Vera


Vera - 01.04.2001, Síða 34

Vera - 01.04.2001, Síða 34
ÍÍV*L* sT« • J •T»J jf• [• Heildarmagn úrgangs Þar af ur8a& Þar af spilliefni Þar af fil endurvinnslu 121 þúsund Tonn 88 þúsund Tonn 14 þúsund Tonn 19 þúsund Tonn kemur í endurvinnslustöðvar Sorpu er kurlað og nýtt sem kolefnisgjafi í stað kola í lárnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Allt járn og ál er sent til fyrirtækis hérlendis sem heitir Fura og er staðsett í Hafnarfirði. Þeir sjá um að senda það til Spánar þar sem það er brætt og nýtt aftur. Kertaafgangar fara til Sólheima í Grímsnesi þar sem heimilisfólkið býr til ný kerti úr kerta- afgöngum. Svo vil ég minna á Góða hirðinn. Á endurvinnslustöðvum Sorpu eru sérstakir nytjagámar þar sem almenningur getur skilað inn hús- búnaði og gömlum hlutum sem enn hafa notagildi. Hagnaður sem verður af sölunni í Góða hirðinum rennur til líknarfélaga. Allur pappír sem kemur flokkaðurtil Sorpu fertil endurvinnslu hjá fyrirtækinu II Recycling sem stað- sett er í Svíþjóð. Dagblöðin eru t.d.endurunnin í salernispappír, eld- húspappír, morgunkornsumbúðir og annað sem ekki teist til gæðapappírs. Gróðurhúsaáhrifin og afieiðingar þeirra eru mikið í þjóðfélagsumræð- unni. Skýtur það ekki skökku við að verið sé að menga með útblæstri skipanna til að koma endurvinnan- legu efni í farveg? Tilraunaverkefnið nýjar leiðir í sorphirðu Um er að ræða þrjár nýjar aðferðir, þ.e. vigtun sorpsins, tíðni eða rúmmálskerfi og hirðing á 10 daga fresti í stað viku- lega. Tilraunir hófust fyrir ári í Breið- holti, Selási, Árbæ og Ártúnsholti. • Vigtun hefur staðið yfir í Selja- og Bakkahverfi. Þá er hvert hús með strikamerktar tunnur og við sorphirðu er sorpmagnið vigtað þannig að hægt er að fá yfirlit yfír magnið frá hverju húsi. Tíðni eða rúmmálskerfið er í Bergum, Fellum, Stekkjum, Hólahverfi og hluta af Bökkum. Þessi tilraun miðar að því að íbúarnir láti vita þegar þeir vilja láta tæma sorptunnuna. Á handfang tunn- anna hefur verið komið fyrir sérstökum flipum. Þegar íbúar vilja að hreinsunar- deildin tæmi tunnuna er flipanum skotið upp og þá stendur „Losa takk". Þarna er farið um vikulega. Tíu daga hirða er í Selási, Árbæ og Ártúnsholtí. Þá eru tunnur losaðar á 8- 12 daga fresti í stað vikulega. Hjá þessu verður nú ekki komist eins og staðan er. Hins vegar ber að geta þess að með nýtingu timburs sem kemur flokkað til Sorpu í lárnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga þarf verksmiðjan að flytja inn mun minna magn af kolum og koksi frá útlöndum. Mjög góður árangur er af þessu sam- starfi lárnblendifélagsins og Sorpu sem stuðlar að minnkun gróðurhúsa- lofttegunda hjá félaginu. lafnframt hóf Sorpa árið 1997 að safna hauggasi eða metangasi frá urðunarstaðnum í Álfs- nesi og nýta það á bíla og brenna. Talið er að metan valdi allt að 20-24 sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en koltvísýringurinn sem verður til við brunann. Metanið er m.a. nýtt á sér- staka bíla sem ganga fyrir þessu elds- neyti. Með því að brenna metanið komum við í veg fyrir að það fari út í andrúmsloftið. Stór hiuti heimilissorps, eða um 30- 40%, er af lífrænum uppruna. Verð- ur þessum endurvinnslufarvegi bætt við í náinni framtíð í flokkunarkerfi Sorpu? íbúum höfuðborgarsvæðisins gefst kostur á að skila inn garðaúrgangi, af- klippum af trjám og grasi. Þessi efni fara til jarðgerðar í Álfsnesi og er unn- in úr þeim molta. Þó nokkuð margir íbúar landsins eru farnir að stunda eigin heimajarðgerð í þar til gerðum ílátum eða grafa holur í garðinum hjá sér og vinna þannig sína eigin moltu eða jarðvegsbæti. Sumir hafa kvarnir í vaskinum heima sem mylja lífrænan úrgang þannig að hann endar úti í sjó. f skýrslu Sorpu „Vinnsla lífræns eld- húsúrgangs - nokkrar aðferðir og kostnaður" er fjallað um hinar ýmsu aðferðir við vinnslu lífræns eldhúsúr- gangs. Verið er að skoða leiðir og setja upp kostnaðaráætlanir hvað þetta varðar. Það þarf að finna hvaða leið er hagkvæmust. Hvað á urðunarstaðurinn í Álfsnesi langa lífdaga framundan og hvað verður þegar ekki verður unnt að urða þar áfram? Urðunarstaðurinn í Álfsnesi dugar a.m.k. þrjátíu ár til viðbótar sé litið til magns úrgangs sem berst Sorpu og svæðis sem er til umráða. Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir hvort borgaryfir- völd nýti þetta land sem bygginga- svæði fyrir þann tfma. Því er líklegt að Sorpa þurfi að flytja reksturinn annað vegna fyrirhugaðra byggingafram- kvæmda. Hvert haldið verður er enn óráðið. Markmiðið er að minnka kostnað borgarbúa Sigríður Ólafsdóttir rekstrar- fulltrúi Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar Hvernig hefur tilraunin með nýjar leiðir í sorphirðu gengið? Niðurstöður eru mjög mismunandi og í sjálfu sér eru þær ekki nægilega marktækar eftir veturinn. Öll erum við himinglöð yfir góðum vetri hér á höf- uðborgarsvæðinu en þetta milda veð- urfar leiddi til þess að lítið reyndi á tilraunirnar. Það má allt eins álykta að niðurstöður hefðu orðið allt aðrar ef meira hefði verið um ófærð og fimb- ulkulda. Við hjá Hreinsunardeildinni hefðum gjarnan viljað láta á það reyna en erum þó persónulega sátt við gott veðurfar. Þetta setti strik í reikninginn og ekki búið að taka á- kvörðun um hvaða leið verður endan- lega valin. Hvert er markmiðið með nýjum inn- söfnunaraðferðum í sorphirðu? Aðal markmiðið er að minnka kostnað hjá borgarbúum vegna sorphirðu og svo auðvitað að gera íbúana meðvit- aðri um að flokka og skila á endur- vinnslustöðvar. í dag greiða borgarbú- ar 6.600 krónur á ári fyrir hvert sorp- (lát. Mín persónulega skoðun er sú að það sé ekki nægilegur hvati á íbúana að flokka betur að spara nokkra hund- raðkalla á ári. Ég tel að núverandi sorphirðugjald þyrfti að vera miklu hærra svo að verulegur ávinningur íbúa væri í að flokka sorp og fara með á endurvinnslustöðvar eða nýta sér möguleika eins og dagblaða- og fernugáma sem staðsettir eru víðsveg- ar um borgina. Ávinningur þess væri þá verulegur sparnaður f lægri sorp- hirðugjöldum. Nú hafa fjölmargir íslendingar verið búsettir erlendis þar sem neistinn um að flokka lífrænt sorp frá ólíf- rænu hefur kviknað. Eru einhverjar tilraunir eða áætlanir á borði borg- aryfirvalda sem gera ráð fyrir slíkri flokkun?

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.