Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 45

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 45
Tími til að gráta og hlægja ábyrgðarstarfi hér í hverfinu, sem ekki einu sinni ég þekki fullkomlega.” Konur í Nicaragua hafa í dag skiliö að Þeirra hlutverk er meira og víötækara en áöur þ.e. ekki bara velferð sinnar eigin fjöl- skyldu heldur allra fjölskyldna. Ekki allir á eitt sáttir Þó eru vitanlega ekki allir tilbúnir aö tak- st á viö þessa breyttu aðstööu og þetta breytta hugarfar. Dona Moisés (smá verslunareigandi í Managua) segir: ,,Hún dóttir mín hætti fyr- 'r löngu aö vera dóttir mín. Ég haföi ekki séð hana fyrir mér svona. Meöan hún helduráfram að vera ,,gift” unglingasveit- um Sandinista er ekki grundvöllur fyrir því að viö hittumst.” En áfram heldur sagan í Nicaragua og megin þorri kvenna hefur viöurkennt og samþykkt þær breytingar sem átt hafa og eiga sér staö og þaö sem þeim fylgir. Eitt skrefiö í þessa átt var stofnun AMNLAE (Asociacion de Mujeres Nicara- guences „Luisa Amada Espinoza”), sem eru samtök kvenna í Nicaragua og eru í raun „dómari” sem ver rétt kvenna, sem ber fram þeirra kröfur og hagsmunamál og sér til þess aö þetta samtvinnist ábyrgö- inni sem konur axla í þjóöfélaginu við hlið karlmannsins. Fyrsta verk samtakanna var aö vinna aö breytingu á lögum frá 1904 um fjölskyldu- og kvennamálefni og sem dæmi um þau lög sem náö hafa fram aö ganga eru: Á síðastliðnu ári var gert mikið átak fyrir einstæöar mæöur og þá meö tilliti til meö- lagsgreiðslna. Var þá opnuð bæöi skrif- stofaog „Athvarf” þar sem bæði konurog karlar gátu sótt og fengið upplýsingar og aðstoð lögfræöinga um sína stööu í þess- um málum. Augljóst er aö verkefnin í „NÝJU NICARAGUA” eru nánast óþrjótandi en konur þar segja sjálfar aö „þaö verður aö vera tími til aö gráta, til að hlægja, og til aö vinna aö málunum einu í einu.” Aö byggja upp nýtt þjóðfélag verður ekki gert á einum degi, sérstaklega ekki þegar gamlar venjur og siöir standa e.t.v. í vegin- um. En konur í Nicaragua láta sér fátt fyrir brjósti brenna og eftir að hafa náö svo langt sem í dag mun ekkert stöðva þær nú. Hólmfríöur Garðarsdóttir. Ný lög um fjölskyldu og kvennamálefni Ljósmynd.• Torfi Hjartarson. — Lög um jafnrétti kynjanna — jafn réttur innan fjölskyldunnar og réttindi barna fæddra utan hjónabands. — Lög um ættleiðingu — sem veita bæöi körlum og konum rétt til að ættleiða barn, og aö gengið sé út frá velferö barnsins. Bönnuö er sala og kaup á börnum sem stunduö var áöur (á valdatíma einræö- isherrans Somosa). — Lög varðandi auglýsingar — þar sem bannað er aö auglýsa vörur sem koma í staö móðurmjólkur (þurrmjólkurduft). — Lög um ekkjubætur og rétt kvenna til fæðingarorlofs. — Lög um jöfn réttindi verkafólks (s.s. á kaffiekrum) þ.e. aö konan vinni ekki sem aðstoöarmaöur eiginmanns síns, heldur sem sjálfstæöur einstaklingur. — Lög um samyrkju — þ.e. aö bæöi karl og kona séu skráð sem eigendur jarð- ar/býlis. Síðan þessi lög hafa tekið gildi hafa samtökin snúið sér að athugunum á stööu kvenna og þá einnig aö aukinni fræöslu- starfssemi þeim til handa. Því í Nicaragua sem og annars staöar er lítill akkur í því aö lögin séu til ef þeir sem þau eru sett fyrir vita ekki af þeim. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.