Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 42

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 42
E E M I S I L E E EL E Q Anna Ólafsdóttir Björnsson She brought e soall to»n to its feet and a hage conpanj to its knees. Julia Þegar réttlætið sigrar Sem betur fer er kvikmyndin Erin Brockovich sannsöguleg. Það er auðvitað hart að sú atburðarás sem myndin byggir á skuli hafa farið af stað. En fyrst við búum í veröld þar sem slíkt er alltaf að eiga sér stað er það ákveðinn sigur að geta sýnt þessa kvikmynd og persónur hennar og sagt: Þetta er satt! Réttlætið getur sigrað! Efni myndarinnar hefur verið rætt all ítarlega í umfjöllun um hana. Sú umfjöllun spillir síður en svo ánægjunni af því að sjá myndina heldur eykur gildi hennar. Based on Fáir miðlar eru sterkari en myndmiðlarnir og ein- staka sinnum tekst að virkja þá í þágu góðs mál- staðar. I þessu tilviki bar- __ áttunni fyrir mannrétt- indum venjulegs fólks í glímu við risafyrirtæki sem svífast einskis í krafti hroka og fégræðgi. Og einnig baráttunni gegn mengun sem getur bæði spillt heilsu og lífi manna, dýra og í raun náttúrunni allri. Fleiri kvikmyndir hafa ver- ið gerðar um svipað efni, einnig sannsögulegar, svo sem sjónvarps- mynd um Love Canal mengunarmálið og A Civil Action frá árinu 1998. Agætar myndir en komast þó varla með tærnar þar sem Erin Brockovich hefur háu hælana. Sigur tvcggja kvcnna Dómsmálið sem kvikmyndin byggir á er fyrst og fremst sigur Erinar nokkurrar Brockovich, þriggja barna einstæðrar móður með brenn- andi réttlætiskennd, litla menntun, enn minni fjárráð en ótrúlega drift. Kvikmyndin er hins vegar leiksigur Juliu Roberts, sem vinnur eft- irminnilegan leiksigur í hlutverki eldhugans Erinar. Það leynir sér ekki að þær Julia og Erin náðu vel saman við gerð myndarinnar, en Erin hafði hönd í bagga með gerð hennar. Julia bókstaflega kynnir okkur fyrir Erin og það er erfitt að ímynda sér annað en hún SE Erin. Og það er ekkert smávegis afrek því það er ekkert smávegis hlutskipti. Kveníinyndir kvikmyndarinnar Það er alltaf hressandi að sjá staðalmyndir kvikmyndanna um konur skekktar svolítið, þótt ekki sé nema agnarögn. Skemmtileg tilbreyting til dæmis að sjá konur sem ögrandi kynverur án þess að úthluta þeim vændis-, hjónadjöfuls- eða píslarvættishlutverki. Rótgróin teikn um kvenfyrirlitningu eru sýnd í dálitlum stækkunarspegli (úr snyrtivesk- inu) og fáir ef nokkrir í myndinni eru algerlega lausir við þann þrá- láta kvilla. Móðurhlutverkið er æði fyrirferðarmikið sem undirþema myndarinnar og mér fannst notalegt að sjá að blessuð móðurástin er ekki öll hengd á herðar kvennanna. Mannúð og menntahroki Kvikmyndin Erin Brockovich bregður upp æði áleitinni mynd af því hvernig menntahroki getur blindað jafnvel skynsamasta fólk. Hún er býsna galvaskur óður til brjóstvitsins og verður að játast að það fær miklu betri útreið en prófgráðurnar. Hins vegar er rétt að halda því til haga að gildi menntunar, hvernig sem hennar er aflað, er skilmerki- lega haldið fram. Nýleg könnun sýnir að Islendingar meta brjóstvitið mun meira en formlega menntun og ég efast ekki um að þessi þáttur myndarinnar hittir landann í mark. Hláturrokurnar í Laugarásbíói voru alla vega mjög einlægar þegar töffarinn Erin var að grilla há- menntaðan snyrtipinna og sýna hvar raunveruleg fagþekking lá (með ágætlega skrautlegan munnsöfnuð að vopni). Þrátt fyrir hrjúft yfir- borð er því vel komið til skila að það er mannúð og mannskilningur sem gerir Erin að þeirri perlu sem hún er. Af sjónvarpsviðtölum við hina raunverulegu Erin að dæma er myndin að þessu leyti, eins og flestu öðru, afskaplega sönn. Umfjöllun um myndina Það er ekki laust við að smá þefur sé af samsæri hinna sigruðu stór- fyrirtækja í sumu því sem sést hefur á prenti um þessa ágætu mynd. Annars vegar hefur sem betur fer skapast umræða um mengun og mátt risafyrirtækja í kjölfar myndarinnar. En hins vegar hefur farið fram í hæsta máta óeðlileg umræða um persónur hinnar raunveru- legu sögu. Þannig má lesa 1 slúðurdálkum dylgjur um að Erin og lög- fræðingurinn Ed hafi átt í ástarsambandi. Þau bera það til baka en hverjum í ósköpunum kemur það yfir höfuð við! Fas og framkoma Erinar hefur líka verið undir smásjá, ekki hugrekkið, þrautseigjan, dugnaðurinn og snilldin, heldur fötin, frökk framkoma og hvernig hún beitir kynþokkanum. Auk þessa hefur verið býsnast yfir því hve há laun Julia Roberts fékk fyrir myndina — loksins þegar einhver sem- ur við leikkonu um sambærirlegt kaup og karlarnir hirða stoltir. I hverra þágu ætli svona lágkúruleg umræða sé? Vel farið með stórbrotið cfni Það væri ósanngjarnt að gleyma hlut annarra sem að myndinni stóðu þótt auðvelt sé að gleyma sér í umræðu um Erin sjálfa í og utan myndarinnar. Steven Soderbergh leikstýrir myndinni á þann hátt að hún virðist renna af sjálfu sér fram og ótrúlegt að ímynda sér leikstjóra við stjórnvölinn. Það hlýtur að teljast viss galdur. Ef til vill er það enn merkilegra fyrir þá sök að í kvikmyndinni sem Steven sló í gegn með fyrir um áratug, Sex, Jies and videotape - glimrandi mynd - eru fmgraför hans mjög áberandi. Honum tekst að gera efnið skemmtilegt án þess að glata alvöru málsins. Leikararnir standa sig allir mjög vel og sumir virðast alls ekki vera að leika heldur hafa verð kippt inn í kvikmynd- ina úr raunveruleikanum. Það á ekki síst við um flesta þá sem léku fórnarlömb mengunarinnar. Að öðrum ólöstuðum túlkuðu konurnar tvær sem teflt er fram sem ákveðnum andstæðum, Marg Helgenberger í hlutverki Donnu Jensen og Cerry Jones í hlutverki Pamelu Duncan, hlutverk sín sérlega vel. Þótt Albert Finney skapi persónu lögfræðings- ins Ed Masry með annarri aðferðarfræði, leiktúlkun af enska skólan- um, á hann sérlega vel heima í hlutverki sínu. Sumir halda því líka fram að stutt bil sé milli lögfræðinnar og leiklistarinnar. Sé svo, þá skil- ar það sér. Þessa mynd verða sem flestir að sjá, hún er holl fyrir sálina. 42 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.