Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 14
L A R
N í B B
Q L D
Riddarinn á hvíta hcstinum
K A BL
spegla ríkjandi eðlislægar hugmyndir um
karlmenn og það er eins og fólki þyki það
undarlegt að karlar þurfi lagalegar breytingar
til að jafna stöðu sína og fá ákveðin réttindi.
Karlmenn eiga því örugglega erfitt með að
brjótast undan eðlishyggjuhugmyndum um
kyn sitt, vegna þess að samfélagið álítur enn
að „karlmenn séu bara Karlmenn" sem þurfa
ekki á jafnréttisbaráttu og reynslu feminism-
ans að halda. En lagabreytingar eru oft fyrsta
skrefið í áttina við að brjóta glervegginn milli
kynjanna. Eins og sjá má á lögunum sem
John Stuart Mill segir frá í bók sinni Kúgun
kvenna árið 1869, þá voru börnin karlsins
eign. Þó svo að karlinn dæi þá tryggði það
ekki konum forsjá yfir börnum sínum, nema
ef eiginmaður hennar hefði gert ráðstafanir
til þess. Mill taldi að lögunum þyrfti að
breyta til að annað kynið yrði ekki útilokað
frá því sem hitt hefur, og með réttu þar sem
lög þess tíma voru hrein og klár mannrétt-
indabrot. Nú álítur samfélagið að börnin
ættu að vera meira undir forsjá kvenna, og
eru ekki alveg tilbúin að viðurkenna rétt karl-
manna til jafn langs og jafn sjálfsagðs for-
eldraorlofs og konur hafa fengið hingað til.
Það þarf þó greinilega meira til en lagabók-
staf í þessu tilfelli til að breyta hugarfari fólks,
en að mínu mati er breyting á foreldraorlof-
inu löngu tímabær og kemur í raun sorglega
seint hér á klakanum, miðað við það hvað
við höldum að við séum æðislega trendý og
nútímaleg þjóð.
Mér brá samt pínu þegar ég heyrði að for-
maður Karlanefndar Jafnréttisráðs segir að
„nú sjá karlar sér loksins hag í því að taka
feðraorlof ‘ þegar lagabókstafnum hafði loks-
ins verið breytt. Eg verð samt að segja að það
lá við að ég væri farin að óttast að vera kom-
in yfir barneignaraldurinn þegar ég, konan,
sæi mér loksins fært að eignast sjálf börnin.
Ekki ætlaði ég að sjá um þetta ein í marga
mánuði og missa þar með af launauppbót
og/eða stöðuhækkun í fyrirtækinu. Nú sjá
semsagt ekki bara karlar sér hag í því að fjölga
mannkyninu heldur geta konur eins og ég nú
loksins séð sér fært að fæða börn í þennan
nýja heim foreldraorlofs.
Sagt er að tímarnir breytist og mennirn-
ir/konurnar með, en hver breytir tímanum?
Mennirnir/konurnar hljóta að verða að gera
það og því eru lagabreytingar nauðsynlegar
svo að hugarfarsbreyting geti átt sér stað. Ég
skora því á alla sem málið varðar að drífa í
þessu, fara alla leið, bæði með lögum og með
því að breyta hugarfari fólks. Það gerist ekk-
ert með kynslóðaskiptum, eins og ráðamenn
þjóðarinnar tyggja á, ó nei, það gerist hér og
nú annars neita ég að framleiða nýja kynslóð!
Hólmfríður Anna Baldursdóttir,
félagi í Bríeti
Karlafræði og karlhlutverk
Síðasta áratug hefur hið allsráðandi augna-
ráð karlmannsins beinst að áður órannsök-
uðu sviði - að sjálfum sér. Karlmenn hafa
tekið áskorun femínista og hafið sína eigin
rannsókn á viðvarandi kynjamisrétti. Við-
brögð femínista við þessum aukna áhuga
karlmanna hafa verið misjöfn. Sumar hafa
litið hin nýju karlafræði hýru auga og boð-
ið nýju bræðurna velkomna í baráttuna, en
aðrar hafa litið á karlafræðin sem enn eina
tilraun feðraveldisins til að ráðast inn í og
smám saman taka yfir uppreisn kvenna.
Hafa báðar fylkingar femínista hér eitthvað
til síns máls en því er ekki hægt að neita að
kynslóð fræðimanna innan karlafræðinnar,
sem nú hefur vaxið úr grasi, hefur haft
margt gott fram að færa og hafa kenningar
þeirra reynst kvennahreyfmgunni vel.
Eitt af því sem karlafræðin hafa bent á er
að það hlutverk sem núverandi samfélags-
gerð úthlutar karlmönnum er alveg eins
heftandi og það hlutverk sem konum er
gefið. Karlar þurfa að uppfylla eins mörg
steríótýpísk hlutverk og konur ef þeir eiga
að hljóta náð fyrir augum samfélagsins.
Menning okkar hefur ákveðna ímynd af
Karlmanninum og hlutverki hans. Karlar
þurfa að uppfylla þessa ímynd til að vera
karlmannlegir. Fæstir karlmenn passa hins
vegar inn í þetta hlutverk. Alvöru karlmenn
eru greinilega ímyndaðar persónur, eins og
kvikmyndapersónur Humphrey Bogarts,
John Waynes, Sylvester Stallones og Cary
Grants.
Karlmenn í ástar- og njósnasögum
Samfélagið heldur uppi stöðugum áróðri
til að viðhalda núverandi stöðu kynjanna.
Þessi áróður birtist skýrast í því sem fræði-
menn vilja kalla lágmenningu eða afþrey-
ingarmenningu. Afþreyingarmenningin er
ekki í miklum metum innan vestræns sam-
félags. Við höfum tilhneigingu til að skipta
menningu okkar niður í há- og lágmenn-
ingu. Hámenninguna teljum við vera Listir
og Bókmenntir. Bókmenntir skapa nýja
orðræðu og sprengja upp reglur samfé-
lagsins og setja þær saman á nýjan og
frumlegan hátt. Hámenningu hefur verið
lýst sem svo að hún standi fyrir utan
menningu og sé menn-
ingarskapandi. Lágmenn-
inguna eða afþreyingar-
menninguna teljum við
hins vegar ekki skapa
neitt nýtt. Hún er aðeins
málpípa samfélagsins sem
viðheldur hefðum þess
og reglum og kennir okk-
ur að uppfylla ímynd
æskilegrar karlmennsku
og kvenleika.
En hver er karlmennsk-
an sem afþreyingarmenn-
ingin sýnir okkur aftur og
aftur? Afþreyingarmenn-
ingunni hefur löngum
verið skipt í tvennt - í
kvennabækur og karla-
bækur. Kvennabækurnar
eru auðvitað ástarsögurn-
ar í öllu sínu veldi en karlabækurnar eru
vísindaskáldsögurnar, njósnasögurnar og
kúrekabækurnar. Nú getum við ímyndað
okkur að karlmennskan sem birtist í þess-
um tveimur afkimum menningarinnar sé
mismunandi. Þegar allt kemur til alls heyr-
um við í sífellu kvartanir kvenna sem vilja
að karlmenn séu menn tíunda áratugarins -
mjúkir og tilfmningaríkir. Væri þá ekki
hægt að staðhæfa að karlhetja ástarsögunn-
ar sé mýkri en karlhetja njósnasögunnar
þar sem ástarsögur eru skrifaðar af konum
fyrir konur? Athugum þetta nánar.
Formúla ástarsögunnar er einföld. Kyn-
ferðislega óreynd kona liittir karl sem er
eldri, ríkari og hærra settur í samfélagsstig-
anum. Hún sýnir honum engan áhuga því
að það myndi grafa undan sakleysi hennar.
Saklausar blómarósir hafa nefnilega engan
áhuga á peningum og því má hún ekki vilj-
andi verða ástfangin af ríku karlhetjunni.
Karlhetjan hefur að sama skapi engan
áhuga á kvenhetjunni. Hann hefur líklegast
orðið fyrir miklum vonbrigðum í ást fyrr á
ævinni sem hefur sýrt hann gegn öllum
konum þar á eftir. Eftir mikil vandræði og
misskilning milli parsins sannar hið greini-
lega sakleysi kvenhetjunnar fyrir karlhetj-
unni að hann hefur haft rangt fyrir sér um
kvenkynið og framrás sannrar ástar verður
14 • VERA
Brynhildur H. Ómarsdóttir