Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 50
Fleiri konur
í stjórnendastöður
Eimskipafélag íslands hcfur vakið athygli fyrir
markvisst starf í jafnréttismálum innan fyrirtækisins
og fékk m.a. viðurkenningu frá Jafnréttisráði sl.
haust fyrir góðan árangur. Starfsemi fyrirtækisins
byggist á hefðbundnum karlastörfum á sjó og við
höfnina en í skrifstofustörfum hefur tekist að auka
hlut kvenna í stjórnunarstöðum verulega.
Hjördís Ásberg forstöðumaður starfsþróunardeildar
Eimskipafélagsins segir nánar frá.
„Þetta átak byrjaði árið 1993 en þá voru nánast engar konur í
stjórnunarstöðum á skrifstofum félagsins. Hlutfall kynjanna var
40% konur og 60% karlar og okkur fannst eðlilegt að svipað hlut-
fall væri í stjórnunarstöðunum. Félagið setti sér það markmið að
breyta þessu með ráðningum og tilfærslu kvenna í stjórnendastöð-
ur sem losnuðu. 1996 var svo samþykkt að stefnumarkandi við-
fangsefni hjá fyrirtækinu væri að fjölga konum í stjórnendastöð-
um um 10% á ári. Þessi markmið hafa skilað þeim árangri að nú
eru níu konur í stjórnendastöðum á skipuriti fyrirtækisins þar sem
var aðeins ein kona 1993. Stöðurnar eru 20 og hlutur kvenna er
því orðinn 45%. Með þessu starfi erum við líka að breyta fyrirtæk-
inu, það verður önnur menning þegar jafnræði ríkir á milli kynj-
anna,“ segir Hjördís.
Hún telur þetta verulegan áfanga í rétta átt og að eftirleikurinn
verði auðveldari eftir þetta. „Það er glerþak hjá okkur eins og í svo
mörgum fyrirtækjum. Enn hefur engin kona komist í toppstöð-
urnar sem eru sex stöður framkvæmdastjóra hinna ýmsu sviða og
forstjórastaðan. Við eigum þann slag eftir.“
Stelpurokk
Á geisladisknum Stelpurokk
eru tuttugu úrvals lög flutt af
íslenskum konum, m.a. lög
með öllum kvennarokkhljóm-
sveitum sem starfað hafa hér
á landi.
Ef þú útvegar nýjan
áskrifanda að VERU færðu
geisladiskinn að gjöf!
Hafðu samband í síma 552 2188 í byrjun ágúst og við
sendum þér diskinn um hæl.
Hjördís var fyrsta konan sem komst í stjórnendastöðu á skipuriti
félagsins. Hún vann hjá fyrirtækinu 1986 til 1988 sem forstöðu-
maður fjárreiðudeildar og byrjaði svo aftur 1991 sem forstöðu-
maður gæðamála en tók við starfsþróunardeildinni 1992. í þeirri
deild vinna hátt í 30 manns og undir hana heyra fræðslumál,
launavinnsla, mannaráðningar, húsnæðismál, mötuneyti, skrif-
stofurekstur, innkaup o.fl.
Vegna eðlis fyrirtækisins segir Hjördís að konur fáist mun síð- j
ur í ýmsar deildir, t.d. skiparekstur og flutningastarfsemi á hafnar-
svæðinu. Þó að stjórnunarstöður á þessu sviði séu auglýstar sæki
engin kona um.
„Um nokkurra ára skeið höfum við tekið það fram í atvinnu-
auglýsingum að konur séu sérstakega hvattar til að sækja um og ég
býst við að það hafi haft hvetjandi áhrif. Við höfum náð mestum
árangri á sviði fjármála, í hagdeildum og á kynningarsviði. Al-
gengast er að konur séu með viðskiptafræðimenntun, eins og
stærstur hópur stjórnenda, en þær hafa líka unnið sig upp innan
fyrirtækisins. Nokkrir karlar í hópi stjórnenda eru verkfræðingar
en engin kona með slíka menntun er nú í stjórnunarstarfi."
Þegar Hjördís er spurð um jafnréttisáætlun segir hún að hún
felist í markmiðum og áherslum sem sett hafa verið fram á þessu
sviði til að leggja áherslu á jafna stöðu og jafnan rétt karla og
kvenna samkvæmt skilgreiningu laga frá Alþingi um jafnrétti á
vinnustað.
„Nú er t.d. lögð áhersla á að auka sveigjanlegan vinnutíma sem
skiptir miklu máli fyrir fólk með börn, ekki síst konur. Liður í því
átaki er að félagið hefur útvegað öllum tölvur til eignar heima hjá
sér og er þar um að ræða 740 starfsmenn. Með þessu móti getur
fólk unnið meira heima ef á þarf að halda, t.d. ef það þarf að fara
heim vegna barna eða á eftir að ljúka verkefnum yfir helgi. I
fyrirtækinu er líka lögð mikil áhersla á starfsþróun og hér er rek-
in öflug fræðsludeild þar sem boðið er upp á fjölbreytt námskeið
bæði sem tengjast starfmu og einnig mannlegum samskiptum.Við
höfum t.d. boðið stjórnendum og mökum þeirra námskeið um
samskipti og fjölskyldulíf í nútímasamfélagi og hafa þau verið
mjög vinsæl. Fólk metur það mjög mikils að fá tækifæri til að þróa
sig í starfi og læra meira,” segir Hjördís Asberg.
EÞ
50 • VERA