Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 7

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 7
K A B L A Jóhanna Vigdís Cuðmundsdóttir B B L Q L D Karlar í krísu Konur í krapinu Barátta kvenna fyrir rétti sínum hefur verið löng og á tíðum ströng vegferð. Margt hefur unnist undan- farin ár og tæpast er þörf að rekja áfanga barátt- unnar á þessum vettvangi. Á leiðinni að settu marki hefur kvennahreyfingin hins vegar tekið margar áhugaverðar beygjur og benda tvær bækur sem ný- lega komu út til þess að nú standi hreyfingin enn einu sinni á krossgötum. í þeim báðum fjalla þekktir femínistar um karla í krísu og leitast við, með hliðsjón af jafnréttiskröfu kynjanna, að finna þeim samastað í tilverunni; á heimilinu, í fjöl- skyldunni og úti í samfélaginu. Stiffed, The Betrayal of the Modern Man, er nýjasta bók Susan Faludi en hún er sennilega þekktust fyrir bókina Backlash sem kom út árið 1992. í Stiffed kannar Faludi nútímakarlinn og stöðu hans, eða öllu heldur stöðuleysi, í heimi sem hefur ekki lengur upp á fullnægjandi skilgreiningar á karlmennskunni að bjóða. Suzanne Braun Levine einblínir á „mýkri" hliðar karlmennskunnar í bókinni Father Courage sem kom út í apríl síðastliðnum. í nýlegu viðtali við Cloriu Jacobs í tímaritinu Ms ræddu þær Faludi og Levine niðurstöður rannsókna sinna á „hinum nýja karli." Hvers vegna að einblína á karla? Það skýtur kannski skökku við að skella körlum í aðalhlutverk í umræðunni um kvenréttindi. Sumir myndu vilja ganga svo langt að segja að karlar hefðu í jafnréttisbaráttunni iðulega verið í hlut- verki óvinarins. I Father Courage ræddi Levine við karla úr milli- stétt, sem ættu að vera sæmilega upplýstir, en þrátt fyrir það seg- ir hún þá varla hafa vitað hvað hugtök eins og feðraveldi og femín- ismi stóðu fyrir. Karlarnir ólust hins vegar upp á heimilum með konum sem voru virkar í samfélaginu og umgengust þær á jafn- réttisgrundvelli, flestir þeirra höfðu jafnvel búist við konu sem yfirmanni. Allir karlarnir gerðu ráð fyrir að eiginkona þeirra starf- aði utan heimilis og þegar að barneignum kæmi yrði fyrirkomu- lagið einnig í anda jafnréttis. Þegar börnin fóru að koma í heim- inn var hins vegar allt annað uppi á teningnum. Þá virtust allir, bæði karlar og konur, detta í sama farið. Konurnar fóru ósjálfrátt í klassísk móðurhlutverk, að því er virtist til að bæta upp fyrir sjálf- stæðið og réttindin sem þær þó bjuggu við. Á meðan duttu karl- arnir inní hlutverk hins „hjálpsama“ eiginmanns. Levine vill skrifa þessa hegðun á skort á fyrirmyndum. Feður í nútímasamfélagi geta ekki litið til feðra sinna sem fyrirmynda hvað varðaði föðurhlutverkið og hvorugt kynjanna getur litið til foreldra sinna hvað varðaði hjónaband sem byggðist á jafnrétti. Karlar og konur féllu í gryfju klisjanna því þau hefðu engin dæmi um hvernig fjölskyldur virkuðu öðruvísi. Faludi tekur í sama streng og Levine og segir það hafa slegið sig að enginn karlanna sem þær töluðu við hafi viljað vera eins og feður sínir. „Á sama tíma voru allar hefðbundnar karlmennskuímyndir, líkt og sú að fórna sér í þágu almannaheillar, á undanhaldi. Neyslumenningin hampar bara gæjanum sem er númer eitt.“ Skýringuna á því hvers vegna karlar hafi meiri áhuga á föðurhlutverkinu en áður telur Faludi að megi flnna í skorti á öðrum samfélagslegum hlutverkum þar sem hugtök eins og dyggð og samvinna eru í fyrirrúmi. „Kost- 6 • VERA urinn við hrun gamla karlmennskuheimsins, og stöðu nútíma- karla sem hálfgerðra munaðarleysingja í karlasamfélaginu, er að karlar hafa loks vaknað til veruleikans á eigin heimilum. Kvenna- hreyfmgin hefur gegnum tíðina hvatt þá til að hugsa um börnin og reka heimilið á jafnréttisgrundvelli meðan afgangur menning- arinnar er á móti þessari hugsun,“ segir Faludi. Karlarnir sem Levine talaði við héldu því nær undantekninga- laust leyndu að þeir störfuðu í anda jafnréttis á heimilum sínum. „Það var alveg sama hversu ánægðir þeir voru með þátttökuna í heimilisstörfunum, ef þeir þurftu að fara snemma heim til að sinna börnum og búi laumuðust þeir bakdyramegin heim úr vinn- unni. Þetta sýnir að samfélagið utan heimilisins verðlaunar karla síður en svo fyrir að helga sig föðurhlutverkinu." Levine bætir við að þeir karlar sem hún hafi rætt við hefðu haft mikla þörf fyrir að tala um föðurhlutverkið og börnin sín auk þess sem þá hafi tilfmnanlega skort hrós fyrir vel unnin störf á þessu sviði. Faludi telur þá ekki fá hrós vegna þess að konur vilji að þeir beri helming ábyrgðarinnar á heimilinu en séu ekki tilbúnar til að gefa neitt eftir af valdinu. Ábyrgð og vald verði að fylgjast að. „Að mínu mati er helsta áskorunin sem býður kvenna að spyrja sjálfar sig þeirrar spurningar hvort mögulegt sé að gera hlutina á annan hátt á heimilunum, þó það sé kannski ekki alveg jafn vel gert og með þeirra eigin aðferðum," bætir Levine við. „Vandinn liggur kannski í því að utan fjölskyldulífsins eru ekki mörg svið þar sem fólki flnnst það vera að gera eitthvað mikilvægt og að þess vegna berjist karlar og konur um það hvort eigi að stjórna á heim- ilinu," getur Faludi sér til og bætir við að margir karlanna sem hún talaði við hafi ekki verið stoltir af starfinu sínu. Það sýni að heimilin eru í auknum mæli að verða eini staðurinn þar sem fólki finnist það vera að gera eitthvað sem gefi líflnu gildi. Neysla í stað nærveru Börn á vesturlöndum eru að mörgu leyti týnd í neyslumenning- unni og virðast satt best að segja ekki hafa marga aðra valkosti en að hella sér út í hana. Faludi telur foreldra barna sem nú eru að alast upp hafa gleymt að kenna börnum sínum ákveðin siðferðis- gildi, þau liafi hreinlega týnst á milli kynslóða í öllum úthverfun- um og tölvuleikjunum. „Það eina sem færst hefur á milli kynslóða er endalaust kaupæði. Þörf fólks fyrir að fá sínar „fimmtán mínút- ur frægðar" er það eina sem stendur uppúr þessurn darviníska neyslufrumskógi. “ Levine bætir því við að venjulegar fjölskyldur eigi í vök að verj- ast í þessu samfélagi og skólakerflð og hið svokallaða félagslega kerfi bæti þar síður en svo úr skák. „Mig dreymir um þá stund þegar karlarnir sem nú eru að læra að vera góðir pabbar öðlast nægilegt sjálfstraust til að láta heyra í sér á vettvangi stjórnmál- anna. Þegar það gerist er kannski von á raunverulegum breyting- um.“ Faludi telur rót vandamála þeirra karla sem hún hafi talað við vera tilflnninguna um að úti í hinum stóra heimi gætu þeir ekki gert neitt virðingarvert. „Ég vara fólk þó við þeirri tilhneigingu að draga sig út úr heiminum og loka sig hálfpartinn inni á eigin heimilum. Við þurfum líka á samfélagslegri næringu að halda. Konur jafnt sem karlar þurfa það sem kalla má „móðurlega karl- mennsku" en hún fengist með markvissri uppbyggingu samfé- lagsins og samfélagsþjónustu." Karlarnir sem Faludi ræddi við í Stiffed komu flestir úr hópi verkamanna og segir liún fæsta þeirra hafa talað mikið um börnin sín. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að þeir voru uppteknir af því að greina eigin tilfmning- ar og ósigra. Það leiddi yfirleitt til umræðu um feður þeirra, frek- ar en börnin, og margir karlanna töldu sig ekki einu sinni geta gefið börnum sínum leiðsögn um hvað fælist í karlmennskunni. Einu karlarnir sem töluðu um hvernig þeir ætluðu að vera betri pabbar stýrðu hraðbyri í átt til neyslumenningarinnar. Þeir ætluðu að gefa sér meiri tíma til að fara í búðir með krökkunum, þeir ætl- uðu með þau í Disneyland og í tölvuleiki. Þessir efnislegu hlutir breyta tilveru barnanna ekki á neinn hátt þegar til lengri tíma er litið enda voru karlarnir svolítið pirraðir þegar þeir töluðu um þessa hluti. Þetta virtist hins vegar vera eina aðferðin sem þeir höfðu til að tengjast börnunum sínum. Þessum körlum flnnst þeir ekki hafa neina stjórn á kringumstæðum sínum og hugsa sínum eigin feðrum þegjandi þörfma fyrir að hafa skilið sig eftir í heim- inum án hlutverks í samfélaginu." Skortir karla hugmyndaflug byltingarinnar? Kannski er stór hluti vandans sá að karlar eiga erfitt með að ímynda sér aðrar leiðir en alltaf hafa verið farnar. Faludi vill meina að það sé vegna þess að í dag er enginn staður til þar sem hægt er að hittast til að tala um og móta nýjar leiðir. „Á sjöunda áratugn- um var þó hægt að hittast á almenningsstöðum og ræða málin án þess að neyslumenningin kæmist að og tæki völdin, það er bara ekki hægt lengur. Jafnvel þó þú komir úr fátæku gettói og semjir lag um það eru þér bara tvær leiðir færar, lagið vekur enga athygli og þú verður gjaldþrota eða lagið vekur athygli og þú verður frægur og þá innlimar neyslumenningin þig samstundis. Hvort sem þú ert innan eða utan nýja hagkerfisins ertu alltaf í fókus neyslulinsunnar og það er virkilega skemmandi ef ætlunin er að reyna að breyta samfélaginu." Það sem kom Faludi mest á óvart í viðtölum hennar við karla var að umræðuefni þeirra voru að mörgu leyti hliðstæð því sem konurnar höfðu verið að tala um á sjöunda og áttunda áratugnum. Konum fannst þær vera til skrauts og þær voru undir þrýstingi um að setja sjálfar sig á einskonar sýningarbás. Körlunum fannst sú VER A • 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.