Vera


Vera - 01.04.2001, Side 46

Vera - 01.04.2001, Side 46
Brynhildur H. Ómarsdóttir Píkusögur eikritið Píkusögur eftir Evu Ensler var frum- sýnt í Borgarleikhúsinu 29. apríl sl. Þartekur Sigrún Edda Björnsdóttir að sér að leikstýra Halldóru Geir- harðsdóttur, jóhönnu Vigdísi Arnardóttur og Sóleyju Elíasdóttur í þessu verki sem vakið hefur gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og fætt af sér nýja hreyfingu femínista þar í landi. Verkið Píkusögur, eða The Vag- ina Monologues, samanstendur af einræðum sem byggðar eru á viðtölum Ensler við um 200 konur um pfkur þeirra og samband þeirra við þær. Fyrst var verkið sett á svið í flutningi höfundar sjálfs árið 1996 en hefur síðan breiðst út um öll Bandaríkin. Verkið hefur nú verið endurskrifað og útfært fyrir þrjár leikkonur í stað einnar áður. V-dagur Pfkusögur hefur skapað nýja grasrótarhreyfingu kvenna í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur eignað sér 14. febrúar, dag heilags Vaientínusar, og endurskírt hann sem V-dag (enskur orðaleikur sem vfsar í D-dag seinni heimsstyrjaldarinnar, daginn sem bandamenn réðust í lokasókn gegn Þjóðverjum). V-dagur er al- þjóðleg hreyfing kvenna sem hefur það að takmarki að stöðva ofbeldi gegn konum. Á V-degi eru settar upp góðgerðarsýningar og fer allur ágóði af þeim í sérstakan sjóð til hjálpar baráttunni gegn nauðgun- um, sifjaspelli, heimilisofbeldi og umskurði kvenna. Enn sem komið er er Ensler drifkrafturinn í þessari fjáröflun og byggjast góðgerðarsamkomurnar mikið á verkum hennar. Skipulag V-dags hreyfingarinnar er hressilega frjálslegt og minnir um margt á vinnufyrir- komulag rauðsokkanna hér fyrr á árum. Ensler leyfir þeim leikkonum sem hafa verið þátttakendur í hreyf- ingunni frá upphafi að taka þátt í stærstu góðgerðar- Hún var flottari en nokkurt gil eða gljúfur, eldforn og tigin. Hún bjó yfir sakleysi og ferskleika fagurra blómagarða. Hún var fyndin, drepfyndin. Kom mér til að hlæja. Hún gat farið í feluleik, opnað og lokað. Hún var munnur. Hún var dögun. Og svo var mér allt í einu Ijóst að hún var ég, pík- an ó mér, hún var sú sem ég var. Hún var ekki einhver hlutur. Hún var inni í mér. Píkusögur eftir Evh Ensler samkomunum en dregur nöfn annarra þátttakenda upp úr hatti. Árið 1998 var svona góðgerðarsamkoma í New York, 1999 f London og á þessu ári voru ýmsar sam- komur um allan heim. Ýmsar stórstjörnur hafa tekið þátt í þessum samkomum ásamt Ensler. Cate Blanchett, Glenn Close, Claire Danes, Calista Flock- hart, Jane Fonda, Whoopi Goldberg, Melanie Griffith, Rosie Perez, Alanis Morisette, Winona Ryder, Susan Sarandon, Marisa Tomei, Lily Tomlin og Kate Winslett hafa allar Ijáð þessari baráttu lið. Eru Píkusögur hatursáróður gegn körlum? Ekki eru allir jafn hrifnir af Píkusögum. í pistlum sfnum á veftfmaritinu Salon.com afskrifaði Camille Paglia, einn áhrifamesti og umdeildasti femínisti síðustu ára, verkið sem vitfirrtan reiðilestur Enslers gegn körlum. Ensler svarar þessari gagnrýni í sama veftímariti. Hún segist oft hafa heyrt þá skoðun að í verkinu sé talað gegn karlmönnum. Píkusögur fjallar mikið um ofbeldi gegn konum en ekki er hægt að tala um slíkt ofbeldi án þess að minnast á þátt karla í því. Leikritið hvetur konur og karla til að berjast gegn ofbeldi og er þessi friðarboðskapur að mati Enslers alls ekki karl- hatur. Síðan bendir hún á að verkið fjalli í rauninni ekki um karlmenn heldur um konur. Hún spyr sjálfa sig hvers vegna verk sem fjallar bara um konur og að- stæður þeirra sé ósjálfrátt talið vera aðför að körlum. Ensler bendir hérna á áhugaverða staðreynd. Píku- sögur segir sögur um konur og um kynreynslu þeirra. Karlmenn koma ekki fyrir í leikritinu heldur er allri at- hygli beint að reynsluheimi kvenna. Sjaldgæft er að finna skáldverk þar sem karlmenn hafa eins litlu hlut- verki að gegna og f Píkusögum. Og þar sem þessi fjar- 46

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.