Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 12

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 12
J£A B L A B. A Ll Ý B B L Q__L_Q synir karla sem stunduðu mjög hefð- bundnar atvinnugreinar karla, atvinnu- greinar sem ýmist eru horfnar eða á hverfandi hveli. Synirnir eiga erfitt með að fóta sig í breyttum heimi, hafa eng- ar fyrirmyndir og leita oft skjóls í ýktri karlmennskuímynd, sem síðan eykur enn á erfiðleika þeirra í tilverunni. Þetta er tiltölulega lítill liópur og víða á Norðurlöndum er nú þegar farið að huga að því hvernig koma megi þess- um drengjum til aðstoðar. Ein leið er t.d. að hætta þeirri heimskulega ein- hliða áherslu á að allt þurfi að lærast af bókum, sem hingað til hefur verið plagsiður. Kreppa karla? Það er vinsælt hjá pop-sálfræðingum og mörgum atvinnublöðrurum fjöl- miðlanna að tala um kreppu karla eða kreppu karlmennskunnar. Stundum finnst mér að það fólk lifi ekki í sama heimi og við hin. Að vísu er það þannig að viljir þú auðgast á umræðu um kynin þá leggur þú áherslu á ímyndaðan, eðlislægan mismun, eitt- hvað svona hyperbull eins og að karlar séu frá Mars og konur frá Venus. Ef fjár- hagslegur ávinningur (eða aukin hlust- un) er markmiðið þá er unnt að skilja þetta krepputal. En hvar eru þessir krepptu karlar annars nema í hring- borðsumræðum kvenna í glanstímarit- um? Hvergi! Það er nokkurn veginn al- veg sama hvar gripið er ofan í kannan- ir á viðhorfum og líðan karla eða skoð- uð sú tölfræði sem fyrir hendi er um stöðu þeirra, hvergi verður þessarar kreppu vart. Þvert á móti, langflestum körlum líður bara ágætlega, þeir eiga ekki í neinum vandræðum með sam- skipti við sjálfstæðar og sjálfbjarga konur og finnst engin eftirsjá í feðra- veldinu. Og hvað varðar þá þætti sem nefndir hafa verið gjald karlmennsk- unnar þá ýmist hefur staðan heldur far- ið batnandi eða þá hún stendur í stað. Að karlmennskan sé í kreppu er hins vegar nokkuð sjálfgefið en ekkert nýtt. Það sem aldrei hefur verið annað en til- búningur sem ekki passar við nokkra lifandi manneskju er í eðli sínu í stöð- ugri kreppu. Það gildir um karl- mennskuna, ekki síður en kvenleikann. Þá kreppu er hins vegar ekki hægt að leysa því hún býr í hugmyndinni um ákveðið eðli karla. Císli Hrafn Atlason Karlar og fæðingarorlof Á liðnu vorþingi var samþykkt ný fæðingarorlofslöggjöf scm kvcður á um jafnan rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um leið var orlofið lengt úr sex mánuðum í níu og einnig tekið upp þrettán vikna foreldraorlof hvoru foreldri um sig til handa. Hvergi í heiminum hefur verið tekin upp álíka löggjöf sem kveður á um jafnan rétt foreldra til fæðingarorlofs þó ýmsar myndir af feðraorlofi hafi verið teknar upp víða. í Svíþjóð hafa feður t.a.m. haft sérstakan rétt á fæðingarorlofi frá árinu 1974 og danskir feður hafa átt möguleika á að taka fjögurra vikna fæðingarorlof frá árinu 1984. fyrir Það er ekki hægt að segja annað en að samþykkt . þessarar löggjafar hafi Aá komið verulega á óvart. Islenski lög- gjafinn hefur hing- að til veitt feðrum minnsta möguleika á að taka fæðingar- orlof en nú er lög- gjöfin skyndilega orð- in sú framsæknasta í heiminum. Kannski ekki furða að ráðstefnugestir á norrænni karlaráðstefnu, sem haldin var skemmstu, hafi hlegið svolítið að þessu. Hvergi á Norðurlöndunum stunda eins fáir karlar vinnu við umönnunarstörf, eins og hjúkrun eða leikskólastörf. Hvergi á Norð- urlöndunum vinna karlar eins mikið og hér en samt eigum við framsæknustu fæð- ingarorlofslöggjöf í heimi. Þess ber þó að geta að íslenskir karlar eru farnir að vinna minna og má merkja það á orðum ýmissa atvinnurekenda. Nú síðast var verið að benda á að fjölga þurfi læknum þar sem þeir séu ekki tilbúnir að vinna allan sóla- hringinn lengur, hvort sem um karla eða konur er að ræða. Karlar í kvennaheimi Þegar löggjöf sem þessi er samþykkt liggur beinast við að velta því fyrir sér hvort karl- ar muni nýta sér þessi nýju réttindi og taka fæðingarorlof. Umönnun er gjarnan talinn meðfæddur eiginleiki kvenna og því spurning hvort fólk telji að karlar geti sinnt ungabörnum. Þorgerður Einarsdóttir gerði rann- sókn, í samstarfi við Reykjavíkurborg, um karla í fæðingarorlofi (1998). Rannsóknin er m.a. merkileg fyrir þær sakir að verið er að kanna hvort karlar geti sinnt ný- fæddum börnum sínum eins og konur gera. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem þátt tóku í henni gátu það. Þeir gátu meira að segja gefið börnum sínum „á brjóst" í gegnum pela enda orðið einfalt að fá mjaltavélar leigðar. En þó við komumst að því að karlar geti sinnt ný- fæddum börnum sínum, og það sé ekkert í eðli kvenna sem geri þær hæfari en karla til að sinna ungabörnum, þá er hugmyndin um hina meðfæddu móðurhyggju lífsseig. Algengir fordómar sem karlar verða t.a.m. fyrir á kvennavinnustöðum er að þeir séu hommar. Þannig hljóti karlkyns hjúkrunar- fræðingur að vera hommi því annars væri hann varla hjúkrunarfræðingur. Með þess- um fordómum er gert ráð fyrir því að hjúkrunarstarfið sé nátengt hinni móður- legu umhyggju, ásamt því að gert er ráð fyrir því að hommar geti mögulega haft þessa meðfæddu eiginleika sem starfið krefst. Þetta er auðvitað alrangt þar sem hjúkrunarstarfið er krefjandi faggrein sem 12 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.