Vera


Vera - 01.04.2001, Síða 40

Vera - 01.04.2001, Síða 40
tMKH f-J&H I Konur eru auglýstar á útlitinu sem allt snýst um; þær eru svalar, heitar, æsandi. Þær eru gellur á pinnahæl- um, eiga að vera sætar og smart. horfir ekki aðeins út í heim f þessu efni. Hér heima er ýmsu ábótavant. „Mér finnst vera bakslag í sjálfu þjóðlífinu. Það hefur ýmislegt áunnist inni á þingi og konur eru komnar f ríkisstjórn. Við vitum að það eru fleiri konur að mennta sig en nokkru sinni fyrr, einmitt í karlagreinum, en okkur vantar samt konur f tölvunarfræðina og í tæknigreinar. Konur geta þetta allt saman. Ég hef heyrt að ein af orsökunum fyrir því að konur fara ekki í tölvunarfræði sé sú að fallpró- sentan á fyrsta ári er svo há. Konur eiga svo bágt með að falla. Og mér er sagt það sé eins og þær séu hræddar við fagið. Víst er það að fagið er nýjung. Konur eru svolftið íhaldssamar í eðli sfnu. Þá á ég ekki við stjórnmálalega, heldur að konur vilja stað- festu. Þærtaka ekki jafn mikla áhættu og karlar." Við ræðum frekar um jafnréttismálin og um þá ímynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum, í tímaritum og auglýsingum. Konur eru auglýstar á út- litinu sem allt snýst um; þær eru svalar, heitar, æsandi. Þær eru gellur á pinnahælum, eiga að vera sætar og smart. Vigdís hefur áhyggjur af þjóðfélags- myndinni, það er eitthvað í gangi sem erfitt er að festa hendur á. Viðhorf sem ekki eru áþreifanleg en allir skynja. Vigdísi finnst engu líkara en sumt af því sem barist var fyrir á árum áöur sé að tapast aftur.Við veltum fyrirokkur Bríetunum, ungu stelpunum sem þora að tala um femínisma og gáfu út Píkutorfuna fyr- ir síðustu jól. í kringum þær virðist vera vakning en þær hafa líka fengið að heyra að þær séu öfgastelpur sem ekki er hlustandi á. „Það er alltaf svo þungt að synda á móti straumnum," segir Vigdfs, „það er eins og það séu forlög kvenna að þurfa að synda á móti straumnum." Njósnir og vatn Þegar Vigdís lét af embætti forseta íslands höfðu margir áhuga á að njóta starfskrafta hennar, þar á meðal UNESCO, menningar- og vísindamálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Vigdís var beðin um að leggj- ast á árar við að setja á stofn og stýra heimsráði varð- andi siðferði í tækni og vísindum. Hún sló til og úr varð átján manna ráð sem hún hefur starfað með í þrjú ár, World Commission on Ethics of Scientific Knowledge and Technology - COMEST. „Þarna er fjallað um ferskt vatn og siðferðilega af- stöðu til þess hvernig það er meðhöndlað, það er fjallað um orku og siðferðilega afstöðu í þeim mál- um. Þá þarf varla að minna á mengunina, gróður- húsaáhrifin og það allt saman. Ráðið fjallar um upp- lýsingatæknina sem er gríðarlega mikið mál, siðferði- leg afstaða til þess sem t.d. er á internetinu. Burtséð frá því sem þar er siðspillandi er ýmsu mikilvægu hreinlega logið þar." Heimsráðið kemur saman um það bil einu sinni á ári en starfar að öðru leyti f fjór- um undirnefndum sem taka til vatns, orku, margmiðl- unar og miðlunartækni og loks um geiminn. Þetta síðastnefnda, geimurinn og allt sem þar er á flugi, er ekki síst spennandi segir Vigdís. „Hvað er nú siðferði- legt á seyði í geimnum spyr maður, en þessum ytri víddum, þar sem gervihnettirnir eru, má líkja við haf- ið. Þar er fullt af rusli, ósköpum öllum er fleygt þar út en hver ber ábyrgð, m.a. þegar bútar úr geimverkfær- um fara að detta niður? Sumt af öllum þessum tækj- um er að liðast í sundur og geta faliið til jarðar - og svo eru endalausir árekstrar gervihnatta. Þá er ekki síður athyglisvert hve mikið fer fram af njósnum þarna úti, það er enginn óhultur með sinn síma eða nokkurn skapaðan hlut sem fer þarna í gegn, pen- ingaviðskipti eða hvað sem er. Þær miklu njósnir sem þarna eru stundaðar eru náttúrlega eins siðlausar og frekast má vera. Það er ekki til neitt einkalíf hvað varðar það sem fer um gervihnettina, „stóri bróðir" er að horfa á þig." Ég rifja upp nýlega frétt um að nú geti notendur Gsm síma lækkað símreikninginn með því að taka á móti auglýsingum sem taka mið af því hvar þeir eru staddir. Þetta eru f raun skelfilegir möguleikar. Þessi þróun verður varla stöðvuð en það þarf að setja henni skýrar reglur. Vigdís segir að nefndin hennar geti ekki sett neinar reglur. Vettvangur hennar er að benda á staðreyndir og vekja til umhugsunar. „Hún hefur látið frá sér skýrslur og bent á hvað er góð hegðun á þeim sviðum sem hún fjallar um. Til dæmis varðandi ferskt vatn. Eiga auðhringir að kaupa auð- lindir þar sem ferskvatn er og selja öðrum? Selja hin- um fátækari eða á ríkið eða samtök innfæddra að reyna að annast dreifingu? Þetta eru afar verðmætar auðlindir sem Iftið er til af. Vatn er gull. Þvf er spáð að kveikjan að óeirðum og styrjöldum 21. aldarinnar verði vatn. Við setjum semsagt saman yfirlýsingar og bendum á hvað er góð hegðun, hvað er siðferðileg hegðun." 40

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.