Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 48

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 48
L E S E N D A B B E E Ég er trúlaus (<§,) mér líður vel inn við eðli konunnar má koma í veg fyrir fjöldann allan af hjónaskilnuðum og verjast upplausn fjölskyldunnar. Verkið talar inn í söknuðinn eftir ein- faldari pólitískum vettvangi, eins og kemur fram í tilvitnun í Gauta Sigþórs- son, áður en sjálfsmyndir og hlutverk karla og kvenna sundruðust í ótal spurningar. Boðskapurinn gefur fólki haldreipi sem það getur notað til að skapa sér öryggi. Ég held að nauðsynlegt sé að sjá hvernig ofannefd verk eru hluti af ít- rekunarkerfi menningarinnar þar sem sjálfsmynd okkar og kyngervi eru stað- fest. Markmið þessara ítrekana er í raun tilraun til að viðhalda einföldu og úti- lokandi mannlífi, þar sem tvö innbyrð- is einsleit kyn og aðeins eitt sambúðar- form er ládð útskýra hvernig eðli kynj- anna hefur haldist síðan í árdaga. Þessi orðræða er homofóbísk og í raun fó- bísk gegn öllu því sem gengur gegn hinu staðlaða normi, því hún þaggar niður og gerir óeðlilegan þann fjöl- breytileika sem í rauninni einkennir kynin. '■ 1 ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ www.alif.is Á nýliðnum vormánuðum rakst ég á 6. tbl. 1998 af VERIJ. Þema blaðsins vakti forvitni mína: Hverju trúa konur? I blað- inu eru ítarleg viðtöl við fimm konur. Spurt er hverju þær trúa. Við fyrstu sýn virðist þarna um nokkuð ólík viðtöl að ræða. Konurnar lýsa trú sinni á ýmsa vegu. Ein trúir á hana Guð. Þrjár tala um hann Guð. Og ein trúir á Gyðju sem hægt er að nefna mörgum nöfnum. Engu að síður er þessi átrúnaður kvennanna í sjálfu sér ákaflega áþekkur - þær trúa því að til séu yfirnáttúruleg öfl sem hafi mik- ið að segja um hvernig okkur reiðir af í lífinu — og sjá jafnvel til þess að við verð- um ódauðleg. Það sem gefur mismuninn er ólíkt yfirbragð sem konurnar velja þessum yfirnáttúrulegu öflum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart. Við því er að búast að konur jafnt og karlar iðki hin ýmsu birtingarform trúarbragðanna. Eina nýlundan sem hefði verið hægt að búast við en var ekki tekin með í umfjöllun blaðsins er sú að það eru líka til konur sem eru frjálsar frá trú á guð eða guði. Eg er ein slík kona. Fyrir marga er trúleysi allt að því ósæmilegt — jafnvel nú á þessum tímum frjálslyndis. Hugsanlega er hægt að sætta sig við að einhver sé trúlaus ef hann held- ur því út af fyrir sig. Það þykir ósmekk- legt að auglýsa þessa staðreynd eða gagn- rýna opinberlega trúarlegar kennisetn- ingar. Mig langar nú samt að segja ykkur frá því hvað það er að vera trúlaus. Sem hugsandi manneskja er ég agndofa yfir því hve mikil áhersla er lögð á inn- rætingu guðstrúar í samfélagi sem ein- kennist af mikilli menntun og vísinda- störfum. Og mig óar við að horfa upp á þann andlega skaða sem trúarlegar kenni- setningar valda margri manneskjunni - skaða sem getur tekið mörg ár að lækna. Það er staðföst sannfæring mín að mað- urinn hefur ekkert að vinna, hvorki til- fmningalega eða á annan hátt, með því að halda fast við blekkingu án tillits til þess hversu þægileg eða heilög þessi blekking geti verið. Sá sem segir í öðru orðinu að hann hafi áhyggjur af velferð mannkyns og sem krefst þess í hinu að maðurinn verði að afsala sér skynsemi sinni, er í mótsögn við sjálfan sig. Sá sem velur að trúa gerir það af því að hann hefur rétt til þess en hann getur ekki útskýrt trú sína með skynsemi eða siðferðilegri nauðsyn. Það er erfitt fyrir hinn trúlausa að kynna sjónarmið sín. Honum er mætt með ótta og tortryggni. Hinn trúlausi þarf að svara endalausum spurningum eins og: Hvað verður um siðferðið án guðs? Hver er tilgangur lífsins ef enginn guð er til? Slíkar spurningar sýna að í hugum margra er samasemmerki á milli trúarbragða og siðferðilegra gilda. Trú- leysi er túlkað sem árás á ofangreind gildi. Þannig eru réttlætingar trúarbragð- anna iðulega gegnsýrðar tilfmninga- þrungnum upphrópunum. Sá sem er trú- laus er fordæmdur og skilgreindur sem áttavilltur, óhamingjusamur maður sem á í vændum miklar refsingar. Þannig að fullyrðingin: Ég er trúlaus og mér líður vei, hefur gjarnan þannig áhrif á fólk að það neitar að trúa því að viðkomandi sé í raun trúlaus. En sé hann í raun trúlaus — þá er óhugsandi að honum líði vel. I besta falli er hinn trúlausi aumkunarverður. Ég er trúlaus - það er laus frá trú á guð eða guði. Ég gengst við ábyrgðinni á sjálfri mér og lífi mínu. Ég vel sjálf og tek sjálf mínar siðferðilegu ákvarðanir. Þegar ég tek ákvörðun velti ég því fyrir mér hvort þetta sé rétt ákvörðun — fyrir hvern eða hverja hún sé góð eða slæm. Ég stend og fell með því sem ég geri. Ábyrgðin er mín. Þegar ég næ árangri þakka ég mín- um eigin dugnaði eða góðu verki sam- starfsmanna eða vina sem hafa lagt hönd á plóginn. Eða ég sé að árangurinn er að þakka einskærri heppni. Þegar illa tekst til leita ég svara hjá sjálfri mér - hvar gerði ég mistök, hvar sýndi ég ekki nægilega aðgæslu? Kannski kemur í ljós að eitt- hvað brást vegna slyss sem varð vegna raða af dlviljunum. Hvað svo sem gerist þá skelli ég ekki skuldinni á yfirnáttúru- leg öfl. Ég veit að lífið hefur upp á margt að bjóða - gott og slæmt. Líf mitt sem er trúlaus er ekki án áfalla frekar en líf ann- arra manna. Þegar ég verð fyrir áfalli tek ég því sem hluta af því að lifa lífinu. Ég geng í gegnum sorgir mínar og mótlæti og leita huggunar hjá samferðamönnum mínum. Gleðin er einnig í lífi mínu. Ein- læg og fölskvalaus gleði yfir lífinu og þeirri hamingju sem fylgir því að vera í góðum, gefandi samskiptum við annað lifandi fólk. Jórunn Sörensen 48 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.