Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 65
K Q N U B
L Q G E R ƣL
Brynhildur G. Flóvenz
Sameiginleg forsjá
Með núgildandi barnalögum, sem eru frá 1992, var lögfest heimild fyrir foreldra til aó fara
sameiginlega með forsjá barna sinna við skilnað eða sambúðarslit. Þessi tilhögun á líklega
rætur að rekja til þeirra breytinga sem hafa orðið á stöðu kynjanna á undanförnum
áratugum. Karlar hafa í auknum mæli komið að uppeldi barna sinna og þvi eðlilegt að
þeir vilji hafa eitthvað um uppeldi þeirra að segja þrátt fyrir skilnað við móður barnsins.
Enda þótt það sé því miður ennþá alltof algengt að feður skilji við
börn sín þegar þeir skilja við mæður þeirra finnast þó fleiri karlar
nú en áður sem eru tilbúnir að taka ábyrgð á börnum sínum eða
vilja hafa við þau samneyti. Við skilnað getur hagað þannig til að
foreldrarnir vilji bæði hafa forjsá barns eða barna en vilja þó ekki
fara í forsjárdeilu og þá getur sameiginleg forsjá verið góður kost-
ur, þ.e.a.s. ef samband þeirra er þannig að þau geti án stórátaka
annast barnið sameiginlega.
Hér á landi er það skilyrði fyrir sameiginlegri forsjá að foreldr-
arnir séu sammála um að svo skuli verða. Sé annað hvort þeirra á
móti þeirri skipan þá verður hún ekki. Akveði annað foreldrið síð-
ar að draga til baka samþykki sitt verður hitt að una því. Hugsun-
in þar að baki er eflaust sú að foreldrar sem ekki eru einu sinni
sammála um að annast barnið sameiginlega geti varla gert það
vandræðalaust. Forsjá annars foreldris er enn sem komið er al-
gengasta form forsjár hér á landi en sameiginlega forsjáin vinnur
þó á. í Svíþjóð og Danmörku er sameiginlega forsjáin hins vegar
meginreglan og þarf mikið til að svo sé ekki.
Þegar samið er um sameiginlega forsjá þarf að taka ákvörðun
um hjá hvoru foreldrinu barnið á að eiga lögheimili og hafa bú-
setu. Það foreldri sem barnið býr ekki hjá er meðlagsskylt. Það for-
eldri sem barnið býr hjá á jafnframt rétt á mæðra- eða feðralaun-
um, barnabótum og öðrum opinberum greiðslum sem kunna að
tengjast barninu. Ef foreldrar ná ekki samkomulagi um meðlags-
greiðslur er ekki lengur forsenda fyrir sameiginlegri forsjá.
Sameiginleg forsjá felur í sér að bæði faðir og móðir þurfa að
vera sammála um allar meiriháttar ákvarðanir sem varða barnið,
svo sem í hvaða skóla það gengur, hvernig fjármálum þess skuli
háttað, hvernig það ver fríum sínum, hvort það stundi tilteknar
tómstundir, hvert það flytur o.s.frv. Minniháttar ákvarðanir, þ.e.
daglegar ákvarðanir, tekur það foreldri sem barn býr hjá.
Fari foreldrar í sambúð eða gangi í hjúskap að nýju, verður for-
sjáin einnig hjá stjúpforeldri. Gangi bæði í hjúskap eða fari í sam-
búð geta forsjáraðilar því orðið fjórir. Hugmyndin með sameigin-
legri forsjá var auðvitað fyrst og fremst að gera barni kleift að
halda góðu sambandi við bæði föður sína og móður eftir skilnað
þeirra eða sambúðarslit. En eins og svo oft þá eru tvær hliðar á
málinu.
Svo virðist, samkvæmt sænskum og fmnskum rannsóknum, að
eftir að sameiginlega forsjáin var tekin upp búi fleiri börn hjá
mæðrum sínum en áður. Það er sem sé eins og ábyrgðin og skyld-
an sé í auknum mæli hjá mæðrunum, þ.e. hin daglega umönnun,
vinnan í kringum barnið, en réttindin hjá feðrunum. Þannig virð-
ist meginreglan vera sú að við skilnað eða sambúðarslist hafi for-
eldrarnir sameiginlega forsjá og barnið búi hjá móður.
Mikilvægt er fyrir konur að þær hugsi málið vel þegar ákvörð-
un er tekin um sameiginlega forsjá. Eru þær tilbúnar að eiga svo
mikið samneyti við sinn fyrrverandi eins og sameiginleg forsjá
krefst? Eru þær tilbúnar að geta ekki flutt, t.d. í annað byggðarlag,
eða farið í nám til útlanda án þess að hann veiti samþykki sitt?
Gera þær sér grein fyrir því að það er ekkert sem bannar honum
að flytja burtu?Var ofbeldi í sambandinu fyrir skilnað? Ef svo er þá
er sameiginleg forsjá í mörgum tilfellum framlenging á ofbeldinu.
Eg hef nefnt hér helstu atriði er varða sameiginlega
forsjá, en í stuttum pistli eins og þessum er ekki mögu-
legt að fara djúpt ofan í málið. Vakni hins vegar ein-
hverjar spurningar hjá lesendum þá er velkomið að
senda fyrirspurn til VERU og mun ég reyna að svara
þeim í næsta blaði.
G 5
VERA •