Vera - 01.12.1984, Side 44

Vera - 01.12.1984, Side 44
Ljósmynd: SigurOur Hjarlarson. Staða konunnar í Nicaragua Landið Nicaragua sem oft er minnst á í fréttum, en þá nær ein- göngu í sambandi við stríösatburði hefur frá ýmsu öðru að segja, og þá ekki síst sérstöðu kvenna innan Mið-Ameríku sem þar hefur skapast eftir byltingarsigurinn 1979. Nicaragua er landbúnaðarland eins og önnur lönd Mið-Ameríku og því er megin- þorri kvenna þar bóndakonur, verkamenn á plantekrum eða húsmæður. Allar þessar konur tóku virkan þátt í bylt- ingunni allt frá fyrstu dögum hennar bæði í sjálfum bardögunum og ekki síst með því að axla aukna ábyrgð og vinnu þegar karl- mennirnir fóru burt úr sveitum og bæjum til æfinga og bardaga í fjöllunum í upphafi og síðar um allt landið. Þessar breyttu aðstæður ollu því að konur unnu sér sess sem virkir þátttakend- ur í þjóðfélagsmálum, sem sjálfstæöari og ábyrgari einstaklingar í landinu og þá um leið sem leiðandi afl innan fjölskyldunnar sem í þessum löndum er mikilvægasta eining hvers og eins og þjóðfélagsins í heild. Herferð gegn ólæsi Fljótlega eftir byltingarsigurinn ‘79 var hafin herferð gegn ólæsi og til betri heilsu- gæslu og í þessum tveim verkefnum tóku konur mjög virkan þátt. Mariana (starfsmaður samgönguráðu- neytis Nicaragua) segir t.d. í dag: ,,Ég var húsmóðir i 20 ár, og einungis húsmóðir. Eftir byltingarsigurinn þegar ég fór að heyra aðrar konur segja frá sínum verkefn- um, fór mér að finnast ég ónothæf. Ég gat einungis talað um verð á hrísgrjónum og grænmeti og var lítiö annaö en kona mannsins míns. Reyndar var það hann sem vakti áhuga minn á að taka þátt í lestr- arherferðinni. Það var minn skóli. Þannig fór einnig með margar aðrar konur. Þar komst ég aö því hvaö ég gat og vann bug á minnimáttarkenndinni.” Daniel (félagi í hverfasamtökum „Comunidad Eclesial” í Managua), segir: ,,Konan mín hefur breyst mikið á þessum árum, hún er í dag miklu öruggari og sjálf- stæðari. Hún átti hér áður aldrei neina vini bara vinkonur, en i dag á hún bæði. Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að taka þessu, því ég er afbrýðisamur, en á sama tíma færir þaö mér mikla gleði aö konan mín er kona en ekki smá stelpa sem er gersamlega háð mér. Hún gegnir t.d.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.