Vera - 01.04.2001, Page 6
Hvað er
femínismi?
Margrét Ásgeirsdóttir:
Kvenréttindabarátta sem á fullan rétt á
sér í nútímaþjóðfélagi.
Guðjón Sigurðsson:
Ja, hvað skal segja? Jú, femínismi er
eitthvað kvenlegt.
Margrét Karlsdóttir:
Kvenleg, sexý og sjálfstæS kona.
Katrín Ólafsdóttir:
RauSsokkur - konur með svipu sem
berja karlana sína.
Sverrir Orn Arnarson:
Femínismi birtist mér sem öfgafullar
kvenréttindakonur...Bríeturnar og „A túr".
Arngrímur Orri Friðriksson:
Konur, órakaðar undir höndunum.
Auðunn Lár:
Konur sem reyna ekki að þóknast hinu
kyninu, þ.e.a.s. karlmönnum.
Sigríður Þórsdóttir:
Ég bara veit það ekki.
Smælki
Kvennadynaja í
japanska þinginu
Japanir þykja alla jafna fremur íhaldssamir
að eðlisfari en nú hefur stjórn og stjórnar-
andstaða landsins náð samstöðu um
ákvarðanir er lúta að bættum hag þing-
kvenna. Nýverið var opnuð setustofa í
neðri deild þingsins eingöngu ætluð þing-
konum og starfskonum japanska þingsins.
Tilgangurinn með opnun kvennastofunnar
er að gefa starfskonum þingsins kost á
hvfld og afdrepi til að sinna málefnum
fjarri starfsbræðrum sínum. Fyrr á þessu
ári gengu jafnframt í gildi lög sem heimila
japönskum þingkonum að fara í barns-
burðarleyfi.
Nýverið hlaut fyrsta japanska konan
embætti utanríkisráðherra en hún er dóttir
fyrrverandi forseta landsins. Fimm af
sautján ráðherrum í japönsku ríkisstjórn-
inni eru konur og hafa þær aldrei verið
fleiri.
Tvær konur ó
Jórdaníuþingi
Fyrsta kona sem vermdi stól þingkvenna í
lórdaníu erTujan Feysal. Feysal náði kjöri
árið 1989, í fyrstu þingkosningum lands-
ins. f mars sl. náði önnur kona kjöri á þing
landsins í fjórðu umferð atkvæðagreiðsl-
unnar. Sú heitir Noha Maayta, er á sex-
tugsaldri og sagður mikill femínisti.
Fyrstu íslensku
síökkviliðskonurnar
Um fjörutíu einstaklingar sóttu nýverið um
stöðu slökkviliðsliðsmanna. Að venju var
hópurinn sendur í þrekpróf og viðtöl. Eftir
sigtun sátu 10 einstaklingar eftir. Tvær kon-
ur voru í hópnum, þær Hafdís Björk Al-
bertsdóttir og Heiða Ingadóttir. Stóðust
þær allar kröfur og eru þar með fyrstu ís-
lensku slökkviliðskonurnar. Vera óskar þeim
til hamingju með glæsilegan árangur!
6