Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 59

Vera - 01.12.1984, Blaðsíða 59
frani, að hún hefur verið mótfallinn seinni eiginmanni Petru og finnst fráleitt að Petra elski konu. Maja: Ég held að innst inni sé Sidonie haldin einhvers konar öfund þótt hún þori ekki að horfast í augu við það. Sidonie er 1 raun ekki hamingjusöm og sennilega upplifir hún svipaða hluti og Petra í sínu hjónabandi en viðurkennir þá ekki fyrir sjálfri sér. Erla: Það er ekkert skrítið því að þegar maður upplifir sjálfur að komið er við kvikuna á manni þá hrekkur maður við og fer ' vörn. Sidonie reynir að setja fram patentlausn á hjónaband- inu. Maja: Sidonie er þeirrar skoðunar að það beri að halda hjónabandinu til streitu. Lausn hennar er sú, að hægt sé að vera hamingjusamur í óhamingjusömu hjónabandi ef seglum erhagaðeftirvindi. Petraeralgjörlegaósammálaþessu. Hún er hamingjusöm þegar hún losnar úr misheppnuðu hjóna- bandi. Mér finnst sú hugmynd að tefla þessum tveimur konum saman strax í upphafi alltaf betri og betri, þessi sena útskýrir ' rauninni bæði fortíð þeirra og framtíð. Sigrún: Lausn Sidonie er íhaldssöm, hún er í rauninni búin gefast upp. Það sem er hins vegar mest spennandi í sam- bandi Petru og Karinar er hve samband þeirra er ótrúlegt vegna þess að það er svo mikill munur á þessum tveimur kon- um. Sonja: En hjónabönd fúnkera oft svo vel á þessum mun, er Það ekki? Að karlinn hafi sterkari félagslega stöðu en konan, hún sé t.d. minna menntuð og helst óörugg. Hann getur þá verndað hana og umvafið. Erla: Það er ríkjandi norm að karlinn eigi að vera sterkari og ef konan hefur lægri þjóðfélagsstöðu hefur karlinn meira leyfi fil að móta hana. Sigrún: Það gerir leikritið sterkara að hafa tvær konur í ást- arsambandi, hegðunarmynstrið verður skýrara. Hins vegar fala allir um það hve það sé ótrúlegt að Petra sé ástfangin af • .svona konu”. Erla: Petra er fyrst og fremst ástfangin af ástinni og hún * hrífst af Karin sem er öðruvísi en allt sem hún þekkir. Sigrún: Ástin er sá mótor sem Petra gengur fyrir — hún verður að vera tilfinningalega tendruð til að geta unnið. Margrét Rún: En nú er Petra í miklu sterkari stöðu en Karin. Vill hún ekki bara hrifsa Karin til sín í eigingirni sinni? Sigrún og Erla: Nei, þetta gerist ekki svona meðvitað. Maja: Jú, auðvitað er þetta eigingirni en ekki svona meðvit- uð. Karin er líka mjög jákvæð, hún gengst inn á það sem er að gerast mótmælalaust. Erla: En Karin ber enga virðingu fyrir Petru. Hún snobbar ekki fyrir þessari konu sem hefur náð svona langt. Sigrún: Það er skiljanlegt að Fassbinder hafi haft samband þeirra svona, hann var sjálfur alltaf ástfanginn af ótrúlegustu mannverum. Gerla: Ástin erlíkaóútreiknanleg. Maðurverðurástfanginn af einhverjum sem passar alls ekki, sér öll rökin en lætur sér ekki segjast því ástin er blind. Petra sér fyrir að samband þeirra Karinar er vonlaust en vill ekki horfast í augu við það, hún skilur hana ekki en lifir í þeirri trú að hún geti breytt henni. Grimmd? Maja: Ég held að Petra skilji Karin ekki og geri sér grein fyrir því. Hún byggir sambandið allt á tilfinningalegum straumum. Margrét Rún: Mér finnst Karin svo grimm og tækifærissinn- uð. Erla: Nei, Karin bregst mjög einlægt við tilfinningum sínum — hún elskar Petru á sinn eigin hátt en ekki á þann hátt sem Petra vill að hún elski sig. Maja: Mér sem Petru finnst hún mjög grimm og mér sem Maju finnst það líka. Sonja: En er Petra ekki líka grimm, t.d. viö móður sína og dóttur? Maja: Mér finnst að móðir Petru sé eina manneskjan sem Petra mundi í raun og veru lúffa fyrir. Hún heldur móður sinni uppi, ber sterkar tilfinningar til hennar en fær ekkert í staðinn. Margrét Rún: Er Fassbinder ekki að hrinda mýtunni um móðurástina af stalli með því að láta Petru hrinda dóttur sinni frá sér? Sonja: Mér finnst sú mýta hrynja gjörsamlega til grunna í þessu verki. Maja: En þær eru orðnar svo fjarlægar hvor annarri þegar leikritiö hefst. Gabi er alltaf á heimavistarskólanum. Erla: Petra telur sig veita henni gott uppeldi með því að senda hana á dýra heimavistarstofnun — en það er ekki ást- ríkt uppeldi. Margrét Rún: En hvað finnst ykkur um þessa mýtu? Er það eitthvert lögmál að mæður elski börn sín? Sigrún: Mæður þurfa ekkert frekar að elska börnin sín en feður. Við foreldrarnir berum hins vegar ábyrgð á því að börnin okkar komist í gegnum viðkvæmustu árin. Sambandið er bara gefandi á aðra hliðina framan af ævi barnsins en breytist seinna meir. Maja: Ég elska barnið mitt meira en allt annað i lífinu. Gerla: Það er líka spurning hvort manni beri að elska for- eldra sína þegar maður á ekkert lengur sameiginlegt með þeim. Maja: Það er búið að innprenta fólki að það eigi að elska börn sín og foreldrasama hvað á dynur. Og svo þessi ofsalega móðurást sem á að kvikna strax á fæðingardeildinni! Sjálfri fannst mér fæðingin hryllilega sársaukafull, ég fann ekkert fyr- ir þessari móðurtilfinningu heldur fyrst og fremst létti og jafn- vel stolti yfir að vera búin að Ijúka þessu af. Hér rekum við viljandi endahnút á þessar samræður, skilj- um þær eftir galopnar svo lesendur geti sjálfir haldið áfram og komist að sínum eigin niðurstöðum — væntanlega eftir að hafa séö Beisk tár Petru von Kant. Mrún/sbj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.