Vera


Vera - 01.04.2001, Page 19

Vera - 01.04.2001, Page 19
Þær höfðu unnið sér inn yfir 200.000 krónur í drykkjum og einkadansi en fengu aðeins 40.000 til 50.000 krónur útborgaðar. Hvert skyldu um 160.000 krónur hafa farið? sent heim til fjölskyldu sinnar. Foreldrar þeirra lifa við bág kjör, sum eru komin á eftirlaun en lff- eyriskerfið er hrunið og þau fá lít- ið sem ekkert í hendurnar. En fyrst þurfa þær að komast til íslands og það kostaði 800 dollara (um 80.000 krónur). Fargjaldið var fengið að láni hjá eiganda staðar- ins og er tekið af launum þeirra mánaðarlega. Sama er að segja um greiðsluna til umboðsmanns- ins úti, hann fær 50.000 krónur mánaðarlega fyrir að hafa útvegað þeim vinnuna. 40.000 til 50.000 krónur eftir mónaðarvinnu „Það er oft lítið að gera, t.d. á virkum dögum, og lítið upp úr kvöldinu að hafa, stundum einn til tveir drykkir, stundum ekkert. Við fáum 25% af andvirði drykkjanna sem okkur er boðið, en kokkteil- arnir kosta 3.000 - 5.000 krónur og kampavínsflöskur frá 9.000 upp í 40.000 krónur. Ef við náum f einka- dans fáum við 50% en fimm mín- útna einkadans kostar 4.000 krón- ur og fimmtán mínútur 10.000 krónur. Við skráum niður eftir kvöldið hvað við höfum unnið okk- ur inn og reynum að bera það saman við það sem okkur er greitt eftir mánuðinn. Við fáum ekkert í hendurnar eftir kvöldið en einstaka sinnum er okkur gefið þjórfé. Sem dæmi hafði ein okkar fengið um 3.000 krónur í þjórfé eftir tíu daga." Til að skýra nánar út kjör sfn tóku þær dæmi af einum mánðuði þar sem þær höfðu unnið sér inn yfir 200.000 krónur í drykkjum og einkadansi en fengu aðeins 40.000 «1 50.000 krónur útborgaðar. Hvert skyldu um 160.000 krónur hafa far- ið? Eftir að lögin voru sett um að nektardansmeyjar þyrftu atvinnu- leyfi þurfa þær að lúta íslenskum vinnumarkaðsreglum og greiða 30% skatt eins og útlendingar gera, en á móti fá þær ekki per- sónuafslátt. Þetta gera 60.000 krónur. Svo þarf að greiða 4% í Iíf- eyrissjóð, eða 8.000 krónur. Húsa- leigan er dregin frá, hluti af far- gjaldinu og 50.000 krónur fyrir er- lenda umboðsmanninn. Þegar allt þetta er farið standa þær eftir með nokkra tugi þúsunda í höndunum. Reyndar er erfitt að átta sig á því í hverju allur þessi frádráttur felst því launaseðlar eru ófull- komnir. Eitt af meginatriðunum í þvf að reyna að koma reglu á þessa starfsemi var einmitt að gera eigendum skylt að hafa launabókhald í lagi. Það væri því fróðlegt að vita hvort íslensk skattayfirvöld fylgjast með því að eigandinn skili öllu sem hann tek- ur af stúlkunum til réttra aðila. Fá skattayfirvöld réttar upplýsingar um reksturinn eða er rekið „tvöfalt bókhald" á nektardansstöðum? „Fyrir þessa upphæð þurfum við að kaupa mat, borga af GSM sfma, kaupa snyrtivörur og dans- fatnað sem er mjög dýr, skórnir sem við notum kosta t.d. um 20.000 krónur. Við þurfum að eiga föt til skiptana því reykjarlyktin sest f þau og einnig hefur það oft- ar en einu sinni komið fyrir að við- skiptavinir hafa stoiið af okkur föt- unum. Enginn vildi bæta okkur það tjón, við urðum sjálfar að kaupa ný föt. Það segir sig því sjálft að við höfum ekki mikinn afgang og skiptum oft með okkur þegar við kaupum mat. Það sem okkur finnst hins vegar verst er að við getum sent svo lítið af peningum heim og það gerir okkur mjög erfitt fyrir gagnvart fjölskyldum okkar," segja þær og ein bætir við: „Ég sleppi oft úr máltíð til að geta sent pen- inga heim. Ég sendi alla peninga sem ég get mögulega séð af." Engir veikindadagar leyfðir Þegar umræða í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að dansarar hefðu löglegt atvinnuleyfi fór fram var m.a. bent á að með því yrði öryggi þeirra tryggt, t.d. í veikinda- og slysatilfellum. Viðmælendur okkar kannast ekki við að njóta slíkra réttinda, þær mega helst ekki verða veikar og hafa aldrei fengið veikindadaga greidda, eins og lög gera ráð fyrir. „Við veiktumst margar í vetur þegar flensan var að ganga en okk- ur var skipað að mæta í vinnuna þótt við værum með 39° hita. Ein okkar ákvað að láta ekki bjóða sér þetta og fór til læknis en þurfti að borga 5.000 krónur fyrir lyf og lyf- seðil. Hún hefur reynt að fara til tryggingafélags og fá þetta endur- greitt því okkur var sagt að at- vinnurekandinn ætti að kaupa tryggingar fyrir okkur þar sem við værum ekki inni í íslenska heil- brigðiskerfinu. En það gekk ekki. Tryggingafélagið sagðist aðeins eiga að greiða kostnað þegar hann væri kominn yfir 50.000 krónur." Flestir karlmenn reyna að ganga alla leið Ein stúlknanna hefur komið áður til íslands að dansa og segir ástandið mun verra núna, við- skiptavinirnir séu færri og minna sé upp úr venjulegum dansi að hafa. í einkadansi ætlist viðskiptavinirnir mjög oft til þess að fá að ganga alla leið, þeir veifi peningaseðlum til þess að fá að ganga lengra og verði reiðir ef þær neiti þeim t.d. um munnmök. Flestir virðast standa í þeirri meiningu að með þvf að kaupa kjöltudans megi þeir gera hvað sem er við stúlkurnar. Það sama má segja um starfsmenn, þeir vilja hafa aðgang að stúlkun- um og áreitni af þeirra hálfu er ekki óalgeng. „Það er algengt að við séum spurðar hvort við viljum ríða og þegar við segjum nei er okkur ekki boðinn einkadans. Það hefur líka komið fyrir að menn hóti að klaga /,Það er algengt að við séum spurðar hvort við vilium ríða °9 pegar við segjum nei er okkur ekki boðinn einkadans." 19

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.