Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 36

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 36
Það lá alltaf Ijóst fyrir að Siv væri hlynnt Eyjabakkavirkjun og virkjunum á Austurlandi cins og þær voru fyrirhugaðar. Ég fór í þetta starf vegna áhuga á náttúruverndarmálum og þegar sú staða var komin upp að formaður ráðs, sem á að vera helsti ráðgjafi umhverfisráðherra, og ráðherra eru ekki sömu skoðunar var fyrirsjáanlegt að til árekstra kæmi. Ég taldi því best að hætta formennsku. Ólöf á ekki langt að sækja ritfærnina því Aslaug móðir hennar er mjög hagmælt og hefur skrifað Ijóð og sögur sem hafa birst í blöðum og tímaritum og verið lesnar í út- varp. Aslaug er tvíburasystir Jennu Jens- dóttur rithöfundar sem flestir þekkja. En Ólöf var ekki alveg í friði í sveitasæl- unni. Vinir hennar á Tækniþjónustu Vest- fjarða á Isafirði vissu af arkitektinum á Núpi og sendu henni verkefni. Seinna buðu þeir henni starf og íbúð á staðnum og það þáði hún um vorið. Það varð til þess að hún kynntist fyrrverandi sambýlis- manni sínum og barnsföður, Þórði Arnórs- syni vélaverkfræðingi og ári seinna eign- uðust þau dóttur. Þá voru þau flutt suður og næstu árin starfaði Ólöf ýmist sjálfstætt eða sem undirverktaki hjá öðrum arkitekt- um. „Arið 1990 lenti ég í bílslysi og fékk slæman hálshnykk," segir Ólöf. „Eg varð að taka mér hlé frá teikningunum og þar sem ég var óvinnufær notaði ég tækifærið og fór í Háskólann. Ég hafði unnið talsvert við skriftir, var t.d. með pistla í Morgun- blaðinu um byggingarlist, og hafði oft hugleitt að sækja námskeið í íslensku í Há- skólanum. En ég var svo heppin að þetta haust var að hefjst þar kennsla í hagnýtri fjölmiðlun. Ég fór í það nám og útskrifað- ist ári seinna, ivrímur vikum eftir að ég eingaðist yngri dótturina. Ég var heima- vinnandi í rúmt ár en réði mig þá til Gests Ólafssonar arkiti l ts og vann bæði við blað hans Arkitektúr, Vi rktækni og Skipulag og sem arkitekt. En o dróst saman hjá Gesti og um það leyti v in ég þurfti að hætta hjá honum slitum ■■)') Þórður samvistum. Ég var því orðin jivmnulaus, verkefnalaus, húsnæðislaus og jiiningalaus og átti aðeins um tvo kosti aó vi-lja - að setja undir mig hausinn eða fara mourá Félagsmálastofnun og biðja um aðsi</>,“ segir Ólöf og brosir stríðnislega en H.< tir við að auðvitað hafi það síðarnefnd, .. I drei hvarflað að henni í alvöru. Hún féi I ð búa í eitt ár með dæt- urnar í húsinu sem þau höfðu verið að kaupa og tókst að fá verkefni og kaupa sér íbúð. „Ég vann heima þetta ár og fannst gott að vera engum háó. Ég lét mér bara líða vel heima á ullarsokkunum og á meðan stelp- urnar voru í skólanum skrifaði ég skáld- sögu á milli þess sem ég sinnti verkefnun- um.“ Sú saga er enn í skúffunni með hin- um verkunum og nokkru seinna breyttist líf Ólafar verulega. Hún var beðin um að koma í stjórn Arkitektafélagsins og að ger- ast framkvæmdastjóri þess skömmu síðar. „Mér kom nokkuð á óvart þegar mér var boðið í stjórnina þar sem ég hafði sagt mig úr félaginu. Mér þótti aðildin dýr, eins og mörgum einyrkjum finnst, en ég hafði ásamt nokkrum öðrum farið á fund stjórn- arinnar til að benda á ýmislegt sem okkur fannst að félagið gæti gert. Okkur var mjög vel tekið og ég er þeirrar skoðunar að ef ég tel mig geta gagnrýnt verk annarra verði ég að leggja mitt af mörkum ef mér býðst það. Ég gat því ekki annað en tekið áskor- uninni og settist í stjórn Arkitektafélagsins haustið 1995. Næsta sumar var ég beðin að leysa framkvæmdastjórann af í þriggja mánaða leyfi og þegar hann kom ekki til starfa aftur sótti ég um starfið og gegndi því þar til sl. haust.“ Um svipað leyti og Ólöf settist í stjórn Arkitektafélagsins tók hún þá ákvörð- un að hún vildi hafa áhrif í íslensku þjóð- félagi. I framhaldi af því gekk hún í Fram- sóknarflokkinn og segir ástæðuna einfalda. Hún var alin upp í félagshyggju- og sam- vinnuhugsjón þess flokks og fannst enginn annar flokkur koma til greina. „I minni sveit var litið á þátttöku í pólitík sem sjálf- sagða leið til að hafa góð áhrif á samfélag- ið. Ég er því framsóknarkona af gamla skól- anum og vil trúa að það sé ekki tíma- skekkja en flokkurinn er því miður kominn afar langt frá uppruna sínum." Fljótlega eftir að Ólöf gekk í Framsókn- arflokkinn bað Guðmundur Bjarnason þá- verandi umhverfisráðherra hana að verða formaður Náttúruverndarráðs. „Ég skorað- ist að sjálfsögðu ekki undan því þar sem ég hafði bæði lýst yfir áhuga á að hafa áhrif og lýst yfir einlægum áhuga á umhverfis- málum. A þessum tíma var mikil vakning í náttúruverndarmálum og þetta var krefj- andi og skemmtilegt verkefni. Ég var í raun bæði formaður og starfsmaður ráðsins í gegnum tölvuna heima því ráðið hafði enga aðstöðu, meðlimir þess fengu aðeins nefndaþóknun. Ég kynntist mikið af góðu og merkilegu fólki sem er náttúruverndar- fólk af guðs náð með rnikla þekkingu og sterka tilfmningu fyrir náttúru Islands." Þegar Ólöf tók við formennskunni í Náttúruverndarráði var það að fá nýtt hlut- verk, verða ráðgjafarráð fyrir ráðherra og stjórnvöld og ný stofnun, Náttúruvernd ríkisins, að taka við fyrra hlutverki þess. Ráðherra og stjórnvöld leituðu lítið ráð- gjafar ráðsins og því þróuðust störf þess þannig að ráðið tók upp mál að eigin frumkvæði, kom með ábendingar og gerði tillögur að aðgerðum. „Fyrst stjórnvöld tóku þessa stefnu ákváðum við að hafa frumkvæði að því að senda frá okkur umsagnir og tjá okkur um náttúruverndarmál enda af nógu að taka. Við litum svo á að fyrst löggjafinn skipaði þetta níu manna ráð hlyti því að vera ætl- að nokkuð hlutverk. A Náttúruverndar- þingi, sem haldið er annað hvert ár, er skýrsla ráðsins lögð fram og nýtt ráð skip- að. Það er öflugt og stórt þing skipað full- trúum frá hinum ýmsu félögum og sam- tökum sem vinna að náttúruvernd.“ Það var svo á Náttúruverndarþingi í jan- úar sl. að Ólöf sagði af sér formennsku í Náttúruverndarráði eftir þriggja ára for- mennsku.Talsvert var gert úr því í fjölmiðl- um og ástæðan sögð vera ágreiningur inn- an Framsóknarflokksins og milli hennar og Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Um það segir Ólöf: „Það lá alltaf ljóst fyrir að Siv væri hlynnt Eyjabakkavirkjun og virkjunum á Austurlandi eins og þær voru fyrirhugaðar. Ég fór í þetta starf vegna áhuga á náttúruverndarmálum og þegar sú staða var komin upp að formaður ráðs, sem á að vera helsti ráðgjafi umhverfisráð- herra, og ráðherra eru ekki sömu skoðun- ar var fyrirsjáanlegt að til árekstra kæmi. Ég taldi því best að hætta formennsku. Ég var mjög ósátt við þær vinnuaðferðir sem rík- isstjórnin ætlaði að viðhafa á Eyjabakka- svæðinu. Þó framkvæmdin hafi á sínum tíma verið undanþegin mati á umhverfis- áhrifum eru það forkastanleg vinnubrögð í nútímaþjóðfélagi. Um 85% þjóðarinnar vildu, samkvæmt skoðanakönnun, að mat- ið færi fram og stjórnvöld ættu ekki að geta sett sínar eigin leikreglur í andstöðu við vilja þjóðarinnar. Þessari skoðun minni leyndi ég ekki. Náttúruverndarráð stóð einhuga með mér í þessari afstöðu og ég 36 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.