Vera


Vera - 01.04.2001, Page 51

Vera - 01.04.2001, Page 51
Ég vil ennþá trúa því að þetta eigi eftir að gerast. Spurningin er hvort að það gerist nógu fljótt. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sem unglingur ætlaði ég að verða sjúkraþjálfari en eftir að hafa prófað að vinna á sjúkrastofnun varð mér ljóst að starf innan heilbrigðisgeirans átti ekki við mig. Ég tók þá stefnuna á guðfræðina. Þó að ég hafi tekið prestsvígslu að embættisprófi loknu þá var ég ákveðin í því að fara í framhaldsnám. Reynslan af prestsstarfinu hefur verið mjög dýrmæt í kennslunni, en á meðal nemenda minna eru verðandi prestar inn- an íslensku þjóðkirkjunnar. Starfsábyrgð og skyldur. Starf háskólakennarans er bæði krefjandi og vanda- samt. Okkur er falið að mennta og móta það fólk sem síðan hverfur til ábyrgðarstarfa úti í þjóðfélaginu. Við þurfum að fylgjast vel með í okkar fagi og vera tilbúin að miðla til nemenda okkar nýjum og ferskum straumum, samhliða hefðbundinni þekkingu. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Að vinna með fólki og að takast á við það skemmti- lega verkefni að túlka þoðskap kristinnar trúar í sam- tímanum. Hvað finnst þér leiðinlegast? Að gefa einkunnir. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu: Sveigjanlegur vinnutími og tækifæri til að fara erlend- is á ráðstefnur og fylgjast þannig með því sem er að gerast í guðfræðiumræðunni í alþjóðlegu samhengi. ^reyttu hugsun þinni - breyttu líkama þínum - breyttu lífi þínu

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.