Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 41

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 41
Ll M I Q N L I S X Ofra Haza f.19.11.1959(eða 57)-d.23.2.2000 Ein vinsælasta söngkona ísraels, Ofra Haza, lést rúmlega fertug sl. febrúar eftir stutta sjúkrahúslegu (tveggja vikna). Banamein hennar mátti rekja til alnæmis. Fáir munu þó hafa vitað um veikindi, jafnvel ekki hennar eigin fjölskylda, nema ef vera kynni eiginmaður söngkonunnar. Honum giftist Ofra í júlí 1997; hennar fyrsta hjónaband og hún eignaðist engin börn. Þessum eig- inmanni Ofru er lýst sem hálfgerðum skúrki í netheimildum mínum en Doron Ashkenazi heitir hann og er titlaður sem kaupsýslumaður. Ijað er að því að hann hafi látið Ofru liggja fárveika heima hjá sér þar til systir hennar lét senda hana á sjúkra- hús, en á meðan á hann að hafa verið að reyna að selja eigur hennar. Ekkert veit ég, en ljótt er ef satt reynist. Evrópubúar urðu varir við sönglist og glæsileik Ofru Haza er hún söng fyrir hönd Israels í Evróvisjón-söngvakeppninni árið 1983 og kom laginu Hi! í 2.sæti. 1985 gaf hún svo út þá plötu sem ég leyfi mér að halda að sé hennar þekktasta í Evrópu. Yem- enite songs nefnist hún upp á ensku (.. .fæst í Japis...) og vísar titillinn til þess að text- arnir eru eftir þekkt skáld gyðinga sem uppi var á 16.öld og bjó í Jemen en þar var töluverð gyðingabyggð. Foreldrar Ofru fæddust í Jemen en flúðu þaðan vegna of- sókna þarlendra múslimskra stjórnvalda, en flestir þeir Jemen-gyðingar sem eftir voru í Jemen þegar Israelsríki var stofnað 1948 voru fluttir loftleiðina þangað tveim árum síðar. Ofra Haza var yngst níu systkina, fædd og uppalin í fátækrahverfi í Tel Aviv og byrjaði að syngja og dansa með leikhóp þegar hún var 12 ára. Ahuga hennar á Jemen-söngvunum mun móðir liennar hafa vakið en hún kvað liafa verið þekkt söngkona í Jemen og kenndi dóttur sinni mik- ið af fornum lögum. Ofra og samstarfsmenn hennar í tónlistinni vildu færa þennan forna sjóð til nútíðarinnar og blönduðu nútímalegum tölvuryþma við hljóm hefðbundinna ísraelskra hljóðfæra (sem í vestrænum eyrum hljóma þó líklega meira framandi en nokkur tölva...).Yemenite songs er tímamótaplata í þessum efnum og enn eru menn að gera skemmtilegar tilraunir með því að blanda saman allslags fornri eða gamalli tónlist og tölvutöktum, eða teknó-músik eins og það kallast nú. En það var ekki bara Ofra og félagar sem nýttu sér vestræna tölvutækni, síðar snerist það við og margir vestrænir popparar not- uðu rödd Ofru og tónlist inn í sín lög, t.d. Eric B. & Rakim; M.A.R.R.S. (Pump up the volume); Sisters of Mercy... Það síðasta fréttnæma um sönglist Ofru Haza sem ég man eftir að hafa frétt er að hún söng í Osló þegar þeir Rabin, Peres og Arafat fengu friðarverðlaun Nóbels 1994 og hún söng hlutverk móður Mósesar í myndinni The Prince of Egypt 1998. Ofra Haza gaf út fjölda platna í Israel sem ekki hafa sést eða verið áberandi í hin- um svo kallaða vestræna heimi, m.a.barna- plötur. Hún var algjör stjarna og mikils metinn listamaður í sínu heimalandi og víðar um austurlönd, en hún söng ekki bara á liebresku heldur líka armönsku og arabísku, auk ensku. Landar hennar gerðu henni glæsilega útför í Tel Aviv þar sem meðal annarra voru viðstaddir forsætisráðherrann Ehud Barak og sá fyrrverandi, Shimon Peres. Blessuð sé minning Ofru Haza. Whitney Houston 1985-2000 Neineinei... Whitney Houston er ekki dáin, enda eldri en 15 (lík- lega 36 ára). Hún var bara að senda frá sér Greatest hits safn svona í kjölfarið á hinni finu plötu sinni frá 1998 sem birtist eftir all- langt hlé á sólóferli hennar, en með henni sýndi Whitney að hún er langt frá því að vera dauð úr öll- um æðum. Það er reyndar ekki hægt að mótmæla því að Whitney er ein raddmesta og fegursta dæg- urlagasöngkona aldarinnar og tal- in upp í sömu andrá og Aretha Franklin en tískustefnur verða mörgum listamönnum til tjóns og ekkert gefið að fólk haldi vinsæld- um þótt það sé með bestu söng- rödd í heimi. Whitney; The greatest hits er tveggja diska safn með 35 atrið- um. Ekki eru lögin þó jafn mörg því að fjögur þeirra birtast í tveim útgáfum: Greatest love of all; I'm your baby tonight; I will always love you og It's not riglrt but it's okay. Fjögur ný lög eru þarna og eru þrjú þeirra dúettar þar sem Whitney syngur á rnóti George Michael, Enrique Iglesias og Deboruh Cox. Af þeim 27 lögum sem þá eru eftir má nefna Saving all my love for you; Didn't we almost have it all; I'm every wom- an; I wanna dance with sorne- body... og How will I know. Góða skemmtun! VERA • 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.