Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 17

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 17
'O ~o 3 < :0 *o > Fáar stelpur að vinna í smiðju Af átta nemum á fyrsta ári í véla- og orkutæknifræði við Tækniskóla íslands er ein kona sem stefnir á að verða fyrsta konan sem útskrifast sem vélatæknifræð- ingur frá skólanum. Berglind Fróðadóttir segist kunna vel við sig í skólanum og í vinnunni, en hún er nú á samningi hjá Marel. Hún býst ekki við að það muni skipta neinu máli í framtíðinni að hún er kona í karlastétt. „Ég væri þó alveg til í að vera að vinna með fullt af stelpum," segir Berglind sem hingað til hefur alltaf verið að vinna með karlmönnum. Berglind útskrifaðist af eðlisfræðibraut frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi en tók jafnframt tvær annir í kvöldskóla á rafsuðubraut. Nú er hún búin með eitt ár 1 véla- og orkutæknifræði við Tækni- skóla Islands og stefnir á að útskrifast með B.S. gráðu eftir tvö og hálft ár. Hvernig datt henni í hug að fara þessa leið? „Þetta byrjaði allt fyrsta sumarið eftir 10. bekk þegar ég hætti að geta fengið vinnu í vinnuskólanum. Það var búið að lofa mér vinnu í frystihúsi en svo leið og beið og endaði með því að ég fékk ekki vinnuna fyrr en í júlí. Eg ætlaði aldrei aftur að vera atvinnu- laus. Pabbi var að vinna í slippnum og ég fékk strax vinnu þar. Eg fór á samning og hafði þrjá mánuði til að ákveða hvort ég vildi halda áfram. Svo var þetta bara ágætt og ég ákvað að halda áfram,“ segir Berglind sem hingað til hefur alltaf unnið við ryðfría smíði. Hún er nú nýbyrjuð að vinna hjá Marel og er komin á samning þar. „Við erum að smíða tæki, eins og til dæmis flokkara og flæði- línur fyrir fiskiðnað,“ segir Berglind þegar hún er innt nánar eftir því í hverju starfið hjá Marel felist. „Þetta er nákvæmnisvinna og má t.d. ekki muna miklu, nokkrir millimetrar geta skipt öllu máli. Það þarf því að vanda sig mikið,“ segir Berglind og bætir við að það sé alltaf gaman að sjá hlutina fullunna þegar búið er að vinna við þá. „En ég ætla ekki alltaf að vera að smíða,“ segir Berglind og út- skýrir fyrir blaðamanni að B.S. gráðan miði fremur við hönnun tækjanna en sjálfa smíðina. „Þá get ég t.d. unnið á verkfræðistof- um við að teikna og fleira.“ Mesta vitið að fara í fag sem ég þekki Berglind játar því að óvenjulegt sé að stelpur velji þessa námsleið en segir að í hennar tilfelli hafi þetta legið frekar beint við. „Þegar ég var að velja hvað ég ætti að læra langaði mig ekkert í Háskólann, og þá var það baraTækniskólinn sem kom til greina,“ segir Berglind. „Námið byggist mikið á reikningi, sem mér geng- ur vel í. Mig langaði ekki í fag þar sem ég þyrfti að lesa mikið. Það var því mesta vitið í því að fara út í þetta enda þekki ég þetta.“ Hún segir að námið sé skemmtilegt og fint að vinna við þetta. Augljóst er að hún er orðin vön því að vinna aðeins með karl- mönnum, því það hefur hún gert undanfarin þrjú sumur. En hvernig er að vera eina stelpan í strákabekk? „Það er allt í lagi,“ segir Berglind. „Við erum hvort sem er svo fá.“ Hún segir þó að það væri gott að hafa fleiri konur í kringum sig. „Við höfum kannski ekki alltaf sömu áhuga- mál. En þetta eru allt mjög finir strákar." Hún berTækni- skólanum vel söguna. „Þetta er dálítið eins og í fjölbrauta- skóla, við erum líka í tímum með öðrum deildum og erum þá allt frá átta og upp í þrjátíu manns í tímum. Hjá okkur er líka allt mjög persónulegt því þetta er svo lítill bekkur.“ Ekki erfitt að komast á samning Þegar Berglind er spurð hver hún telji að sé ástæðan fyrir því að svo fáir sæki í þetta nám bendir hún á að margar konur fari í fög eins og verkfræði. „En í þessu námi þarf maður að vera búinn að vinna í smiðju í 18 til 24 mánuði og ég held að það sé aðallega ástæðan. Það eru fáar stelp- ur að vinna í srniðju." Hún telur þó ekki að ástæðan sé sú að þær fái síður vinnu. „Það hlýtur að vera að þær sæki ekki í þetta því þær myndu komast á samning ef þær reyndu.“ Hún segir að það hafi verið lítið mál fyrir sig að komast á samning. „Eg er náttúrulega búin að vera að vinna við þetta og er með reynslu." Berglind bendir þó á að ef fólk sé ekki búið með samn- ing geti það tekið tvær annir í iðnskóla, tekið grunndeild málmiðnaðar og unnið í sex mánuði eftir það. Þeir sem ekki hafa unnið í smiðju ættu því engu að síður að hafa möguleika á að velja þessa námsleið. VERA • 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.