Vera - 01.12.1984, Page 45

Vera - 01.12.1984, Page 45
Tími til að gráta og hlægja ábyrgðarstarfi hér í hverfinu, sem ekki einu sinni ég þekki fullkomlega.” Konur í Nicaragua hafa í dag skiliö að Þeirra hlutverk er meira og víötækara en áöur þ.e. ekki bara velferð sinnar eigin fjöl- skyldu heldur allra fjölskyldna. Ekki allir á eitt sáttir Þó eru vitanlega ekki allir tilbúnir aö tak- st á viö þessa breyttu aðstööu og þetta breytta hugarfar. Dona Moisés (smá verslunareigandi í Managua) segir: ,,Hún dóttir mín hætti fyr- 'r löngu aö vera dóttir mín. Ég haföi ekki séð hana fyrir mér svona. Meöan hún helduráfram að vera ,,gift” unglingasveit- um Sandinista er ekki grundvöllur fyrir því að viö hittumst.” En áfram heldur sagan í Nicaragua og megin þorri kvenna hefur viöurkennt og samþykkt þær breytingar sem átt hafa og eiga sér staö og þaö sem þeim fylgir. Eitt skrefiö í þessa átt var stofnun AMNLAE (Asociacion de Mujeres Nicara- guences „Luisa Amada Espinoza”), sem eru samtök kvenna í Nicaragua og eru í raun „dómari” sem ver rétt kvenna, sem ber fram þeirra kröfur og hagsmunamál og sér til þess aö þetta samtvinnist ábyrgö- inni sem konur axla í þjóöfélaginu við hlið karlmannsins. Fyrsta verk samtakanna var aö vinna aö breytingu á lögum frá 1904 um fjölskyldu- og kvennamálefni og sem dæmi um þau lög sem náö hafa fram aö ganga eru: Á síðastliðnu ári var gert mikið átak fyrir einstæöar mæöur og þá meö tilliti til meö- lagsgreiðslna. Var þá opnuð bæöi skrif- stofaog „Athvarf” þar sem bæði konurog karlar gátu sótt og fengið upplýsingar og aðstoð lögfræöinga um sína stööu í þess- um málum. Augljóst er aö verkefnin í „NÝJU NICARAGUA” eru nánast óþrjótandi en konur þar segja sjálfar aö „þaö verður aö vera tími til aö gráta, til að hlægja, og til aö vinna aö málunum einu í einu.” Aö byggja upp nýtt þjóðfélag verður ekki gert á einum degi, sérstaklega ekki þegar gamlar venjur og siöir standa e.t.v. í vegin- um. En konur í Nicaragua láta sér fátt fyrir brjósti brenna og eftir að hafa náö svo langt sem í dag mun ekkert stöðva þær nú. Hólmfríöur Garðarsdóttir. Ný lög um fjölskyldu og kvennamálefni Ljósmynd.• Torfi Hjartarson. — Lög um jafnrétti kynjanna — jafn réttur innan fjölskyldunnar og réttindi barna fæddra utan hjónabands. — Lög um ættleiðingu — sem veita bæöi körlum og konum rétt til að ættleiða barn, og aö gengið sé út frá velferö barnsins. Bönnuö er sala og kaup á börnum sem stunduö var áöur (á valdatíma einræö- isherrans Somosa). — Lög varðandi auglýsingar — þar sem bannað er aö auglýsa vörur sem koma í staö móðurmjólkur (þurrmjólkurduft). — Lög um ekkjubætur og rétt kvenna til fæðingarorlofs. — Lög um jöfn réttindi verkafólks (s.s. á kaffiekrum) þ.e. aö konan vinni ekki sem aðstoöarmaöur eiginmanns síns, heldur sem sjálfstæöur einstaklingur. — Lög um samyrkju — þ.e. aö bæöi karl og kona séu skráð sem eigendur jarð- ar/býlis. Síðan þessi lög hafa tekið gildi hafa samtökin snúið sér að athugunum á stööu kvenna og þá einnig aö aukinni fræöslu- starfssemi þeim til handa. Því í Nicaragua sem og annars staöar er lítill akkur í því aö lögin séu til ef þeir sem þau eru sett fyrir vita ekki af þeim. 45

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.