Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 44

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 44
Sóley Stefánsdóttir janna Hvcrjar eru hugmyndir okkar um kynin, um eðli kynjanna, um karlmennsku og kvenleika? Hvað er að vera eðlileg/ur eða óeðlileg/ur og hver dæmir um það? Svör við þessum spurningum finnast í ýmsum myndum í samfélaginu, en eitt svarið virðist vera vinsælla en önnur, nefnilega svar Hellisbúans. Ég ætla hér í þessari grein, sem er úrdráttur úr lengri ritgerð, að skoða hugmyndir um mótun kynjanna og skoða svo út frá því þá eðlishyggju sem virðist slá í gegn í samfélaginu í dag. Mótun kynferðis I þessari umfjöllun er ekki meiningin að hafna líffræðinni sem áhrifavaldi í mótun, heldur að sjá hve mikil áhrif félagsleg mót- un hefur í sköpun persónunnar. Feministar hafa gjarnan verið á öndverðum meiði við hugmyndir sem tengja kynin við eðli því konum hefur í gegnum tíðina verið haldið frá fullri þátttöku í þjóðfélaginu sökum eðlis og líkamleika. Heimspekingurinn og feministinn Judith Butler hefur sett fram kenningu um kyn- gervin sem hún kallar gjörningskenningu (performative theory). Hún heldur því fram að kyngervið (gender) verði til í sí- felldri klifun á orðræðu hins gagnkyn- hneigða norms, þar sem hin eina rétta lausn er hefðbundin fjölskyldumyndun með tilheyrandi kynjamyndum. Markmið Butler er að sýna fram á grundvallar óstöð- ugleika kyngerva og sjálfsmynda. Sjálfs- mynd og kynsjálfsmynd verður til sam- hliða gjörðum okkar, gjörðinar eru for- sendur sjálfsmyndarinnar, ekki afleiðing hennar. Við hegðum okkur ekki á sérstakan hátt vegna kyngervis okkar heldur ávinn- um við okkur þetta kyngervi með vissu hegðunarmunstri sem viðheldur hefð- bundnum kynjamyndum. Sjá má hvernig börn prófa sig áfram og líta spyrjandi aug- um eftir samþykki hins fullorðna hvort þau séu að gera rétt. Þau eru með gjörðum sín- um að móta sig inn í viðurkennd norm samfélagsins. Ekki er um að ræða einföld- un þannig að kyngervi séu séð eins og föt eða búningur sem maður bregður sér í að vild, heldur er gjörningurinn dýnamísk heild í stöðugri myndun. Kynið myndast við hverja ákvörðun sem við tökum varð- andi útlit okkar og hegðun. Ut frá þessari umfjöllun er gott að skoða viðhorf okkar til mótunar. I tungumálinu vísar eðli til einhvers óbreytanlegs fasta en mótun vísar aftur til einhvers breytilegs. Ef eitthvað er mótað hlýtur að vera auðvelt að breyta, því það er bara mótun. Mótunin í kenningu Butler felst í endurtekningu, þannig byggist manneskjan smátt og smátt upp í það sem hún verður og verður þá eðli hennar að einhverju leyti afsprengi mótunarinnar. Gjörningur okkar er ítrekun og tilbrigði við normin, hinu gagnkyn- hneigða kerfi sem samfélagið byggir á. Itrekunin staðfestir það hver við teljum okkur vera, staðfestir sjálfsmynd okkar og Myndskreytingar: Sigurborg Stefánsdóttir kyngervi. Þessar ítrekanir eru í öllu okkar táknkerfi og menningarframleiðslunni, þar á meðal í sjónvarpi, auglýsingum, bíó- myndum, bókum og leikhúsi. Verkin þrjú sem ég skoða hér að neðan eru hluti af þessum ítrekunum. Karlmennskan og kvenleikinn Hér ætla ég að taka fyrir þrjú vinsæl dæg- urverk samtímans, þar sem boðað er að kynin séu ólík að eðli og sú staðreynd not- uð til að útskýra samskipti þeirra. Verkin eru bókin Karlar eru frá Mars, Konur eru fráVenus, einleikurinn Hellisbúinn og bók- in Karlafræðarinn. Eg vel þessar bækur því ég tel þær lýsandi fyrir þá eðlishyggju sem ríkir í samfélaginu og ég vil gagnrýna. Tenging hegðunar við eðli virðist heilla nútímafólk mjög því þessi verk hafa hlotið slíkar viðtökur að aðsóknar- og sölumet eru slegin.Verkin gefa þá útskýringu á mun kynjanna að þau hafi sitthvort eðlið, þess vegna hreinlega skilji þau ekki hvort ann- að; tali sitthvort tungumálið. Hefðbundin eðli kynjanna eru að konan er í eðli sínu húsmóðir en karlinn fyrirvinna og vernd- ari fjölskyldunnar, þetta er þeim eðlislægt 44 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.