Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 8

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 8
K A B L A R A H í B B L Q L Q krafa hins vegar ekki aðeins ná til líkama þeirra heldur einnig ímyndar og stöðu þeirra í samfélaginu. Líkt og konum fannst körl- um þeir ekki vera metnir út frá hæfileikum og gagnsemi í samfé- laginu heldur eingöngu því hvernig þeir komu fyrir. „Munurinn er hins vegar sá að karlar rísa ekki upp líkt og konur gerðu undir lok sjöunda áratugarins. Þeir eru ný- byrjaðir að finna að eitthvað er að en finnst þeir ekki geta talað um það án þess að leggja karlmennsk- una að veði.“ Kannski má segja að rót vand- ans liggi einmitt í hræðslu karla við að missa karlmennskuna. Levine tekur undir með Faludi og segir að bara það að gefa vandan- um nafn sé erfitt fyrir karla. „Það var ekki erfitt fyrir konur, við eyddum miklum tíma í að gefa öllu nafn. Mesta hættan liggur kannski í því að konur neyði sinni aðferð upp á karla og það sem er eftir af byltingunni. Bylting karla á eftir að eiga sér stað en ekki með jafn dramatískum hætti og okkar bylting." „Kannski er hlutverk kvenna í byltingu karla fyrst og fremst það að standa ekki í vegi hennar. Við- brögð margra kvenna þegar þær fréttu um hvað Stiffed fjallaði var að ranghvolfa í sér augunum og spyrja í hneykslunartón: „Hverj- um er ekki sama um vandræði karla?“ en þessi viðbrögð komu mér mjög á óvart,“ segir Faludi og bætir við að það hljóti að vera hagur allra ef körlum er gert kleift að breyta lífi sínu til hins betra. Erfiði hlutinn sé hins vegar að fá karla til að ræða vandamálið opin- berlega og gera það að málefni sem fjallað er um á alvarlegum nótum. I Stiffed kemur greinilega fram hversu viðkvæmir karlmenn eru fyrir hlutverki sínu sem fyrirvinnu og hversu sjálfsmynd þeirra skil- yrðist af þeirri stöðu. „Það er svo einkennilegt hvað karlmennskan er viðkvæmt fyrirbæri, það má líkja henni við illa saumuð jakka- föt sem hægt er að rífa í burtu hvenær sem er,“ segir Faludi. „Karlar jafnt sem konur í Bandaríkj- unum hafa í milljónatali misst vinnuna undanfarinn einn og hálf- an áratug og það er mjög erfitt fyrir hvort kynið sem er. Það efast hins vegar enginn um kvenleika konu sem sagt er upp vinnunni. Karlar sem misstu vinnuna sögðu nær undantekningalaust við mig að þeim fyndist þeir ekki vera nógu miklir karlmenn. Það virtist því allt snúast um hvort þeir væru nógu miklir karlmenn og það var mjög einkennilegt að upplifa." Levine telur karlmenn samt vera að breytast. „Líttu í kringum þig og sjáðu alla karlana sem eru einir að kaupa inn með börnin sín. Eg hef orðið vitni að ákvörð- unum fjölda karla um að velja annan lífsstíl en feður þeirra gerðu og þeir hafa samt enga hugmynd um að þeir eru hluti ákveðinnar hreyfmgar. Sem fem- ínistar held ég samt að við getum hjálpað þeim heilmikið svo breyt- ingarnar megi takast. Okkur er ekki vel við forréttindin sem þeir hafa á upphafsreitnum sínum en á sama tíma er mikilvægt að muna að körlum og konum er eðlilegt að vinna saman. Því held ég að mesta áskorunin sem femínistar standa frammi fyrir í dag sé að tala um karla á femínískum en um leið uppbyggilegum nótum.“ Faludi tekur undir þessi loka- orð Levine og segir liugmyndina um að allir karlar séu kúgarar enn vera ofarlega í huga margra kvenna. „Það kaldhæðnislegasta við þetta allt saman er að kven- réttindalireyfmgin hefur verið að vinna samkvæmt forskrift karla; það er að skilgreina óvininn og sigra hann. Ef karlar vilja frelsi geta þeir ekki notað andstæðu- kerfi feðraveldisins um góða og vonda karlinn, þeir eru feðraveld- ið.Til að breyta samfélaginu þurfa þeir að búa til ílóknara samfélags- líkan, eitthvað sem byggir ekki á persónulegum óvini, og það mun þegar upp er staðið líka gagnast kvennahreyfmgunni. “ Stiffcd: The Betrayal of the American Man eftir Susan Faludi kom út í október árið 1999. Hér má segja að Faludi taki upp þráðinn þar sem frá var horfið í metsölubókinni Backlash frá árinu 1991. Faludi rannsakar ofan í kjölinn, og alltof langt undir hann á köflum, hvers vegna banda- rískir karlar eru reiðir, óánægðir og illa sviknir. Skýringuna sé að finna í því að skilgreining karla á karlmennsku hafi verið eyðilögð af hin- um ýmsu utanaðkomandi aðilum. Hjörð mislitra sauða sökudólga er dregin fram í dagsljósið, allt frá samdrætti í rekstri stórfyrirtækja til sam- dráttar herafla í kjölfar loka kalda stríðsins. Faludi vinnur heimavinnuna sína vel og tekur fjöldann allan af áhugaverðum viðtölum sem hún byggir niðurstöður sínar á. Viðmælendur hennar eru allt frá unglingsstrákum í hinu al- ræmda Spur Posse gengi Kalíforníu til lágvaxna vöðvatröllsins Sylvester Stallone, eða Sly eins og hann er kallaður í bransanum. Höfundurinn vill meina að bandarískir karlar nútímans séu van- þroska strák-menni (male-boys) sem sé ófært að ná fullum þroska þar sem þeir hafi aldrei fengið nægju sína af ást og umhyggju. Þeir eru því í krónísku stríði við lífið og illa vonsviknir. Stiffed er ekki jafn beinskeytt og Backlash og hennar helsti galli er kannski skortur á góðri rit- stjórn. Faludi tekst hins vegar að þræða saman sögu samfélagsins og einstaklinganna, þó að óskandi hefði verið að hún gerði það í örlítið styttra máli. Engu að síður er óhætt að mæla með Stiffed ef þið viljið vera menningarlegar í sumarfríinu, og ef sumarfríið er mjöööög langt... 8 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.