Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 52
a í) -n
Nýtum
Nýlega bauð fjöldi fyrirtækja
og stofnana dætrum starfsfólks
í heimsókn í einn dag. Þetta var
liður í verkefninu Auður í krafti
kvenna sem er ætlað að örva
konur til nýsköpunar og
frumkvæðis í atvinnulífinu.
Að verkefninu standa Nýsköpunar-
sjóður atvinnulífsins,
íslandsbanki auk Morgunblaðsins
og DeloitteSTouche. Háskólinn
í Reykjavík sér um framkvæmd
verkefnisins og framkvæmdastjóri
þess er Halla Tómasdóttir.
Við spurðum hana hvaðan
hugmyndin að því væri komin.
„Frumkvæðið kemur frá Nýsköpunarsjóði
atvinnulífsins. Þar tóku menn eftir því að
aðeins 13% umsókna kom frá konum. Ef
fjárhæðirnar voru skoðaðar var munurinn
ennþá meiri því konurnar báðu upp til
hópa um miklu lægri upphæðir. Nýsköp-
unarsjóður vildi því búa til verkefni sem
hvetti konur til þess að stofna fyrirtæki og
ef þær hugsuðu um að stofna fyrirtæki til
að hugsa stærra.“
Þekking skapar sjálfstraust
Guðrúnu Pétursdóttur var falið að koma
með tillögu að þessu en hún er eina konan
í stjórn Nýsköpunarsjóðs. Ég efast um að
Nýsköpunarsjóður hafi hugsað jafn stórt
og raunin varð um Auði en Guðrún ákvað
strax, þegar hún fékk þennan bolta upp í
hendurnar, að missa hann ekki. Hún kom
til Guðfinnu S. Bjarnadóttur rektors Há-
skólans í Reykjavík og sagði: „Ég þarf ein-
hvern þekkingaraðila með mér í þetta því
ég trúi því að stærsta ástæðan fyrir því að
konur hafi ekki sjálfstraust sé sú að þær
vanti þekkingu. Sjálfstraustið kemur í
gegnum þekkinguna." Guðfmna var þá ný-
búin að ráða mig í vinnu og við þrjár fór-
um til Bandaríkjanna. Þangað fórum við
vegna þess að á u.þ.b. tíu ára tímabili hafði
JJ B i k r a f t i k v e n n
kraft kvenna
Frumkvö&laAUÐUR
ítarleg frumkvöblanámskeib fyrir konur sem þ^
hafa hafib eba hyggjast hefja atvinnurekstur-
FjármálaAUÐUR
Stutt almenn námskelb fyrir konur sem vilja
auka hagnýta fjármálaþekkingu sína.
j LeibtogaAUÐUR
Námstefna fyrir konur í leibtogastöbum.
hlutfall fyrirtækja í eigu kvenna þar hækk-
að úr tólf prósentum í tæp fjörutíu pró-
sent. Þetta vissum við og ákváðum bara að
byrja á að kynna okkur það. Hjá okkur
þremur fæddist svo stóra hugmyndin að
því sem seinna varð AUÐUR í krafti
kvenna."
Nú vinna fjórar konur að verkefninu. Á
vegum þess hefur þegar verið haldið eitt
námskeið undir yfirskriftinni Frumkvöðla-
AUÐUR, fimm slík námskeið til viðbótar
standa fyrir dyrum. Einnig veröa haldin
námskeið undir yfirskriftinni Fjármála-
AUÐUR, LeiðtogaAUÐUR og Framtíðar-
AUÐUR. Hið síðastnefnda er ætlað stúlk-
um á aldrinum 13—16 ára en það, ásamt
Dætrunum með í vinnunni, er ætlað að
hvetja ungar stúlkur til athafna og frum-
kvæðis og rækta með þeim sjálfstraust.
í hverju felst verkefnið AUÐUR í krafti kvenna
og hvað hafið þið verið að gera fram að þessu?
„Fyrsta FrumkvöðlaAUÐAR námskeiðinu
lauk nú í maí. Þetta er fjögurra mánaða
námskeið sem ætlað er konum sem hyggj-
ast hefja atvinnurekstur. Við munum halda
tvö svona námskeið á ári. Ut úr þessu nám-
skeiði komu átta hugmyndir að fyrirtækj-
um. Það er engin leið að segja hvort þær
lifa allar.Við viljum helst að þær sæki nám-
skeiðið í hóp. Það gefur svo mikið að takast
á um hugmyndirnar. Á námskeiðinu leggj-
um við mikla áherslu á sjálfsskoðun og
viljum að þær spyrji sig spurninga eins og:
Hvernig manneskja er ég? Á ég að vera að
framkvæma eða hentar hugmyndavinna
mér betur? Hvað þýðir það? Hvers konar
fólk þarf ég með mér? Frumkvöðlar hika
oft við að taka inn manneskju til að sjá um
reksturinn, en það er oft einmitt það sem
þarf. Ef þinn styrkur er hönnun og hug-
myndavinna þá er um að gera að nýta þann
styrk en fá einhvern sterkari í reksturinn."
I bæklingi um AUÐ í krafti kvenna kem-
ur fram að aðeins 1 8% íslenskra fyrirtæka
eru í eigu kvenna, samanborið við
25—38% fyrirtækja í löndum sem við ber-
um okkur saman við. Er einhver skýring á
því hvað við erum á eftir í þessu? Nú er
gjarnan talað um að íslenskar konur séu
svo ákveðnar og að við höfum sterka
stöðu. „Ég held að það sé frekar erlenda
ímyndin. Það var ímynd mín þegar ég bjó
í Bandaríkjunum þar sem ég bjó í rúmlega
átta ár. Ég sagði alltaf að íslenskar konur
væru öðrum fremri og sagði öllum frá því
hversu sterkar íslenskar konur væru. Það er
niðurstaða mín núna, eftir að ég er komin
aftur heim og hef skoðað þessi mál, að við
séum mjög sterkar á heimilinu en vanti
heilmikið uppá í atvinnulífmu og í at-
vinnurekstri.
Kcmur ábyrgðarkenndin í veg fyrir
atvinnusköpun kvenna?
Þegar kemur út á vinnumarkaðinn þá
stöndum við langt á eftir konum í mörgum
öðrum löndum og sérstaklega þeim lönd-
um sem við viljum gjarnan bera okkur
saman við.“
Er einhver skýring ú þessu?
„Ég veit það ekki, við eigum erfitt með að
skilja það yfir höfuð af hverju konur taka
minni þátt í atvinnusköpun. Eflaust eru það
sömu skýringar hér eins og annars staðar.
Það eru bæði innri og ytri hindranir. Það
3f
Viðtöl: Ingibjörg Stefánsdóttir
52 • VERA