Vera - 01.04.2001, Qupperneq 14
Eftir Lindu Biöndal Myndir: Þórdís Ágústsdóttir
Úr Ráðhúsi Reykjavíkur
1 ' 1
■
B' ' ;
i
gb m 1 - i *
Anna Kristín Ólafsdóttir tók nýlega við starfi
aðstoðarkonu borgarstjóra. Hún er stjórn-
málafræðingur að mennt og er ný flutt heim
frá Bandaríkjunum þar sem hluti fjölskyldunnar dvel-
ur enn. Anna Kristín lauk þar nýlega MPA námi í op-
inberri stjórnsýslu frá Robert M. La Follette School of
Public Affairs í Wisconsin en að því loknu starfaði
hún fyrir ríkisendurskoðun Wisconsinþings að úttekt-
um á stjórnsýslueiningum svæðisins, þjónustustigi
þeirra og árangri.
Hér er á ferð Kvennalistakona og stuðningskona
Reykjavíkurlistans en stjórnmálaafskiptin urðu upp-
hafið að kynnum hennar og Ingibjargar Sólrúnar. Vert
er að segja frá því að um tvítugt stundaði Anna Krist-
ín nám f virtum kvennaháskóla í Massachusetts,
Wellesley College, en meðal annarra útskriftarnema
skólans eru sómakonurnar Madeleine Albright og
Hillary Clinton. Veru þótti því freistandi að spyrja
Önnu Kristínu stuttlega hvernig íslenskt samfélag og
staða kvenna hér á landi komi henni fyrir sjónir eftir
fimm ára dvöl vestra, m.a. í Madisonborg sem er
framarlega í baráttu fyrir mannréttindum og skartar
þeirri háskólastofnun sem varð fyrst til að setja á fót
rannsóknarstofu í kvennafræðum. Sýn hennar á „kyn-
lífsbyltingu" borgarinnar, Ráðhúsið f dag og hug-
myndir hennar um starf sitt sem nánasta samstarfs-
kona Ingibjargar Sólrúnar bar m.a. á góma í Veru-
spjalli.
Breytt Róðhús
„Reykjavíkurborg er spennandi viðfangsefni og vil ég
nefna sérstaklega verkefni sem snúa að jafnréttismál-
um, málefnum barna og unglinga og umhverfismál-
um. Þar vil ég persónulega beita mér meira. Starf mitt
er þó tvíþætt, annars vegar er ég pólitísk aðstoðar-
kona borgarstjóra en hins vegar vinn ég með öðrum
embættismönnum Ráðhússins. Áhrif mín í Ráðhús-
inu eru því skilyrt þeirri stöðu. Frá þeim tfma sem ég
fór út f nám hefur hins vegar orðið mikil breyting á
stöðu kvenna í stjórn borgarinnar og fjölmargar sterk-
ar konur hafið störf f Ráðhúsinu; margbreytilegar kon-
ur með völd og áhrif hafa bæst í hóp embættis- og
stjórnmálamanna hér. Það er því af sem áður var þeg-
ar forveri minn, Kristín A. Árnadóttir, var oft eina kon-
an ásamt ingibjörgu Sólrúnu á fjölmennum karla-
fundum," segir Anna Kristfn.
Gróf umfjöllun um konur óberandi
„Hvað varðar málefni kvenna á íslandi í dag hefur mér
komið í opna skjöldu hvað umfjöllun í fjölmiðlum er
orðin gróf gagnvart konum og kynferðismálum al-
mennt. Það er líkt og öll mörk hafi máðst út í hugum
fólks. Um það leyti sem ég fór í framhaldsnám bar
umræðan meðal margra ungra kvenna þess helst
merki að miklu kvenfrelsi væri nú þegar náð. Þeim
fannst þær geta leyft sér að vera allt sem þær vildu
og að vera mjög frjálsar. Ég hafði satt að segja tals-
verða trú á þessari þróun - því að nýjar kynslóðir
kvenna gætu mótað sér kvenímynd nákvæmlega eftir
sínu höfði. Nú velti ég því hins vegar fyrir mér hvort
það hafi raunverulega ræst úr eins og búist var við,
þ.e. að ekkert héldi aftur af okkur. Ég upplifi frekar
bakslag í kvennabaráttunni, þó það sé margtuggið og
raunalegt að lýsa því yfir. Konur, eins og þær birtast í
íslenskum fjölmiðlum í dag, sýnast ekki mjög frjálsar
í raun. Að vera með bert niður á nafla á annarri hverri
síðu dagblaðanna finnst mér ekki merki um neitt sér-
stakt frelsi einstaklingsins heldur frekar teikn um að
verið sé að misnota ákveðna ímynd af konum. Ég
hugsa að 13 ára dóttur minni, sem kemur brátt til
14