Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 55
A U Ð U Ei
.k—r. a f t i k v e n n a
Með fjörcgg
í höndunum
Nýlega urðu nokkrar umræður í
blöðum um viðbrögð heilbrigðis-
kerfisins við hugmyndum um að
stofna nýtt fæðingarheimili.
Sjö Ijósmæður hafa tekið sig
saman til þess að stofna
fæðingarheimili sem þær kalla
Fjöreggið - Ljósmæðrastofa.
Þrjár þeirra, þær Áslaug Hauks-
dóttir, Margrét Bjarnadóttir og
Jenný Inga Eiðsdóttir sóttu nám-
skeiðið FrumkvöðlaAUÐUR nú í
vor. Vera ræddi við Áslaugu og
Margréti um þessar fyrirætlanir.
Hvers vegna viljið J)ið stofna fœðingarheimili?
„Konur á Reykjavíkursvæðinu hafa ekk-
ert val um hvar þær ala börnin sín. Það
vantar alveg," segja þær og bæta við að
það eina sem boðið sé upp á sé hátækni-
sjúkrahús eða fæðing í heimahúsi. Þær
vilja líka ítreka að meðganga og fæðing sé
ekki sjúkdómur. Hins vegar sé búið að
sjúkdómsgera þetta ferli allt of mikið.
„80% af öllum konum eiga að geta fætt
eðlilega án nokkurra inngripa. Svo langar
okkur til þess að vinna sjálfstætt sem ljós-
mæður. Geta unnið með konunni eins og
konan vill láta vinna með sér.“
Konurnar sem leituðu eftir þjónustu
Fjöreggsins myndu fá samfellda þjónustu
og val um það hvort þær ættu barnið
heima eða á fæðingarheimilinu. Þær
myndu þekkja ljósmóðurina sína og fá
langt viðtal við hana strax í upphafl með-
göngunnar þegar oft er mikil þörf fyrir
stuðning og ráðgjöf. Sama ljósmóðir yrði
með þeim í meðgönguvernd, í fæðingunni
og í sængurlegunni. Þessi þjónusta yrði þó
ekki fyrir konur í áhættuhópi.
Áslaug, Margrét og Jenný Inga eru í hópi sjö Ijósmæðra sem ætla að stofna fæðingarheimili
þar sem einnig verður boðið upp á þjónustu við heimafæðingar.
Ætlum ekki að gefast upp
Hjá Landspítalanum hefur verið boðið upp
á þjónustu sem heitir Meðganga, fæðing,
sængurlega (skammstafað MFS). Hún
gengur líka út á nokkuð samfellda þjón-
ustu. Þær Margrét og Aslaug segja að sú
þjónusta anni ekki eftirspurninni. Það sé
líka allt annað að vera inni á hátækni-
sjúkrahúsi en á fæðingarheimili.
Nú eru tvö ár síðan hugmyndin að
Fjöregginu - Ljósmæðrastofu fæddist og
hafa ljósmæðurnar sjö unnið mikla undir-
búningsvinnu. Þær Margrét og Áslaug segj-
ast gera ráð fyrir að átta til tíu konur
myndu fá vinnu við fæðingarheimilið og
segja að það hljóti að vera miklu ódýrara í
rekstri heldur en hátæknisjúkrahús. Því
gæti stofnun slíks fæðingarheimilis þýtt
sparnað fyrir ríkið, segja þær og bæta við:
„Heilbrigðisráðherra hefur marglýst hrifn-
ingu sinni en samt hefur okkur enn ekki
tekist að fá þjónustusamning við heil-
brigðisyfirvöld." Ljósmæðurnar sjö eru þó
ekki á því að gefast upp. Liður í því að und-
irbúa stofnun fæðingarheimilisins er ein-
mitt að mennta sig í því sem viðkemur
rekstri og stofnun fyrirtækja. Þess vegna
fóru þrjár þeirra á námskeiðið Frum-
kvöðlaAUÐUR. Þær eru mjög ánægðar
með námskeiðið og segja að meðal þess
sem það hafi gefið þeim sé aukið sjálfs-
traust og, bæta þær við: „Nú höfum við
stuðning þeirra 25 kvenna sem tóku þátt í
námskeiðinu."
Við útskrift fyrsta hópsins
á námskeiðinu FrumkvöðlaAUÐUR
VER A •
55