Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 23
fé aftur inn í heilbrigðis- og mennta-
kerfið og minnka atvinnuleysið veru-
lega. Þetta eru allt grundvallaratriði. Fá-
tækt barna var t.d. stórt vandamál og
við höfum lagt áherslu á að aðstoða
fólk, t.d. einstæðar mæður, við að
komast út úr vítahring framfærsluað-
stoðar sem átti m.a. rót að rekja til
þeirrar reglu að þegar fólk fór af at-
vinnuleysisskrá missti það húsnæðis-
styrkinn. Konur komast heldur ekki út
að vinna nema hafa trygga dagvist fyr-
ir börnin. Það var gífurlega mikilvægt
að koma þessum málum í lag og það
þarf að gera árangur af þessu tagi sýni-
legan því hann byggist á breyttu við-
horfi þeirra sem stjórna landinu. Við
þurfum að sýna að það er hægt að gera
breytingar og bæta hag fólks þannig að
öllum sé gert kleift að njóta velsældar.
Það þjóðfélag sem við viljum byggja
upp á að vera fyrir alla en ekki útiloka
suma, eins og reyndin var áður. I þjóð-
félagi þar sem hver hugsar einungis um
sig verða til vandamál sem fyrr eða síð-
ar verða dýr fyrir alla aðila, með auk-
inni tíðni glæpa, ofbeldi og almennu
virðingarleysi. Fólk bregst við óréttlæti
á sinn hátt.
Það eru enn þá næg verkefni fyrir
Verkamannaflokkinn og við munum
áfram leggja megin áherslu á heil-
brigðis- og menntakerfið. Það er t.d.
ekki hægt að sætta sig við skólakerfi
sem útskrifar 16 ára gömul ungmenni
án þess að þau kunni að lesa, skrifa og
reikna. Þannig var ástandið orðið eftir
18 ára stjórnartíð ílialdsflokksins.
Hvaða tækifæri hafa slík ungmenni til
að takast á við lífið? Um leið heyrðu
þau stöðugt talað um öll tækifærin sem
byðust þeim sem hefðu peninga.
Þannig breikkaði bilið óhuggulega á
milli þeirra sem hafa tækifæri og hinna
sem hafa engin tækifæri. Eiturlyfja-
vandinn er hluti af þessu vandamáli en
við teljum að ekki sé hægt að fást við
hann öðruvísi en í samhengi við
menntun, heilbrigði og atvinnumál,"
segir Glenda og bætir við að hún muni
að sjálfsögðu bjóða sig fram til þing-
mennsku í næstu kosningum og við
vonum að henni takist að tryggja sér
áframhaldandi þingsetu.
Alþjóðavæðing
vandi og verkefni í félags- og umhverfismálum
ræða Glendn Jackson í málstofn Samfyllsingarinnar
Eftir að kalda stríðinu lauk hefur vaxandi alþjóðavæðing
haft mikil áhrif á stjórnmál, efnalega afkomu fólks, umhverfismál
og félagsmál. Horfin er sú tíð þegar þjóðríkin voru skýrt afmarkaðar
einingar, heimurinn hefur dregist saman og viðburðir hans, og afleiðingar
þeirra, snerta örlög allra manna. Sem samfélag þjóðanna horfumst við í
augu við alvarleg umhverfisspjöll, alþjóðlega hermdarverkastarfsemi,
fólksflutninga og efnahagssveiflur. Þessari þróun verður ekki
snúið við - tækninni fleygir fram og fjármagn flyst milli landa
á heimsmarkaði - en eigi að síður verður að takast á við vandamál og
nýta möguleika sem fylgja þessum breytingum. Við verðum að
færa okkur alþjóðavæðinguna í nyt til að draga markvisst úr fátækt.
Einn milljarður og þrjúhundruð milljónir
manna — tveir þriðju hlutar konur — búa
við sárustu fátækt. Níu hundruð milljónir
eru ólæsar og óskrifandi. 30 þúsund börn
deyja dag hvern úr sjúkdómum sem hægt
er að koma í veg fyrir, eða úr næringar-
skorti. Hvers vegna? Þessu fólki stendur
hvorki til boða menntun né atvinna, ein-
föld tækni er því framandi, harðstjórn
heftir frelsi þess, styrjaldir og hamfarir
valda skelfingu í lífi þess. Ekki nægir að við
tökumst á við þetta af samúð með lítil-
magnanum og af skyldurækni. Allar þjóðir
verða að leggja lið í baráttunni vegna þess
að þetta vandamál varðar okkur öll, og
lausnin fæst því aðeins að við gerum okk-
ur grein fyrir því að við erum lrvert öðru
háð.
Breska ríkisstjórnin hefur fylgt eftir lof-
orðum sínum urn baráttu gegn fátækt með
því að stofna nýja stjórnardeild um alþjóða
þróunarstarf. Clare Short ráðherra sagði eitt
sinn: „Kjarni hinnar nýju stefnumótunar er
að beina þróunarstarfinu að því að upp-
ræta örbirgð." Höfuð markmiðið er að
þau sem búa við algjöra neyð séu helmingi
færri árið 2015. Að lágmarksmenntun og
heilsugæsla standi öllum til boða og að
unnin séu raunhæf þróunarverkefni að
nýju í öllum ríkjum - árið 2015. Sérfræð-
ingar eru á einu máli um að þetta séu raun-
hæf markmið og að hægt sé að ná þeim án
þess að útgjöld fari úr böndum. Stjórnvöld
ríkja sem hyggjast leysa þetta verkefni
verða að sporna við spillingu. Aðstoð sem
fellur í hendur ríkisstjórna sem skella
skollaeyrum við umbótakröfum nýtist ekki
þeim sem búa við fátækt. Alþjóðavæðingin
hefur stóraukið upplýsingastreymi og
þegnar sem búa yfir þekkingu munu
krefjast þess að ráðamenn stjórni í þágu al-
mennings og helgi sig baráttunni við vofu
fátæktarinnar.
Arið 1999 skuldbatt breska ríkisstjórnin
sig til að auka útgjöld til aðstoðar við er-
lendar þjóðir um 28 af hundraði að raun-
virði næstu þrjú ár. Við vonum að önnur
efnuð ríki feti í fótspor okkar. Þá reynum
við að beita áhrifum okkar við mótun
stefnu um úthlutun marghliða aðstoðar
Evrópusambandsins. Og með Frumkvæði í
þágu skuldugra og snauðra ríkja, beitum
við okkur fyrir því að ríki sem leggja sig
fram um að draga úr fátækt, í samræmi við
ályktun fundarins í Máritíus, fái ýmist
gefnar upp skuldir eða að greiðsluskilmál-
ar lána þeirra verði bættir.
Ef við beinum sjónum að milliríkjavið-
skiptum þá er breska ríkisstjórnin áfrarn
um að í gildi séu reglur sem tryggi frjáls og
sanngjörn alþjóðaviðskipti. Sagan hefur
sýnt fram á að verndarstefna er þrándur í
götu framfara, og gengur þvert á hagsmuni
þróunarríkja. Eigi að síður verður að gæta
þess að frjáls viðskipti séu sanngjörn og að
snauðustu ríkin njóti einnig góðs af þeim.
Þetta er einnig til hagsbóta fyrir þróuð
ríki sem þurfa á samvinnu þróunarríkjanna
að halda svo hægt sé að leiða til farsælla
VER A •
23