Vera


Vera - 01.04.2001, Page 32

Vera - 01.04.2001, Page 32
Grein og viðtöl: Jóna Fanney Friðriksdóttir Myndir: Þórdís Ágústsdótti Nennir þú að flokka sorp? Ekki alls fyrir löngu fengu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins segul- spjald að gjöf fró Sorpu til að smella ó ísskópinn með skilaboðun- um: Munum að flokka og skila! Eftir að þessi fallega og hagnýta gjöf barst inn um bréfalúguna hófust umræður ó vinnustað mínum um flokkun sorps. Þar kom í Ijós að flestir vinnufélaga minna trúa því einfaldlega ekki að sorpið sem við flokkum fari til endurvinnslu. Leti eða vantrú? í umræðunni um sorpmálin sögðust flestir vinnufélaga minna ekki nenna að flokka þar sem það væri of mikil vinna til einskis. Aðrir sögðu eldhús sitt vera eins og litla sorpstöð; pitsu- kassar, mjólkurfernur og dagblöð vellandi út um skápa og gólf auk þess sem heilu og hálfu frídagarnir færu í að koma þessu á sinn stað. f stað meðvitaðrar umræðu um gildi þess að vera þátttakandi í náttúrlegu hringferli var það volæði, eymd og línulaga þankagangur sem einkenndi umræð- urnar. „Þetta endar allt í urðun," eða „Ég nenni þessu ekki lengur," var við- kvæðið. Neytendur ekki einu aðilar mólsins Ekki er réttlætanlegt að draga vísinda- legar niðurstöður útfrá umræðu um sorpmál yfir kaffibolla á vinnustað. Og vfst er að æ fleiri landsmenn hafa gert flokkun og skilun að hversdagslegri at- höfn. Okkur er ekki vorkunn að þurfa að flokka og skila. Okkur ber skylda til að sinna þessu sem neytendur. En umræðurnar gefa hins vegar vísbend- ingu um að í byrjun 21. aldar er það enn ekki sjálfsagður hluti af lífsstíl ís- lendinga að flokka og skila úrgangi til endurvinnslu. Hvað vantar á? Sannar- lega vantar hér hugarfarsbreytingu. En við neytendur erum þó ekki einu aðilar málsins. Það virðist vanta heildstæða áætlun og það er stjórnvalda, stofnana og annarra hagsmunaaðila að leiða vagninn í þessum efnum; að fræða okkur enn betur og brýna fyrir okkur að við séum þátttakendur í mikilvægu hringrásarferli. Við þurfum meira en fallegt segulspjald til að hengja á ís- skápa sem hvatningu. Við þurfum heildarmynd. Hringferli. Upphafog endi. Skólakerfið og umhverfis- vernd í verki f þvf samhengi er vert að spyrja hvað við uppalendur, foreldrar og mennta- kerfi, séum að gera til að fræða skóla- börnin okkar í skilningi og þekkingu á náttúrulegu hringferli úrgangs. Víst er að við foreldrar á mínum vinnustað erum ekki til fyrirmyndar. Einhverja bóklega umhverfisfræðslu fá börnin í skólum landsins í dag. Þegar kemur að umhverfisvernd í verki í skólum hérlendis blasir hins vegar við önnur mynd. Örfáir skólar eru til fyrirmyndar, (t.a.m. Selásskóli), hafa tekið að flokka lífrænt frá ólífrænu og eru með eigin jarðgerð. Sumir skólar hafa staðið fyrir „átaki" í flokkun ferna í stuttan tíma en í langflestum skólum landsins er mjólkur- og ávaxtadrykkjarfernunum, bananahýðinu, plastfilmunni utan af samlokunni hins vegar hent í einn og sama rusladallinn í skólastofunni. Eiga skilaboðin „Munum að flokka og skila" einungis við heimafyrir? Og þá aðeins að hluta til - því sumt er flokk- að og annað ekki. Heildarmyndina vantar Um 35 % þess úrgangs sem berst til Sorpu í dag fer til endurvinnslu - hin 65 % eru urðuð. Eins og fram kemur í viðtali við kynningar- og fræðslufull- trúa Sorpu eru í dag 25 endurvinnslu- flokkar hjá fyrirtækinu fyrir þessi 35 %. Enn sem komið er er ekki farvegur fyrir stærstan hluta sorpsins sem er lífrænn heimilisúrgangur (lfffræðilega niður- brjótanlegur). Talið er að a.m.k. 40 % af heildarmagni heimilissorps séu líf- ræn efni. Þessi efni eru enn í dag að mestu leyti urðuð. Af því mikla magni sorps er til fellur frá veitingahúsum og öðrum atvinnurekstri er talið að þetta hlutfall séa.m.k. helmingi hærra. Sorpa hefurt.a.m. endurvinnslufarveg fyrir garðaúrgang, kertavax og pitsu- kassa en samtímis megum við henda dömubindum, bleijum, ljósaperum (ja, hvað með þær: gler og málmur?), ban- anahýði og jógúrtdósum í einn graut f tunnuna í bakgarðinum. Sumt ber að flokka niður í smæstu einingar annað ekki. Erum bundin tilskipunum Evrópusambandsins í urðunartilskipun Evrópusambands- ins, sem við íslendingar erum bundin af, er m.a. kveðið á um að árið 2016 skuli urðun á lífrænum úrgangi hafa minnkað um 65% frá því sem var árið 1995. í tillögum þessum er hvatt til heimajarðgerðar og að aðildarlöndin komi upp miðlægum jarðgerðarstöðv- um til meðhöndlunar á lífrænum úr- gangi. í samtali við kynningar- og fræðslufulltrúa Sorpu kemur fram að enn er ekki búið að ákveða hvaða leið fyrirtækið fetar til að koma til móts við þessar kröfur. Samkvæmt skýrslu Sorpu, þar sem bornar eru saman hin- ar ýmsu aðferðir við vinnslu lffræns úr- gangs, er svokallaður orkuhleifur í samanburði við aðrar aðferðir jarð- gerðartalin fjárhagslega hagkvæmasta leiðin og styður núverandi flokkunar- leiðir fyrirtækisins. í ársskýrslu Sorpu fyrir árið 1999 var bókfærður hagnaður fyrirtækisins 31,4 milljónir. Hagnaður ársins á und- an var 40,2 milljónir. Hvort orkuhleif- urinn uppfylli skilyrði Evrópusam- bandsins um urðunarhlutfall sorps og meðferð á lífrænum úrgangi er alls óvíst. Ef Evrópusambandið gefur orku- hleifnum ekki grænt ljós getum við þó alltaf sótt um undanþágu á sviði um- hverfismála í alþjóðasamfélaginu! > 2006 skal urðun lífræns úr- gangs hafa minnkað um 25% af líf- rænum úrgangi sem myndaðist 1995. > 2009 skal urðun lífræns úr- gangs hafa minnkað um 50% af líf- rænum úrgangi sem myndaðist 1995. >2016 skal urðun lífræns úr- gangs hafa minnkað um 65% af líf- rænum úrgangi sem myndaðist 1995. 32

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.