Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 31

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 31
A I tí A E N A K O N U R Sjávar- og jurtasmyrsl við húðvandamálum rætt við Sigríði og Daðey, eigendur SD smyrsla Tvær konur á sextugsaldri eiga og reka fyrirtækið SD smyrsl í húsi Lýsis hf við Grandaveg í Reykjavík. Þær stöllur heita Sigríður Einarsdóttir og Daðey Daðadóttir og þekkjast frá fornu fari. Aður störfuðu báðar sem dagmæður en Daðey hefur líka starfað hjá Islandspósti. Aðdragandinn að áhuga þeirra á jurta- smyrslum var sá að dóttir Sigríðar var mjög slæm af psoriasis. Hún hafði þurft að nota sterk sterakrem, fengið tjörumeðferðir og baðað sig reglulega í Bláa lóninu. Einhverja bót hafði hún af því en ekki nóga. Sigríður var ósátt við ástandið og ákvað að sækja námskeið í smyrslagerð í von um úrbætur. Hún las sér einnig til og fékk loks Daðeyju til liðs við sig. Sjálf hafði Daðey þjáðst af slæmu exemi á höndum og í kringum augu. Þær byrjuðu með bjartsýni og áræðni að leiðarljósi heima hjá sér 1994 og stofnuðu síðan fyrirtæki tveimur árum síðar. Sigríður og Daðey bjóða mig velkomna á vinnustað sinn. Litlu fé hefur verið eytt í ytri umbúnað, enda nóg annað að borga til að reksturinn gangi. Hér eru greinilega á ferð harðduglegar konur sem hafa byrjað smátt, unnið mikið og staðist álagið með þrautseigjunni. Þið hafið greinilega haft árangur sem erfiði fyrst að fyrirtœkið komst á koppinn. „Já, sá bati sem dóttir mín og fleiri hafa náð með notkun smyrsls- ins eru bestu meðmælin,“ segir Sigríður. „Dóttir mín hefur verið eins konar tilraunadýr hjá okkur í gegnum tíðina og nú getur hún alveg haldið einkennum sjúkdómsins niðri með smyrslinu okkar.“ Ég sé á innihaldslýsingu að mælt er með smyrslinu fyrir þurra húð, psoriasis, barnaexem og hvers konar húðútbrot, bólur, ofnæm- isexem o.fl. Ég spyr hvaða töfraefni smyrslið innihaldi og Daðey verður fyrir svörum. „Sjávar- og jurtasmyrslið hefur innihaldið sömu efni frá upphafi, það eru íslenskar fjallajurtir, fjallavatn, þorskalýsi, kókosolía og ullarfita. Auk þess eru A,B, C, D og E vítamín í smyrslinu. Við höfum þróað vinnslu og samsetningu smám saman. Það sem gefur því sérstöðu er vinnsluaðferðin, það að blanda sam- an olíu úr þorskalýsi og vatni. Smyrslið er 100% náttúruafurð en fáir geta í raun státað af slíku. Kaupendur á Bandaríkjamarkaði sem föl- uðust eftir smyrslinu voru tortryggnir, létu rannsaka innihaldið og sáu að við höfðum lög að mæla. I dag framleiðum við lyktarlaust mjúkt smyrsl, en í fyrstu angaði það af lýsi og var feitara í sér.“ Sig- nður bætir við að þær séu báðar draumspakar og að þær hafi dreymt fyrir þeim hlutföllum sem bestum árangri skiluðu við gerð smyrslsins. Þær Sigríður og Daðey líta ekki út fyrir að vera seiðkonur, en ekki er verra að hafa yfirnáttúruleg öfl hliðholl, séu þau góð. Þær leggj- ast út á sumrin í grasatínslu, þá er farið á afskekkta staði og þess gætt að ekki sé geng- ið of nærri gróðrinum. En hvaða jurtir þær tína er að sjálfsögðu framleiðsluleynd- armál. Sigríður og Daðey vita hve þroskuð grösin eiga að vera við tínslu og að best er að tína þau rétt fyrir og rétt eftir fullt tungl. Þær þurrka ekki jurtirn- ar því best er að frysta þær svo að ferskleikinn haldist. Fleiri vörutegundir en smyrslið eru á boðstólum hjá SD smyrsl- um. Auk smyrslsins framleiða Sigríður og Daðey varasalva og hár- svarðarvökva sem gagnast gegn þurrki í hársverði og flösu. Þær búa líka til hestasmyrsl og hestafeldsvökva sem er notaður gegn sum- arexemi. Þá framleiða þær ýmsar vörur fyrir fyrirtækið Hestaheilsu m.a. fax- og tagl géle fyrir flóka og gljáa fyrir feldinn. Daðey sýnir mér pantanir sem þær hafa fengið erlendis frá en markaður þeirra hefur teygt sig út fyrir landsteinana. Vörur þeirra eru seldar í öllum apótekum hérlendis og einnig í mörgum verslun- um og stórmörkuðum. Salan hefur aukist jafnt og þétt. Auk fram- leiðslunnar sinna þær stöllur sjálfar öllu er varðar rekstur skrifstofu, markaðssetningu, pökkun og dreifmgu. Þetta er gífurleg vinna og nú dreymir þær um að fá starfsmann svo þær geti einbeitt sér að fram- leiðslu og nýjum tilraunum. Framleiðsla þeirra er skráð undir heitinu snyrtivara en þó svo að hún hafi lækningamátt eiga þær ekki í neinu samstarfi við lækna. Anægður notandi er besta viðurkenningin og þegar krem gerir ein- hverjum gott spyrst það fljótt út.Varðandi markaðsmálin er nokkuð sem þeim hefur sárnað. Bláa lónið hefur ekki viljað bjóða vörur þeirra því litið er á þær sem samkeppnisaðila. Svo hafa Psoriasisam- tökin selt grunsamlega lítið í sinni verslun, þrátt fyrir góðan afslátt. Þar virðast einhverjir hagsmunaárekstrar vera á ferð. Þeim finnst ósanngjarnt að hagur sjúklings sé ekki látinn sitja í fyrirrúmi. Sjálfar hafa þær Sigríður og Daðey veitt sjúklingum góðan afslátt af smyrsl- inu sínu og þegar ég kveð þessar ágætu konur leysa þær mig út með gjöfum; kremi, varasalva og hársvarðarvökva. Starfið veitir þeim greinilega ánægju og mesta umbunin ftnnst þeim felast í því að geta hjálpað fólki með húðvandamál. Síminn hjá SD smyrslum er: S52 0790 og netfangið er seal@islandia.is. VSV VERA • 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.