Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 13

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 13
KARLAR Á N Ý R R I Q L D Karlmerrn á nýrri öld — karlmenn, hvað er nú það? Hugleiðingar um karlmenn, feminisma, foreldraorlof og konur. hefur ekkert með kynjaeðli að gera. Karlar gætu bætt úr þessu með því að sækja inn í kvennastörfm í ríkari mæli en nú en það virðist því miður ætla að verða afar hæg- fara þróun. Félag íslenskra leikskólakennara hefur verið með átak í að fjölga karlkyns leikskólakennurum undir yfirskriftinni „Verður þú ímynd karlmennskunnar á næstu öld?“ Átakið hefur haft áhrif en því miður er aðeins einn karlmaður sem hefur hafið nám í greininni beinlínis vegna átaksins. Ég tel þó að átakið hafi einnig óbein áhrif, eins og þau að sýna fram á að karlar geti líka sinnt þessum störfum. Algengt er talið að karlar sinni ekki, geti ekki sinnt og/eða vilji ekki sinna heimilis- störfum. Ymsar rannsóknir benda til þess að það sé einhver fótur fyrir þessu þar sem konur sinna heimilinu meira en karlar. Aft- ur á móti eru karlar farnir að vinna heim- ilisstörf í ríkari mæli en áður og má sjá kynslóðamun á því enda eru margir karlar farnir að segja að þeir vilji sinna heimilinu meira en feður þeirra gerðu. Ég minntist líka á að atvinnurekendur væru farnir að taka eftir því að karlar séu ekki eins fúsir til að vinna yfirvinnu og áður. En jafnvel þó þeir séu farnir að sinna heimilinu frekar þá er þeim ekki treyst fyllilega fyrir heimilis- verkunum. Yfirleitt hafa þeir líka aðeins ákveðin verk í sínum höndum sem eru fyr- irfram skilgreind, eins og að vaska upp einu sinni á dag og ryksuga einu sinni í viku. Konurnar fara aftur á móti enn með heildarskipulagið og skilgreina um leið heimilisverk karla. Þannig er körlum oft ekki treyst fyrir heildarskipulaginu jafnvel þó þeir séu fullir vilja. Einnig er körlum ekki treyst fyrir öllum verkum og sýna rannsóknir að yfirleitt sé körlum ekki treyst fyrir þvottum. Engu breytir þó þeir hafi áður sinnt þessu mikilvæga heimilisverki. Sjómenn eru þó undantekning frá þessari reglu þar sem þeir þurfa sjálfir að þvo föt- in sín úti á sjó og taka yfirleitt ekki annað í mál en að þeir geri það líka í landi. Rétt er að taka fram að þeir karlar eru þó enn til sem reyna að komast hjá því að vinna þessi verk en þeim fer samt fækkandi þó það hafi tekið langan tíma. Áfram strákar! Með nýju fæðingarorlofslögunum viður- kenna stjórnvöld að karlar eru jafnhæfir konum til þess að sinna ungabörnum og fyrst það er mögulegt þá lrljóta karlar einnig að geta sinnt heimilisverkunum enda ekki eins flókin fyrirbæri og nýfætt barn er. Fyrir mér er þetta stórkostlegt skref í átt að jafnréttissamfélagi bæði hvað varð- ar þessa viðurkenningu svo og það að nú verða karlar jafn „óáreiðanlegir" starfs- menn og konur þar sem þeir geta þurft að hverfa frá vinnumarkaðnum svo mánuðum skiptir. Hér er svo komið kærkomið tæki- færi fyrir karla að mynda frekari tengsl við börnin sín og fjölskyldu. Árið 1993 taldi 75% karla sig ekki hafa nægan tíma með börnum sínum (Sigrún Júlíusdóttir 1993). Þannig að ég vona að flestir karlar séu mér sammála. Þá er það bara að nýta sér þessi nýfengnu réttindi og sýna fram á að við eigum skilið að fá þessi góðu lög. Nú er heldur ekki hægt að skýla sér á bak við launatap enda fáum við 80% af launum okkar greidd í orlofmu. Heimildir: SlGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR 1993. Den kapabla familjen I dct islandska samhöllct. Göteborg og Reykjavík: Göteborgs universitet. Þorgerður Einarsdóttir 1998. Gegnum súrt og sœtt: um íslenska karla í fœðingarorlofi. Reykjavík: Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar. Við í Bríeti höfum oft verið spurð- ar að því hvað okkur fmnist eiginlega um karlmenn. Karlmenn hafa spurt hvort við ætl- um ekki að segja eða skrifa eitthvað um karla, eins og við höfum gert um réttindi kvenna. Af ákveðnu fjölmiðlafólki höfum við verið spurðar hvort við tölum ekki bara um karl- menn á fundum (sukk). Það er alltaf annað- hvort-eða! Karlmönnunum svörum við með því að við höfum nóg með konur og að ef að þeir beri hag sinn eitthvað fyrir brjósti og sjái að einhverju þurfi að breyta þá skulum við gefa góð ráð við stofnun þeirra félags. Fjöl- miðlafólkinu svörum við með því að við töl- urn satt best að segja voða lítið um karlmenn. Afhverju í andsk... ættu karlmenn líka að koma okkur við? Jú, málið er það að jafnrétt- isbaráttan er að breytast og er í sjálfu sér að verða jafnari með þátttöku beggja kynja. All- ir geta verið sammála um að það er engin jafnréttisbarátta kynjanna með aðeins öðru kyninu. Karlmenn eru kannski byrjaðir að sjá að eitthvað er ekki rétt, en vita kannski ekki alveg hvar á að byrja. Þar kemur áralöng reynsla feminisma inní málið (og vonandi rúm tveggja ára reynsla Bríetar). Því er það mér mikil ánægja að fá tækifæri til að tjá mig aðeins um karlmenn í þessu greinarkorni. Stutt er síðan karlmennskuumræðan fór af stað og er hún enn í mótun, svo enn er langt í land. Karlmenn verða að þróa kenningar til að fmna sinn baráttugrundvöll þar sem þeir geta barist fyrir sínum efnislegu málefnum. En hvað eru eiginlega karlmenn í dag? Karl- menn á nýrri öld eru nefnilega ekki bara Karlmenn lengur með stóru K-i. Ríkisvaldið hefur viðurkennt það með því að þurfa að breyta lögum til handa körlum með hinu margumtalaða feðraorlofi. En samfélagið hef- ur ekki verið eins tilbúið að viðurkenna að karlmenn eigi að vera meira inni á heimilinu. Það má segja að þessi feðraorlofsumræða, sem hefur aðallega verið á milli lögfræði- nema, ljósmæðra og sjálfstæðisfólks, snúist ekki um kjarna málsins, þ.e. KARLMENN. Hún snýst frekar um frelsi einstaklingsins, skattana, samþykktir á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, mikilvægi þess að móðirin verði að vera með barni sínu rnarga mánuði eftir fæðingu, hvernig fyrirtæki bregðast við þessu, einstæðar mæður... o.s.frv. Semsagt umræðan er um allt nema það að karlmenn þurft að byrja að berjast og breyta lögum til að jafnrétti kynjanna geti endanlega orðið að veruleika, þ.e.a.s. svo að JAFNréttisbaráttan beri nafn sitt með rentu. Mér finnst sú umræða sem hefur verið í gangi í blöðunum um þetta mál oft endur- VERA • 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.