Vera


Vera - 01.04.2001, Síða 17

Vera - 01.04.2001, Síða 17
Einkadans virðist mun mikiivægari þóttur í starfsemi nektardansstaða hér á iandi en í öðrum löndum. Vændi á sér stað á íslandi eins og í öðrum löndum. Það var staðfest í skýrslunni Vœndi d íslandi og félagslegt umfiverfi sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið. í skýrslunni er vændi flokk- að í þrjá flokka, þ.e. nauðarvændi, vændi í heimahús- um og skipulagt vændi. Nauðarvændi tengist áfengis- og fíkniefnaneyslu þar sem dópsaiar eða eldri karlmenn selja aðgang að stúlkum og láta þær fá fíkniefni í staðinn. Vœndi í fieimafiúsum getur verið þannig að kona hafi nokkra fasta viðskiptavini til að drýgja tekjur sínar, einnig geta viðskipti farið fram á götunni, t.d. í nágrenni við nektardansstaði, og sfðan er farið heim eða á gistihús. Auglýsingar á símalínum, f dagblöðum eða á netinu er vinsæl leið til að koma á persónuleg- um viðskiptum með vændi og ein tegundin nefnist lúxusvændi og fer fram með milligöngu hótela. Skipulagt vændi getur líka farið fram í gegnum dag- blöð, símalínur og netið eða með milligöngu vændis- sala. f því tilviki getur vændiskonan verið í tilfinninga- legum tengslum við þann sem selur hana eða átt í slitróttu kynferðislegu sambandi við hann og vændis- salinn stundar oft viðskipti með fleiri en eina mann- eskju. Síðasti flokkur þess sem telst til skipulegs vændis er vændi innan nektardansstaða og að því verður nánar vikið hér á eftir. Vinsældlr nektardansstaðanna Þessi þróun hefur gerst mjög hratt hér á landi. Það eru ekki nema um sex ár síðan fyrsti nektardansstað- urinn opnaði, starfsemi símalína á sér svipað langa sögu og búðir með „erótískan" varning sömuleiðis. Vöxtur nektardansstaðanna varð það hraður að líkja má við æði, eins og oft vill verða hér á landi með nýj- ungar. Nektardansstaðir byggja tekjur sínar að lang- mestu leyti á einkadansi þar sem einum manni er seldur aðgangur að einni konu. Þetta fyrirbæri hefur að vonum vakið umræður, ekki síst vegna þess að einkadans virðist mun mikilvægari þáttur f starfsemi nektardansstaða hér á landi en í öðrum löndum. Fréttir hafa borist af himinháum upphæðum sem menn hafa eytt í einkadansklefunum og ekki skrýtið þótt almenningur velti fyrir sér hvað mennirnir séu eiginlega að borga fyrir. Svo algengt var að menn eyddu ríflega um efni fram að greiðslukortafyrirtækin sáu ástæðu til að setja hámark á upphæðir sem heimilt var að greiða með greiðslukortum á nektar- dansstöðum. íslenskir karlmenn virðast hafa tekið þessari nýj- ung í skemmtanalífinu fagnandi og æ fleiri tala um að hún sé bráðnauðsynleg vilji Reykjavík vera talin heimsborg. Eigendum nektardansstaða er hampað í virtum landkynningarblöðum, eins og lceland Review, og í DV var nýlega haft eftir einum þeirra að svona starfsemi sé lykilatriði í tengslum við erlendar ráð- stefnur, sé beinlfnis ein af kröfum þeirra sem velja borgirtil ráðstefnuhalds. Vændi það sama og kynlífsþjónusta? í íslenskum lögum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að hafa hagnað af vændi annarra. En hvað er vændi? Er það sama og kynlífsþjónusta? Kynlífsþjón- ustan sem fer fram í einkadansi nektardansstaðanna er augljós - en telst hún samt ekki ólögleg? Ekki er heldur farið dult með hvaða þjónusta er í boði á símalínunum og þær hafa aflað DV umtalsverðra tekna í gegnum árin. Skýrsla dómsmálaráðuneytisins varpar skýru Ijósi á margs konar vændisstarfsemi og kynlífsþjónustu og hlýtur að ýta við stjórnvöldum og alþingismönnum að grípa til aðgerða. Eða ætla þeir bara að fylgjast með því sem gert er á hinum Norðurlöndunum, eins og skilja mátti af orðum dómsmálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið eftir að vændisskýrslan kom út. Sala á konum f kynlífsþrældóm er vaxandi, alþjóð- legt vandamál og varla getur nokkur maður lengur talið sér trú um að sú starfsemi teygi ekki anga sína til íslands. Alþjóðlegar stofnanir, eins og Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, vinna af hörku gegn þessu ört vaxandi vandamáli og Evrópuráðið hvetur aðildarþjóðir sfnar til að grípa til samhæfðra aðgerða. Ríkisstjórn íslands hlýtur að bregðast við þeirri áskor- un og taka til sinna ráða. 17

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.