Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 44

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 44
Ljósmynd: SigurOur Hjarlarson. Staða konunnar í Nicaragua Landið Nicaragua sem oft er minnst á í fréttum, en þá nær ein- göngu í sambandi við stríösatburði hefur frá ýmsu öðru að segja, og þá ekki síst sérstöðu kvenna innan Mið-Ameríku sem þar hefur skapast eftir byltingarsigurinn 1979. Nicaragua er landbúnaðarland eins og önnur lönd Mið-Ameríku og því er megin- þorri kvenna þar bóndakonur, verkamenn á plantekrum eða húsmæður. Allar þessar konur tóku virkan þátt í bylt- ingunni allt frá fyrstu dögum hennar bæði í sjálfum bardögunum og ekki síst með því að axla aukna ábyrgð og vinnu þegar karl- mennirnir fóru burt úr sveitum og bæjum til æfinga og bardaga í fjöllunum í upphafi og síðar um allt landið. Þessar breyttu aðstæður ollu því að konur unnu sér sess sem virkir þátttakend- ur í þjóðfélagsmálum, sem sjálfstæöari og ábyrgari einstaklingar í landinu og þá um leið sem leiðandi afl innan fjölskyldunnar sem í þessum löndum er mikilvægasta eining hvers og eins og þjóðfélagsins í heild. Herferð gegn ólæsi Fljótlega eftir byltingarsigurinn ‘79 var hafin herferð gegn ólæsi og til betri heilsu- gæslu og í þessum tveim verkefnum tóku konur mjög virkan þátt. Mariana (starfsmaður samgönguráðu- neytis Nicaragua) segir t.d. í dag: ,,Ég var húsmóðir i 20 ár, og einungis húsmóðir. Eftir byltingarsigurinn þegar ég fór að heyra aðrar konur segja frá sínum verkefn- um, fór mér að finnast ég ónothæf. Ég gat einungis talað um verð á hrísgrjónum og grænmeti og var lítiö annaö en kona mannsins míns. Reyndar var það hann sem vakti áhuga minn á að taka þátt í lestr- arherferðinni. Það var minn skóli. Þannig fór einnig með margar aðrar konur. Þar komst ég aö því hvaö ég gat og vann bug á minnimáttarkenndinni.” Daniel (félagi í hverfasamtökum „Comunidad Eclesial” í Managua), segir: ,,Konan mín hefur breyst mikið á þessum árum, hún er í dag miklu öruggari og sjálf- stæðari. Hún átti hér áður aldrei neina vini bara vinkonur, en i dag á hún bæði. Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að taka þessu, því ég er afbrýðisamur, en á sama tíma færir þaö mér mikla gleði aö konan mín er kona en ekki smá stelpa sem er gersamlega háð mér. Hún gegnir t.d.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.