Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 53

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 53
A U Ð U R. i k r a f t i k y e D D a eru ekki síst innri hindranir kvenna sem koma í veg fyrir að þær taki þátt. Þær hafa meiri ábyrgðartilfmningu og þar af leið- andi meiri áhættufælni. Þær axla líka það mikla ábyrgð á því að til sé þak yfir höfuð- ið og matur handa bónda og börnum að það að veðsetja heimili sitt, sem oft þarf til til þess að stofna fyrirtæki, eða taka lán og geta kannski ekki staðið 1 skilum vex kon- um meira í augum. Eg veit ekki af hverju munurinn er meiri á íslandi. Ég vildi að ég gæti svarað því. Ég veit alla vega að ég sætti mig ekki við það. Ég sætti mig ekki við stöðuna fyrr en við náum sama árangri og konur í Evrópu og Bandaríkjunum.” Stundum er talað um að karlarnir hér á landi taki of mikla úhœttu, fari af stað með miklum lótum, taki stór lón og svo fari allt á hausinn... „Þetta er gagnrýni sem kemur oft fram á nýsköpun. Imynd frumkvöðla á Islandi er að mínu mati mjög röng. Hún er sú að frumkvöðlar kosti okkur mikið, að það sé tómt vesen á þeim og að þeir séu alltaf að fara á hausinn og gera tóma vitleysu. Rann- sóknir sýna okkur hins vegar að nýsköpun hefur bein jákvæð áhrif á hagvöxt þjóða. Það að fyrirtæki lifi lengur er auðvitað já- kvæðara, en nýsköpun ein og sér hefur já- kvæð áhrif á hagvöxt. Þurfum að hugsa stærra Ég er ekki að mæla með flottræfilshætti en það er staðreynd að þeir karlar sem taka af skarið gera það strax af stórhug. Þannig fyrirtæki geta vaxið. Sum þeirra ganga ekki, en þau sem vaxa skapa það mikla vinnu og það mikið af tekjum að það ger- ir öll hin þess virði líka. Konur þurfa að hugsa svona, í stað þess að hugsa alltaf: „Ég ætla að gera þetta úr eldhúsinu eða bíl- skúrnum hjá mér næstu tíu árin og svo kannski tek ég næsta skref." Getur ekki verið að konur vanti sjálfstraust? „Jú, það liöfum við heyrt víða. Það er ekki spurning í okkar huga að það er ekki nein líffræðileg ástæða fyrir því að konur taka minni þátt í atvinnusköpun. Astæða þess er örugglega félagsleg. Það er einmitt þess vegna sem við ákváðum að hafa tvo þætti sem snúa eingöngu að ungu stelpun- um. Það er „Dæturnar með í vinnuna” og .,FramtíðarAUÐUR“. Við trúum því að ef við ætlum að ná árangri til langs tíma verðum við að byrja á þeim sem eru ekki búnar að fá það inn í höfuðið að þær geti ekki gert jafn vel eða að þær geti ekki gert jafn stóra eða jafn frábæra hluti og strák- arnir. „Dæturnar með í vinnuna" hefur er- lenda fyrirmynd. Ef strákarnir fara með á sama degi þá fara stelpurnar í skuggann. Þær þora ekki að spyrja því strákarnir eru alltaf fyrri til að bjóða sig fram í það. Frumkvæðið virðist vera sterkara hjá þeim. Ég held að að mörgu leyti séu það félags- legar ímyndir. Alveg frá því að stelpur og strákar eru lítil eru ákveðnir hlutir sagðir við þau. Mjög ákveðin kona hefur t.d. kall- ast frekja og það er ekkert jákvætt en frek- ur maður er kallaður ákveðinn og það er jákvætt." Þetta er þá kannski ástœðan fyrir því að það þarf að halda sérstök námskeið fyrir konur? „Stærsta ástæðan er sú að við höfum fordæmi fyrir því að það þarf. Háskólinn í Reykjavík og Nýsköpunarsjóður hafa stað- ið að verkefni sem heitir Nýsköpun '99 og svo Nýsköpun 2000. Ég veit ekki hver pró- sentan var 2000 en 1999 voru konur 30% og karlar 7 0% þátttakenda. Karlar voru í yf- irgnæfandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í námskeiðunum sem voru þó frí og opin öllum. Það sama gerðist 2000. Karlar voru í miklum meirihluta þeirra sem komu og nýttu sér þá fríu þekkingu sem þarna var í boði.“ Imynd stjórnenda hefur löngum verið tengd eigin- leikum sem gjarnan eru eignaðir körlum, eins og að vera harður, ákveðinn, föðurlegur. Eru ekki þeir eiginleikar sem hafa verið tengdir við konur að verða eftirsóknarverðari hjá stjórnendum? „Ekki spurning og þess vegna er þetta svo góður tími fyrir konur að blómstra. I því sem er kallaður hinn nýi skóli starfs- mannastjórnunar eru eiginleikar kvenna að koma sterkir inn. Það er nýr lærdómur fyrir okkur. Við höfum lært að þessi harða agastjórnun skilar ekki sama árangri í þekk- ingarþjóðfélaginu í dag.Við þurfurn að búa til umhverfi þar sem fólk vill vera, þar sem fólk fær að blómstra, þar sem er verið að þróa einstaklinginn og láta hann vaxa í starfi. Konum hefur verið þetta mjög eigin- legt. Ég hef samt alla tíð verið svolítið á móti því að segja „konur eru svona“ eða „karlar eru svona" og segja að konur séu betri í þessu og karlar séu betri í hinu. Ætla að fylgjast með árangrinum Ég held að bæði konur og karlar hafx eigin- leika sem eru mjög góðir og mikilvægir og Markmið AUÐS í krafti kvenna er að fjölga fyrirtækjum í eigu kvenna, að auka hagvöxt og að meira fjármagni verði veitt til fyrirtækja kvenna. við eigum að læra af hvort öðru. Ég hef t.d. oft verið sökuð um að vera meiri karl í mér heldur en kona. Kannski hefur það gert það að verkum að ég hef aldrei litið svo á að það væri eittlivað sem ég gæti ekki gert. En ég held að ég sé í minnihlutahóp hvað það varðar.“ Konur þurfa kannski enn á því að halda að syngja þetta sem var sungið á Kvennafrídaginn 1975: „Já, ég þori, vil og get! “? „Já, nákvæmlega. Það getur vel verið að það sé það sem konur þurfa á að halda. Að vissu leyti erum við að segja það við kon- urnar á námskeiðunum. Sjálfsstyrkingin felst í því að auka hæfni sína og í því að vera í liópi annarra sem: „þora, vilja og geta“. Ég held að ein ástæða þess að þetta gengur svona hægt lijá okkur á Islandi sé sú að við höfum ekki haft margar fyrir- myndir. Fyrirmyndirnir eru, því miður, mjög fáar. Þeim fer fjölgandi en því miður er ákaflega erfitt að finna konur sem geta komið og talað við konurnar og sagt sína sögu. Við höfum verið að leita að konum sem liafa búið til fyrirtæki úr engu, ekki erft það eða gifst inn í það, heldur búið til fyrirtæki frá grunni, eins og Kári Stefáns- son hefur gert með Islenska erfðagreiningu og strákarnir 1 OZ gerðu, Islandssími, ég get nefnt ótal strákafyrirtæki sem hafa bara orðið til úr engu. En því miður þá eru þau færri á kvennahliðinni og þá oft minni í sniðum." Ef konur vantar sjálfstraust og árœði til að fara út í fyrirtœkjarekstur er þá aðferð ykkar til þess að breyta Jtví fyrst og fremst sú að auka jtekkingu þeirra? „Já, að auka sjálfstraust þeirra með því að veita þeim þekkingu til þess að þær geti staðið jafnfætis hverjum senr er, t.d. við að biðja um lán, gera rekstraráætlun fyrir fyr- irtækið frá a—ö, geta skoðað markaðslega VER A • 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.