Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 20

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 20
Mikilvægast hlusta á kjósendur rætt við Glendu Jackson, þingkonu breska Verkarnannaflokksins Það voru cinföld og skýr skilaboð sem Clenda Jackson, þingkona breska Verkamannaflokksins, sendi fólki á stofnfundi Samfylk- ingarinnar í Borgarleikhúsinu í byrjun maí. „Stjórnmálafólk á að hlusta á raddir kjósenda. Tengslin á milli þeirra sem kjósa og hinna sem eru kosin mega aldrei rofna." Hún lagði einnig áherslu á mikilvægi velferðarkerfisins og benti á að fólk úr hennar stétt hefði aldrei komist áfram í bresku þjóðfélagi nema vegna þeirrar hugsjónar Verkamannaflokksins að allir ættu að eiga jafnan rétt. Elísabet Þorgeirsdóttir hitti Clendu að máli og ræddi við hana um líf hennar og starf. Clenda Jackson varð 64 ára 9. maí sl. Hún var kosin á þing 56 ára gömul, árið 1992, og tók þátt í sigrinum mikla árið 1997 þegar Verkamannaflokknum undir forystu Tony Blair tókst loks að fella ríkis- sjórn Ihaldsflokksins eftir 18 ára stjórnar- setu, eða frá því flokkurinn komst til valda undir forystu Margrétar Thatcher árið 1979. A þeim tíma komst Ihaldsflokkurinn einmitt langt með að eyðileggja velferðar- kerflð sem Glenda leggur svo mikla áherslu á að verði að vera til. Kerfí sem gerir öllum kleift að njóta menntunar, læknisþjónustu og trygginga án tillits til efnahags. Eg byrja á að spyrja Glendu nánar út í þau orð hennar að ef ekki hefði verið til velferðarkerfi hefði hún ekki notið alls þess sem henni auðnaðist, eða eins og hún orð- aði það á ensku: „had been blessed with.“ „Já, það er alveg á hreinu," segir hún ákveðin. „Stjórn Verkamannaflokksins sem tók við völdum árið 1945 var róttæk og kom m.a. á ókeypis heilbrigðisþjónustu og ríkisreknu skólakerfl. Þetta breytti lífi fjöl- skyldna eins og minnar og þar er um að ræða milljónir manna. Fram að þessu hafði lágstéttarfólk ekki haft efni á að fara til læknis nema í neyð. Við fórum bara eftir læknisráðunum frá ömmu og mömmu, t.d. hvað varðar barnasjúkdóma og slíkt. Ég var fyrsta manneskjan úr minni fjölskyldu sem átti kost á að stunda framhaldsnám." Glenda er fædd og uppalin í norð-vest- urhluta Englands, í Cheshire á milli ánna Mersey og Dee. Hún segir að þar sem hún bjó hafi um 2/3 hluti íbúanna verið skyld- ir henni. „Það var lítið hægt að gera án þess að einhver segði mömmu frá því,“ segir hún glettin. „Ég missti alveg áhuga á námi tvö til þrjú síðustu árin í skyldunámi. Ég hafði því ekki tækifæri til að fara í háskóla og fór að vinna í lyfjaverslun staðarins. Þar vann ég í tvö ár og lék með áhugaleikfélaginu. Það var nú ekki vegna þess að mig dreymdi um að verða fræg leikkona. Vinur minn sagði að þetta væri skemmdlegt og þess vegna ákvað ég að prófa,“ segir Glenda á sinn einstaklega jarðbundna hátt. En þarna voru hæfileikar hennar uppgötvaðir. Henni var sagt að leiklist væri það sem hún ætti að leggja fyrir sig og hún sótti því um í eina leiklistarskólanum sem hún hafði heyrt um í London. Þegar hún er spurð hvort ástæð- an hafi verið að hana hafa langað burt úr þessu litla samfélagi svarar hún: „Ég vissi að lífið hlyti að hafa upp á meira að bjóða en mér stóð til boða og að ég hlyti að geta meira en krafist var af mér. En ég er líka viss um að ef einhver hefði stungið upp á einhverju öðru við mig en leiklist, og mér hefði litist vel á það, hefði líf mitt farið í allt aðra átt. En svo var ekki. Þess vegna varð leikhúsið sá heimur sem ég fór inn í. Leikhúsið var alltaf erfitt en um leið var það alltaf spennandi." Glenda var tæpra 19 ára þegar hún hélt til London til að þreyta inntökupróflð og hún komst inn í skólann og fékk auk þess skólastyrk sem gerði henni kleift að stunda námið og framfleyta sér í borginni. Eftir að námi lauk fékk hún nokkur hlutverk með leikfélögum utan höfuðborgarinnar en í tvö ár fékk hún ekkert að gera. Það segir hún að liafi verið versti tími lífs síns. Þá var hún gift og vann ýmis verslunar- og skrif- stofustörf til að afla tekna fyrir heimilið. „Ég passaði ekki í hlutverkin í hinu hefð- bundna, breska leikhúsi. Þegar ég útskrif- aðist varaði skólastjórinn mig meira að segja við og sagði að ég skyldi ekki búast við mikilli vinnu fyrr en um fertugt. Ég væri dæmigerð skapgerðarleikkona og slík hlutverk væru ekki skrifuð nema fyrir þroskaðar konur." En það sem vildi Glendu til happs var að breskt leikhús var að breytast. Breytingin 20 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.