Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 56

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 56
A L!£>U R. i k r a f t i k v o n n a Fylltist sjálfs- trausti og sigurvissu scgir Bergþóra Reynisdóttir eigandi Liljunnar ehf Hugmyndin um Liljuna ehf. var ein þeirra sem fékk þriðju verðlaun í keppni um bestu viðskiptaáætlunina á Nýsköpun 2000. Það er Bergþóra Reynisdóttir sem stendur að Liljunni en fyrirtækið býður upp á heimageðhjúkrun. En í hverju felst heimageðhjúkrun? „Ég vinn með fólki í þeirra eigin umhverfi úti í samfélaginu, nota viðtalsmeðferð, fæ fólk til að setja upp áætlun um eigin með- ferð og skrifa dagbækur þar sem þau segja frá líðan sinni. Þannig taka þau ábyrgð á eigin lífi. Það eru geðdeildirnar og heilsu- gæslustöðvarnir sem vísa á mig. Markmið- ið er að koma í veg fyrir innlagnir á geð- deildir og að minnka lyfjanotkun," segir Bergþóra. Liljan sérhæfir sig í heimageð- hjúkrun fyrir konur með alvarleg og/eða langvinn geðræn einkenni og eru 85% viðskiptavina hennar konur. Fyrstu frumkvöðlaskrefin á Akureyri Auk hjúkrunarfræðináms tók Bergþóra tveggja ára sérnám í geðhjúkrun 1976 -1977. Síðan hefur hún unnið við geð- hjúkrun, bæði á sjúkrahús- um og heilsugæslustöðv- um. Það var svo á Akureyri árið 1993 að hún fékk leyfi hjá Tryggingastofnun til að starfa sjálfstætt við heima- geðhjúkrun. Þar voru því, eins og hún segir, „fyrstu frumkvöðlaskrefin mín stigin. Haustið 1995 fór ég að kynna starf mitt á heilsu- gæslustöðvunum í Arnes- sýslu. Þar varð fljótt svo mikið að gera að ég var komin í 200% vinnu með starfi á heilsugæsluselinu á Laugarvatni. Þá var kominn tími til að skoða hvert ég ætlaði að stefna til framtíð- ar.“ Það var svo í ágúst 1998 að Liljan ehf. var stofnuð. „Já, það var Anna Linda dóttir mín sem átti hug- myndina. Henni blöskraði að ég fékk lægri laun eftir 20 ára starf hjá því opinbera en hún nýútskrifuð úr laga- deild.“ Bergþóra segir að það að stofna eigið fyrir- Bamavcrumar þrá Weleda eru einótakar, enda tilotið gullverðlaun fjyrir gæði mörg ár í röð. Jurtirnar eru ræktaðar í iífjrœnum jarðvegi. Nudd-, baðolíur og krem, án aukaetjna, ótrúlega grœðandi og mýkjandi. Boóóakremið ólœr í gegn. Fáðu prufju! Weieda barnavörurnar tjáót í Þumaíínu, Heilóuhúóinu og tjleótum apótekum. tæki hafi aukið sjálfstraust sitt. „Ég fór að hugsa öðruvísi, að nú þyrfti ég að spjara mig, vera sjálfstæð og treysta á sjálfa mig. Stefnir hátt Það var að frumkvæði endurskoðunarskrif- stofunnar Deloitte&Touche, sem sér um bókhaldið fyrir mig, að var ég boðin á námskeiðið FrumkvöðlaAUÐUR. Mér fannst námskeiðið alveg frábært. Þarna ríkti einstakt andrúmsloft, kennararnir hrósuðu okkur mikið og voru sjálfir bjart- sýnir. Mér leið alltaf ofboðslega vel þegar ég fór úr skólanum á kvöldin. Það má segja að ég hafi fyllst sjálfstrausti og sigurvissu. Eitt af verkefnunum var að útbúa viðskipta- áætlun. Ég útbjó áætlun fyrir fyrirtækið mitt og sendi hana í samkeppnina Nýsköp- un 2000. Þar vann ég til þriðju verðlauna." Að lokum, hvert er markmiðið? Hverju viltu hafa náð með fyrirtœkið eftir 10 ár? „Ég sé fyrir mér að ég verði komin með verkefni um allt land, búin að opna útibú á Norðurlöndum, í Bretlandi, jafnvel í Aust- ur-Evrópu og ráða fagfólk til starfa. Þá get ég ferðast á milli landa og stjórnað útibú- unum,“ segir Bergþóra, hlær dátt og bætir við: „Málið er að hafa nógu stóra drauma. Hugsa stórt og stefna að því.“ Hún bætir því við að ef ég hefði tekið við hana viðtal í vetur þá hefði ég verið að tala við allt aðra konu. „Nú ertu að tala við konu sem er full af bjartsýni og trúir á sjálfa sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.