Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 3

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 3
J E I Ð A B L Hver hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hver hafa unniá jafnréttisbaráttunni gagn og hver ógagn? Jafnréttisbaráttan er sífeiid nýsköpun I byrjun júní héldu Sameinuðu þjóðirnar ráðstefnu í NewYork undir heitinu Peking+5 þar sem þjóðir heims fóru yfir það hvernig tekist hefur að bæta stöðu kvenna í heiminum miðað við það sem ákveðið var á kvennaráðstefnunni í Peking fyrir fimm árum. I yfirlýsingu sem ríkisstjórnir aðildarlandanna 189 samþykktu á þeirri ráðstefnu kom skýrt fram sá skilningur að baráttan fyrir jöfnum rétti kynjanna sé lykilatriði til þess að hægt verði að leysa félagsleg-, efnahagsleg og pólitísk vandamál heimsins. Það er fyrir áralanga baráttu kvenna fyrir jafnrétti sem þessi staðreynd er nú almennt orðin viðurkennd. Yfirskrift Peking+5 fundarins var: Jafnrétti kynja, þróun og friður á 21. öldinni. A heimasíðu kvennavettvangs Sameinuðu þjóðanna (www.un.org.women- watch/daw) er að finna margar fróðlegar staðreyndir um stöðu mála og við- fangsefni þessarar baráttu. Vonandi munu íslensku fulltrúarnir sem fóru til New York í júní skýra nánar frá niðurstöðum fundarins en á heimasíðu kvennavett- vangsins stendur m.a.: „Þrátt fyrir bætta stöðu kvenna í ýmsum samfélögum hefur leiðin til jafnréttis kynjanna verið hæg og óstöðug. - Málefni kvenna eru nánast alls staðar sett í annað sæti. - Konur þurfa enn að þola kúgun og að vera ýtt út á jaðar samfélagsins, bæði leynt og ljóst. - Þróunarstarf skilar sér ekki jafnt til kynjanna, þar njóta konur afrakstursins í minna mæli en karlar. - Konur eru 7 0% þeirra sem eru fátæk. Félags- og jafnréttimálaráðherra Islands, Páll Pétursson, skýrði á fundinum frá stöðu mála hér á landi og bar sig vel. Hann nefndi m.a. fjölda kvenna á Alþingi og ný lög um foreldraorlof. Vissulega er það mikilvægur árangur en jafnréttisbaráttan er sífelld nýsköpun - þegar einu takmarki er náð blasir annað við. A þessu ári eru 25 ár liðin frá því kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna hófst en hann stóð frá árinu 1975 til 1985. Islenskar konur tóku á eftirminnilegan hátt þátt í upphafi áratugarins, þær ákváðu að leggja niður vinnu í einn dag og völdu til þess dag Sameinuðu þjóð- anna 24. október 1975. Allan áratuginn var mikill kraftur í íslenskri kvennabar- áttu og eftir því tekið í öðrum löndum, t.d. sérframboði kvenna og kjöri Vigdísar Finnbogadóttur. En hvar stöndum við nú? VERA er afsprengi þessa tímabils og hefur verið gefin út af Kvennaframboðinu og Kvennalistanum í 18 ár. En nú skilur leiðir. Þetta er síðasta tölublaðið sem Kvennalistinn telst útgefandi að. Nýtt útgáfufélag umVERU er í burðarliðnum þar sem önnur samtök kvenna ætla að sameinast um að taka við því fjöreggi sem málgagn um kvennabaráttu er. Við megum vera stoltar af því að eiga þennan vettvang og skulum nýta hann sem best í framtíðinni. Sendu Veru ábendingar L Ú S Ragnhildur Vigfúsdóttir fv. jafnréttis- og fræðslufulltrúi á Akureyri fyrir sigur I Hæstarétti í máli slnu gegn Akureyr- arbæ þar sem hún krafðist þess að fá sömu laun og atvinnumálafulltrúi bæjarins sem vann sam- bærilega vinnu og hún en hafði 78.000 kr. hærri föst laun á mánuði, ellefu fleiri fasta yfir- vinnutíma og 600 km. fastan akstur, en hún samkvæmt akstursbók. Mál Ragnhildur er mikill sigur ( baráttunni fyrir launajafnrétti og sannar mikilvægi starfsmats. Skorður á starfsemi nektardansstaða sem fengust með tveimur lagabreytingum I lok þings. Annars vegar lög um flokkun veitinga- staða, þar sem nektardansstaðir eru flokkaðir sem næturklúbbar, og hins vegar hertar reglur um atvinnuleyfi fólks utan EES svæðisins sem munu veita stúlkum utan þess veruleg réttindi varðandi launagreiðslur, fargjöld til og frá land- inu og heilbrigðisþjónustu. Ritstjórar breskra kvennablaða sem ákváðu á ráðstefnu um kvenlmyndina ný- lega að banna myndir af ofurmjóum fyrirsæt- um og birta I staðinn myndir af konum af öll- um stærðum og gerðum. Ráðstefnuna sótti einnig fólk úr tlskuiðnaðinum, Ijósmyndarar o.fl. Kveikjan að henni var skýrsla bresku læknasamtakanna sem staðfesti að ofuráhersla fjölmiðla á skinhoraðar konur væri helsta ástæða lystarstols en 60.000 manns þjást af þeim sjúkdómi I Bretlandi og eru níu af hverjum tlu konur. Heilsufar íslenskra kvenna sem er mun verra en heilsufar karla samkvæmt nýlegri skýrslu nefndar um heilsufar kvenna sem skipuð var af heilbrigðisráðherra. Islenskar konur eru sendar I fleiri rannsóknir en karlar, eru oftar sjúkdómsgreindar, eru oftar I meðferð og fá meira af lyfjum en karlar. Nefndin telur að úrlausnir sem konur fái séu ekki sambærilegar við úrlausnir sem karlar fá og kemur með tillög- ur til þess að úr þvl verði bætt. VERA • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.