Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 11

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 11
KARLAR Á N í B R I Q L Q. skánað við þá byltingu sem orðið hefur á stöðu kynjanna síðustu áratugi. Mér finnst það tvímælalaust til bóta að það skuli ekki hvarfla að dætrum mínum að eitthvað það sé til sem þær ekki geti af því þær eru kon- ur. Og mér fmnst það líka til verulegra bóta að ef sonur minn eignast afkvæmi verður það eðlilegur og sjálfsagður hlutur að hann sinni uppeldi og umönnun ekki síður en móðirin. Auðvitað er það til bóta þegar dregur úr svona heimskulegri mismunun eins og kynjamisrétti. Kvennahreyfmgin getur verið stolt af árangri sínum á því sviði. Það var hins vegar reginmisskilning- ur að bætt staða kvenna myndi sjálfkrafa leiða til þess að drægi úr annarri mismun- un eða staða barna, sjúkra og gamalmenna batnaði. Sjálf kúgunin breytist ekki þó ljúki ákveðinni mismunun. Það er í raun ekkert sem mælir gegn því að yfirstéttin sé sam- sett af konum og körlum í hlutfallinu 40-60 og sömu hlutföll ríki á botni samfé- lagsins. Cjald karlmennskunnar Hvað hefur þetta þá með sjálfsvíg karla og sálfræðiaðstoð við drengi að gera? Er það eitthvað sem tengist jafnrétti kynja? Ef menn vilja líta svo á að hið formlega jafn- rétti eitt og sér dugi ekki, heldur sé spurn- ingin frekar um raunverulega jafna mögu- leika kynjanna í samfélaginu þá virðist auðsætt að þetta eru jafnréttismál. Eitthvað það er í gangi í kyngerð samfélagsins sem gerir að verkum að drengjum og körlum er mun hættara en stúlkum og konum á sum- um sviðum tilverunnar. Gjald karlmemrsk- unnar hefur þetta verið kallað. Stundum hefur verið vitnað til þeirra orða sænsku skáldkonunnar Klöru Johan- sen við upphaf 20. aldar að þegar karlar fengjust til að líta á sig sem kyn yrði hin raunverulega bylting í samskiptum karla og I kvenna. Orðræðan um samskipti kynjanna hérlendis hefur ekki I verið með þeim hætti. Konur hafa verið Kynið og má þá í raun einu gilda hvort við skoðum orðræðu þeirra sem vörðu feðra- B veldið svokallaða eða hinna sem grófu undan stólpum þess. H Trúlega er ekki nema svo sem eins og áratugur síðan fóru að H heyrast raddir karla sem blönduðu sér í umræðuna á þeim B forsendum að þeir væru líka kyn og mótaðir af kyngerð B samfélagsins eins og konurnar. Þessi (veikburða) orðræða B var stofnanagerð með skipun Karlanefndar Jafnréttisráðs í H byrjun árs 1994. Það gildir um ísland líkt og hin Norðurlöndin að eftir því sem ljósara hefur orðið að lítil sem engin hætta var á Raunar er það með ólíkindum hversu lengi hefur verið talið að karlar gætu gengið áreynslu- laust inn í föðurhlutverkið. Eða ef til vill hefur það verið þannig að ekki hefur verið reiknað með því í alvöru að þeir gerðu nokkuð annað en aðstoða og væru þá undir styrkri og öruggri stjórn kvenna sinna. raunverulegu bakslagi í sókn kvenna til jafnrar stöðu á við karla á öllum sviðum mannlífsins hefur hið opinbera jafnréttis- kerfi, ríkisfemínisminn, í auknum mæli horft til þess að til væru þau svið þar sem hallaði á karla. Fyrst og fremst hefur það átt við um tengsl við börn. Því er það að smátt og smátt hefur verið lögð aukin áhersla á þennan þátt og þá jafnframt í auknum mæli verið litið á jafnrétti kynja sem hugsanlega sameiginlegt verkefni kynjanna frekar en að alltaf og í öllum til- fellum sé um það að ræða að konur þurfi að berjast við karla til að ávinna sér bita af kökunni. Angi þessarar áherslubreytingar birtist í því að í auknum mæli hafa körlum á Norðurlöndum verið skapaðir möguleikar til töku fæðingarorlofs og á þann hátt fengið tækifæri til mun nánari þátttöku í umönnun og uppeldi en þeir hafa áður haft. Nýsamþykkt lög hérlendis um fæð- ingar- og foreldraorlof eru ágætt dæmi um þetta. Foreldrafræðsla hefur verið aukin og breytt á Norðurlöndum í þeim tilgangi að koma til móts við verðandi feður sem oft á tíðum finnst fræðslan lítið hafa beinst að því sem þeir eru að velta fyrir sér eða langar til að vita. Raunar er það með ólík- indum hversu lengi hefur verið talið að karlar gætu gengið áreynslulaust inn í föðurhlutverkið. Eða ef til vill hefur það verið þannig að ekki hefur verið reiknað með því í alvöru að þeir gerðu nokkuð annað en aðstoða og væru þá undir styrkri og öruggri stjórn kvenna sinna. Hérlendis er til vísir að feðrafræðslu á nokkrum stöðum og í framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar í jafnréttismálum er talað um að vinna að því að koma á sérstakri feðrafræðslu sem hluta af þeim undirbúningi sem verðandi for- eldrum sé boðið upp á. Ofbeldi karla hefur lengi og víða verið veruleg hindrun í vegi jafnréttis kynja. Síðasta áratug hefur þó margt breyst á þessu sviði. í fyrsta lagi er margt sem bendir til að úr ofbeldi gegn konum hafi dregið. í öðru lagi hafa karlar á flestum Norðurlöndum komið sér upp einhverjum samtökum eða hreyfmgu til andstöðu við ofbeldi. Og í þriðja lagi eru nú fyrir hendi á öllum Norðurlöndum einhver meðferðarúrræði fyrir karla sem vilja aðstoð til að hætta ofbeldis- beitingu. En jafnframt þessum jákvæðu þáttum hefur orðið vart við aðra síðri. Svo virðist sem í vaxandi mæli verði ákveðinn hópur drengja undir í tilverunni. Oft er hér um að ræða drengi frá jaðarbyggð- um - eða drengi á neðri stigum samfélagsins. Þeir eru þá gjarnan VERA • 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.