Vera - 01.04.2001, Qupperneq 29
Dökku hliðar internetsins
Netið hefur breytt
miklu í aðgengi al-
mennings að upplýs-
ingum. Gagnvirkir eiginleikar
þess gera okkur kleift að
„ræða" við fólk hvar sem er í
heiminum. Tilkoma netsins
hefur jafnframt haft gífurlega
mikla hagræðingu í för með
sér fyrir viðskiptalíf og al-
þjóðasamfélagið. Netið hef-
ur því miður einnig sínar
dökku hliðar. Sala kláms er
orðin æði fyrirferðarmikil á
netinu þar sem konur og
börn eru helsta söluvaran.
Með tilkomu netsins var einangrun
úrkynjaðra hvata rofin. Barnaníð-
ingum tókst að stofna samfélag og
stunda iðju sína á markvissan
hátt, án landamæra. Fjölmiðlar
bera okkur fregnir af samfélögum
barnaníðinga á netinu, þar á með-
al einnig af íslenskum barnaníð-
ingum. Frá miðju ári 1998 hafa 19
mál komið upp hér á landi. Einn
hefur fengið sjö dóma en sektin er
að meðaltali um 200.000 krónur.
Rannsóknir hafa leitt f Ijós að í
hópi barnaníðinga leynast ekki
eingöngu einmana, geðveilir karl-
menn heldur einnig fjölskyldufeð-
ur. í Bandaríkjunum er hinn dæmi-
gerði barnaníðingur hvítur, vel
menntaður, í góðu starfi og með
hreina sakaskrá. Barnaníðingar
hafa unun af því að skoða og
skiptast á myndum sem sýna þeg-
ar börnum og jafnvel hvítvoðung-
um er nauðgað og misþyrmt á
hrottafenginn hátt. Alþjóðlegir
hringir barnanfðinga selja og
skipta hundruð þúsunda mynda á
netinu. Árið 1998 kom samstarf
lögreglu 13 þjóðríkja upp um
alþjóðlega barnaníðingshópinn
„Wonderland". Við leit fundust á
Bretlandseyjum einum saman
tölvugögn sem innihéldu hátt f
milljón mynda af barnaklámi. í
sumum tilfella er um margar
myndir af sömu börnunum að
ræða (seríu) sem sýna hrotta-
fengna misþyrmingu á þeim á
ýmsa vegu. Ánægja barnaníðinga
felst ekki sfður í því að eiga sam-
skipti við börn sem eru að vafra á
netinu. Þeim tekst auðveldlega að
nálgast börn á fölskum forsendum
á spjallrásum og lokka þau í
áframhaldandi spjall sem „góði,
elskulegi kallinn" og leynivinurinn.
Samskipti þessi geta endað þannig
að leynivinurinn leitar barnið uppi
eða barnið ákveður grandalaust að
hitta þennan „elskulega kall". Það
er því mikilvægt fyrir foreldra og
aðra nákomna að vera meðvituð
um þennan möguleika.
Hvernig við getum verndað
börnin okkar
Ræddu þetta við barnið þitt.
Láttu það lofa þér að gefa aldrei
upp raunverulegt nafn, símanúm-
er, heimilisfang, netfang eða skóla
án samráðs við þig.
>+■ Staðsettu tölvu með netað-
gangi miðsvæðis á heimilinu þar
sem auðvelt er að fylgjast með
skjánum. Kannaðu hverjir það eru
sem barnið þitt er í samskiptum
við og hvað það er að aðhafast á
netinu.
Hugbúnaðarframleiðendur eru í
ríkari mæli farnir að selja forrit
sem búa yfir „barnvænum" eigin-
leikum. Þannig geta foreldrar lok-
að á efni sem þau vilja ekki að
börnin þeirra sæki í.
Glæpi á netinu ber að með-
höndla eins og glæpi sem framdir
eru úti í lífinu. Ef þú hefur grun um
að barnið þitt sé í samskiptum við
vafasaman einstakling á netinu þá
tilkynntu það lögreglu tafarlaust.
Byggt á Newsweek
O
29