Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 13

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 13
Trúir þú á ástina? Spuröi ég Óla vin minn fyrir mörgum árum. Já, sagöi hann, skýrt og skorinort, án þess aö hika. Trúir þú á hjónabandið spuröi ég áfram, sennilega verið launskotin I Óla og astlað aö þreifa fyrir mér. En þá kom á hann hik og hann var ekki lengur viss. Ég var ekki heldur viss. Og viö ræddum þetta fram °9 aftur og komumst aö þeirri niöurstööu að ást gæti aldrei varað heilt líf. Alla vega ekki svona alminnileg ást, meö fiöring og hjart- slætti og hnjáliöamáttleysi. Kannski yrði þetta svona líkt og syst- kinakærleikur, eöa bara vani, annaðhvort góöur eða slæmur. Bara örugglega ekki eftirsóknarverður. Hver ætli svo sem upplifi fiðring gagnvart maka sínum eftir t.d. 6 ár í hjónabandi. Aö ég tali nú ekki um 35. En mér er aö byrja aö skiljast núna aö gott hjóna- band getur sannarlega veriö eitthvað eftirsóknarvert. Og að ást 9etur lifaö af 35 ára samvistir. Þaö er reyndar ekki fiðringur allan fimann, það tekur viö eitthvað ekkert síður æöislegt. Þ.e.a.s. ef maður vandar sig. Okkur Veru-konur langaöi að tala við hjón sem eru hamingju- sem eftir langt hjónaband. Og viö fundum svona hjón. Þau eiga 35 ára brúðkaupsafmæli í vor. í heil 35 ár hafa þau þolað saman sætt og súrt, elskast, rifist, eignast 4 börn og 12 barnabörn. Aö koma heim til þeirra var upplifun út af fyrir sig. Vegna þess ein- faldlega (ég biöst fyrirgefningar ef ég er væmin) að allt andaði ást. var strax uppfull af notalegheitatilfinningu og mér fannst þau h|ytu aö hafa í höndunum lykilinn að vel heppnuöu hjónabandi. ®9 ég vildi fræðast. Samt skyldist mér fljótlega aö þennan lykil 9®ti ég ekki notaö. Og kannski ekki margir af minni kynslóð. En áhugavert var það samt. Þau eru bara börn síns tíma og viðhorfin 1 öag allt önnur. En fyrst vildi ég fá aö vita hvað þau hefðu lagt áherslu á í sínu bjónabandi: Hún: „Umburöarlyndi. Aö kunna aö gefa eftir. Og aö geta leyst v3ndamálin með því aö tala saman.” — Leysiö þið öll vandamál með því að tala saman? Er þá t.d. óaeskilegt að rífast? ..Nei, þaö er í rauninni bráönauösynlegt aö hjón rífist. En þaö e'tt og sér leysir engin vandamál. Galdurinn er aö kunna að sætt- ast.” (Hann: „Mér þykir alltaf óskaplega vænt um hana þegar viö böfum rifist.”) — Hvemig skiptið þið með ykkur verkum inni á heimilinu? Hann: „Ég hef aldrei veriö duglegur aö hjálpa til. Aöallega sé e9 eftir aö hafa ekki hjálpað meira til meö börnin. En barnabörnin hæta þaö upp.” Hún: „Víst var hann hjálplegur. En hann vann svo mikið, og Það er ekki hægt að krefjast þess af manni sem vinnur mikiö aö henn taki líka á sig heimilisstörfin. Þaö er annaö mál þar sem hæði vinna úti. En víst var hann hjálplegur. Og núna vaskar hann h(J. alltaf upp á sunnudögum.” — Finnst þér þú hafa verið kúguð? . ..Aldrei. Aldrei. Ég vildi helst vera heima hjá mínum börnum. *=9 9at ekki lagt þaö á börnin aö fara frá þeim. Ég vorkenni konum sem þurfa aö fara frá ungum börnum. Seinni árin, eftir að krakk- arnir voru farnir, hef ég fundiö hjá mér hvöt til aö fara aö vinna. ^ins finnst mér þaö skrýtiö val hjá ungum mæörum aö fara út á v'nnumarkaðinn ef það er ekki nauðsynlegt.” Hann: „Nauösynlegt og nauösynlegt. í dag er þaö þvi miður oft- ast nauösynlegt. Þaö er hræðilega erfitt hjá ungu fólki í dag. Það eru breytt viðhorf frá því viö vorum aö byrja að búa. En fólk gerir s'9 heldur ekki ánægt meö lítið. Vill fá allt í einu.” Hún: „Konur voru nægjusamari áöur. Geröu minni kröfur. Maður haföi oft lítið umleikis.” Hann: „Viöhorfiö var helst að skulda aldrei neinum neitt. Mig ^ngaöi aö eignast bíl og þá gerðum viö 15—20 ára áætlun. Þaö er auövitaö ekki hægt í dag. En viö tókum saman allar ákvarðanir. ^9 held að fjárhagsstaða geti skipt miklu máli í hjónabandi. Ef fiárhagur er þröngur veröur fólk aö sjálfsögöu þreytt og ergilegt. haö bitnar á sambandinu. Þá reynir á. En að hafa allt of mikið get- Ur sjálfsagt líka veriö slæmt. Þá fjarlægist fólk hvert annað, fer aö fara út sitt í hvoru lagi og stunda hver sitt. Fer jafnvel aö halda framhjá.” — Hafið þiö alltaf treyst hvort öðru? Hann: „Ég hef nú alltaf verið afbrýöisamur, er enn. (Hlær). En þaö er sérstaklega mikilvægt aö geta treyst hvort ööru. Viö fórum sjaldan út sitt í hvoru lagi. Ég haföi reyndar meiri þörf fyrir aö fara út. Hún vildi helst alltaf vera hjá börnunum.” Hún: „Já, en samt hef ég reynt aö ráöleggja mínum dætrum og tengdadætrum nokkuö sem ég held að sé mikilvægt: Reyniö alltaf aö komast meö þegar eiginmanninn langar út. Jafnvel þó það sé með stuttum fyrirvara. Ég reyndi að koma til móts viö minn mann í því efni.” — Hvaðmeðdekur?Éggeriraðfyriraðhannsédekraður. . . Hann: „Já, ég er dekraður. Og finnst þaö gott. Aö sjálfsögðu.” — . . . en er hún dekruð? Hann: „Svona með kaffi í rúmið og svoleiðis? Nei, skal ég segja þér. Þaö hefur bara ekki verið hægt. Hún er svoddan morgun- hani, alltaf komin á fætur langt á undan öllum hinum. . .” Hún: „Hann hefur alltaf veriö óskaplegagóöur viö mig. Og víst hefur hann verið hjálplegur.” — Það hefur þá aldrei verið lagt á vogarskálar, þetta geri ég fyrir hann, þá á hann að gera fyrir mig o.s.frv.? „Nei, það gerum við ekki.” Hann: „Hún hefur þurft að standa í mörgu í gegnum árin og alltaf staöiö sig eins og hetja.” Hún: „Hann hefur líka alltaf veriö sérstaklega góöur við mig.” — Hverju þakkið þið 35 ára farsælt hjónaband? „Við höfum elskað hvort annaö meö kostum og göllum. Maður veröur auðvitað aö gagnrýna sjálfan sig í svona sambandi, ekki alltaf hinn aðilann. Krefjast af sjálfum sér. Svo að treysta hvort ööru og tala út um hlutina. Þaö er máliö.” 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.