Vera


Vera - 01.04.2001, Síða 49

Vera - 01.04.2001, Síða 49
Vildi hafa helminai hærri laun Nafn: Guðný Gústafsdóttir Aldur: 38 ára Menntun: Bókmenntafræði, rekstrar- og viðskipta- fræði. Starf: Deildarstjóri Hvataferðadeildar. Vinnustaður: Ferðaskrifstofan Atlantik. Starfsaldur: u.þ.b. 10 ár samtals. Laun: Trúnaðarmál. Fjölskylduhagir: Fráskilin, tvö börn. Vinnutími: Teygjanlegur eftir verkefnum. Ertu ánægð með launin? Nei. Hvað finnst þér að þú ættir að fá í laun? Helmingi hærri. Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnumark- aði? Óviss. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Rithöfundur. Starfsábyrgð og skyldur: Ber ábyrgð á starfsemi deildarinnar. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Fjölbreytnin - lifandi starf. Hvað finnst þér leiðinlegast? Mikil vinna á sumrin. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu: Engin rétt- indi, en fríðindi eru ódýrir miðar tii útlanda utan annatíma. Veitti ekki af 120.000 til 130.000 krónum Nafn: Guðrún Ágústa Sæmundsdóttir Aldur: 61 árs Menntun: Gagnfræðapróf. Starf: Félagsleg heimaþjónusta á vegum Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík. Vinnustaður: Félagsmiðstöðin Bólstaðarhlíð 43. Starfsaldur: Sjö og hálft ár. Vann áður við af- greiðslu- og skrifstofustörf. Laun: Grunnlaunin eru 90.347, auk 15.000 kr. í fæðis- og flutningaálag. Fékk 77.716 kr. útborgaðar 1. apríl, þegar búið var að draga frá skatt o.fl., m.a. um 9.000 kr. í eignaskatt. Nýlegir kjarasamningar munu hækka launin eitthvað. Fjölskylduhagir: Fráskilin, barnlaus. Vinnutími: Frá 8.45 til 17. 49

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.