Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 61
Umræða um kynlíf virðist oft einkennast
af miklum öfgum. Lítið fer fyrir umræðu
um heilbrigt kynlíf og hvernig eigi að
byggja upp góð og gefandi samskipti. Mik-
ilsvert er að einstaklingurinn geti notið
þess að vera kynvera og geti á eðlilegan
hátt deilt hugsunum og tilfmningum sín-
um með öðrum einstaklingi. Hann geti
sjálfur haft þá þekkingu, viðhorf og færni
sem þarf til að geta tekið heillavænlegar
ákvarðanir í kynlífi sínu. Kynlífið, ef rétt er
að því staðið, á að vera eitthvað gott,
skemmtilegt, fjölbreytt og byggja okkur
upp sem kynverur. í þessari áherslu felst
mikilvægi forvarnarstarfsins á þessu sviði.
Það er ekki nægjanlegt að koma í veg fyrir
kynsjúkdóma og óráðgerðar þunganir
heldur þarf að byggja upp einstakling sem
getur myndað heilbrigt kynferðislegt sam-
band við annan einstakling.
Heimildir:
Bearss, N., Santelli, J.S. og Papa, P. (1995).
A pilot program of contraceptive continuation in six school-
based clinics. Journal of Adolescent Health, 17(3), 178-183.
Bruce, J. (1987). Users' perspectives on contraceptive tech-
nology and delivery systems. Technology in Society, 9 :359-383.
Council of Europe (1998). Recent demographic develop-
ments in Europe. Strasbourg: Council of Europe Publishing.
Gissler, M. (1999). Aborter I Norden (Statistical Report
10/1999). Helsinki: STAKES.
Landlæknisembættið (1999). Tíðni fóstureyðinga 1976-1998.
Óbirt handrit.
Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og
um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Stjórnartíðindi A nr.
25/1975.
Sóley S. Bender (1999). Könnun ó viðhorfum ungs fólks til sérhœfr-
ar þjónustu á sviði kynlífs og barneigna. Óbirt handrit.
A Ð A B y A B N 1 R
ÖKU
$KOUNN
I MJODD
Þarabakka 3 • 109 Reykjavík
Kennsla til allra ökuréttinda,
almennt ökupróf og bifhjólapróf.
Aukin ökuréttindi
á leigubíl, hópferðabíl, vörubíl
og vörubíl með eftirvagn.
Kennsla hefst aftur að loknu sumarleyfi
þann 16. ágúst.
Síðan byrjar nýtt námskeið
á hverjum miðvikudegi.
Góð kennsluaðsta, frábærir kennarar
Fagmennska í fyrirrúmi, leitið upplýsinga.
Sfmi: 567 0300
netfang: okufel@simnet.is
Kynlífsráðgjöf í Hinu Húsinu
Hitt húsið, Aðalstræti 2, Reykjavík er upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs
fólks á aldrinum 16 til 25 ára. í vistlegu herbergi í húsinu hafa Fræðslusamtök um
kynlíf og barneignir (FKB) aðstöðu og hafa opið á mánudögum kl. 16 til 18. Ráð-
gjöfin er veitt af samstarfshópi hjúkrunarfræðinga, Ijósmæðra og iækna. Hægt er
að hringja alla daga í símboða 842 3045 til að ná sambandi við ráðgjafa. Gerð
eru þungunarpróf og hægt er að fá neyðargetnaðarvörn ef þörf krefur.
Tilgangurinn með starfi hópsins í Hinu húsinu er að veita ungu fólki fræðslu
og ráðgjöf um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir og að vinna með ungu fólki að verkefnum um kynheilbrigði. Samvinnan miðar að því að bæta
fræðslu og ráðgjöf til ungs fólks um getnaðarvarnir og öruggt kynlíf. Einnig hefur verið útbúið kynningar- og fræðsluefni, m.a. á heimasíðu FKB,
www.mmedia.is/fkb
Síminn í Hinu húsinu: 551 5353 - Sími FKB: 561 6061
VER A •
61