand er sæluríkur draumur þar sem fórnarlambið gerir kúgarann að frels- ara: þaö (konan) beinir eðlilegri andúö á árásaraðila gegn leyfunum af sjálfu sér — meðvitund sinni — og lítur á þann elskaða sem almáttugan (sem hann og verður á hennar kostnað). Vald hans, sjálfshatur hennar og vonin um tilgangsfullt líf (tak- mark allra lífvera) blandast saman í nag- andi þrá eftir stolinni tilveru — vitund hennar — þrá, sem er hvoru tveggja í senn, blekking og aðdráttarafl ástarinnar. ,,Ást” er eðlilegt viðbragð fórnarlambsins við nauðguninni.” í því samhengi, sem þessi grein byrjaði á, þ.e. sambúð karls og konu, eru þessar konur allar að greina ástæðurnar fyrir því, sem gerist þegar hugir falla saman (stór- kostlegt orðatiltæki og óskandi að það væri rétt lýsing!): öllu jafnayfirgefur konan það starf, sem hún áður hafði með hönd- um, eða minnkar við sig. Vinir hans verða það fólk, sem þau umgangast (hún hittir sínar gömlu vinkonur t.d. í saumaklúbbn- um), hans starf og áhugamál yfirtaka heimilið og haldi hún því til streitu að sinna sínum áhugamálum þarf hún að skipu- leggja heimilið undir fráveru sína og jafn- vel fjarstýra því og vera þakklát fyrir hans aðstoð í þeim efnum. Lunginn af starfs- orku hennar kann að fara í að þjóna hon- um líkt og um ósjálfbjarga öryrkja væri að ræða. Jafnvel þó sambandið sé barnlaust kann hún að notfæra sér almenna fridaga við þrif á sameiginlegu heimili þeirra á meðan hann bregður sér tilaðmynda á völlinn eða bara les blöðin. Pólitík verður „þreytandi” og einfaldast að kjósa eins og hann, því hún hefur „hvort eð er ekkert vit á þessu.” í stuttu máli sagt, hafi hún til- einkað sér einhver viðhorf og lífsstíl áður en ástin brast á, sökkvir hún þeirri tilveru undir sínu nýja hlutverki. Hún afhendir elskhuga sínum líkama sinn og sál, líf sitt. Hann, hins vegar, fellir hana að sínu lífi eins og flís við rass og heldur svo sínu striki fram eftir veg. Shulamith Firestone Nú kann einhver að spyrja sem svo: og hverjar telja svo þessar kvenfrelsiskonur ástæðurnar vera fyrir þessu öllu?! Segiði ekki að konur hafi ekkert upp úr ást og sambúð! Jú, svara bækurnar, konan hefur öryggi í staðinn. Öll ást kvenna er leit að öryggi, segir t.d. Germaine, ef ekki fyrir af- kvæmin þá fyrir óttaslegið og örorka sjálf þeirra. Myndarlega unnin húsverk eru skjól fyrir aðkasti, fyrirvinna er vörn gegn örbirgð, trúr eiginmaður er verja gegn nið- urlægingu, að samþykkja skoðanir hans er að verjast öllum tilhugsunum um að e.t.v. gæti lífið verið öðru vísi. Konur eru samkvæmt þessu hinir eilifu langhlaupar- ar á vítahringbrautinni: vegna bágborinnar félagslegrar stöðu sinnar geta þær aðeins fundið upphefð í algefandi ást á karlmönn- um og til að viðhalda því sambandi, sem sú ást leiðir þær út í, verða þær að stað- festa virðisleysi sitt á kostnað félagslegrar stöðu sinnar. Ef, eins og Shulamith Fire- stone (The Dialectic of Sex) skrifar, að karlmenn eru í fullu starfi í vinnunni sinni en konur við ástina, hvernig eiga þær að hafa tíma, orku — og geð í sér — til aö breyta heiminum? Ástin er sú spenni- 7

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.