Vera


Vera - 01.04.2001, Síða 26

Vera - 01.04.2001, Síða 26
Arnar Gíslason Kynlífsvæðing Kynlífsframboð á netinu: einkamal.is Stefnumótavefurinn einkamal.is er eitt vin- sælasta íslenska samskiptatorgið á netinu. Þegar þetta er skrifað státar vefurinn af rúm- lega 12.000 skráðum notendum. Þessar gríðarlegu vinsældir má meðal annars rekja til þess hversu ein- faldur hann er og fljótvirkur, auk þess sem þjónustan er notendum að kostnaðarlausu. En fyrst og fremst hljóta góðar viðtökur að endurspegla eftirspurnina eftir vef sem þessum. Að því er virðist þá byggist vef- urinn öðru fremur á eftirspurn notenda eftir hráu kyn- lífi. Því er hann stórkostlegur vettvangur fyrir fólk sem aðeins er að leita að stundarkynnum en ekki lang- tímaskuldbindingu. Meira að segja er sérstakur flokk- ur og spánnýr af nálinni, skyndikynni, sem hægt er að velja strax við skráningu til að flýta fyrir viðkynnum við annað fólk í sömu hugleiðingum. Þótt notendur spanni nánast allt litróf kynlífsins er langstærstur hluti þeirra, eða um 85%, gagnkynhneigt fólk sem ekki er að auglýsa eftir því sem kalla mætti jaðarkynlíf (BDSM, pör, hópkynni o.s.frv). Fyrr í vetur gerði ég rannsókn á fyrrnefndum vef undir leiðsögn Ingólfs V. Gíslasonar, stundakennara við HÍ. Settar voru þrjár kven- og þrjár karlkyns aug- lýsingar á vefinn (allar gagnkynhneigðar), ýmist skilgreindar sem staðlaðar, óstaðlaðar eða hlutlausar. í stöðluðu auglýsingunum var lögð áhersla á útlit og kynlíf, í þeim óstöðluðu var konan ákveðin og sjálf- stæð en karlinn feiminn og rólegur og í þeim hlut- lausu var einungis sagt að verið væri að óska eftir karli/konu. Sú staðlaða fékk um helmingi fleiri svör en hinar tvær, eða 73 á rúmum mánuði, en alls voru svarend- ur um 150 og voru níu þeirra giftir eða í sambúð. Staðlaða auglýsingin var svohljóðandi: „Ég er grömt og virkilega falleg, eða svo er mér sagt. Hvað kynlíf varðar er ég til í fivað sem er. Ldttu mig vita ef þú vilt hitta mig." Þetta er hin dæmigerða kona á einkamal.is, hún tiiheyrir a.m.k. þeim hópi kvenna sem njóta hvað mestrar hylli á vefnum. Hún fékk fyrst og fremst til- boð um skuldbindingarlaus skyndikynni en sú óstaðl- aða fékk að auki nokkur svör þar sem minnst var á sambönd, eða a.m.k. ýjað að því að hittast áður en gengið væri til verks. Að auki virtust sumir svarendur hafa rangtúlkað ákveðni hennar („sterkbyggð og ákveðin kona. Ég stunda kynlíf af kappi og vil helst vera við stjórnvölinn.") og var mikið beðið um fleng- ingar og boðið upp á skilyrðislausa undirgefni af hálfu karlsins. Það sem mest kom á óvart var að karlarnir skyldu ekki fá eitt einasta svar og virtist þar ráða mestu lög- málið um framboð og eftirspurn. Mikil kvenfæð er á einkamal.is, konur eru aðeins um 27% skráðra not- enda. Því mætti ætla að þær teldu hag sínum best borgið með því að skrá sínar eigin auglýsingar á vef- inn þar sem slíkt er litlu flóknara en að svara öðrum. Sfðan geta þær einfaldlega valið úr vonbiðlum. Konur og karlar á einkamal.is Á einkamal.is virðist fólk fá örlítið frelsi frá hinum ýmsu höftum hins ytra samfélags. Þó svo að vefurinn muni varla breyta ríkjandi heims- mynd okkar í einni svipbrá þá storkar hann a.m.k. hinum hefð- bundnu hugmyndum um gagnkyn- hneigt kynlíf sem dægurmenning- in heldur að okkur, að það sé eitt- hvað sem konur þurfa að passa uppá en karlar þurfi að reyna að véla þær út í. Á einkamal.is leyfist bæði körlum og konum að tjá ver- girni sfna á opinskáan máta, líkast til vegna þess frelsis sem nafn- leysið veitir. Þetta væri nokkuð merkilegt ef ekki væri fyrir þær ólíku forsendur sem kynin gera út á. Oftast virðist sem það sé hlutverk karlsins að taka og kon- unnar að vera tekin. Ekki er óalgengt að sjá stúlkurn- ar á einkamal.is skrifa um að láta „taka mig almenni- lega" eða að þær vilji „vera teknar í rósina" á meðan piltarnir ræða um að „taka eina flotta" eða „finna eina viljuga til að tvímenna á". 24 ára karlmaður sendi inn eftirfarandi auglýsingu: „ég er einn fieima, spólgraðu. mig vantar kvennmann í kvöld. ég er mjög myndarlegur og mjög góður í rúm- inu. ég dbyrgist fullnœgingar. mig langar í stelpu eða stelpur d aldrinum 18-26 dra sem er opinn og viljug. einhverja sem er tilbúin í það að Idta flengríða sér í nokkrar klukkustundir í kvöld. ræð vel við fleiri en eina og ég er Ifka til í að fiitta par." 1 „Það sem mest kom á óvart var að karl- arnir skyldu ekki fá eitt einasta svar...7/ 26

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.