Vera


Vera - 01.04.2001, Qupperneq 52

Vera - 01.04.2001, Qupperneq 52
Jóna Fanney Friðriksdóttir Beinþynning talin heilsufarsvandamál 21. aldarinnar Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Vera hitti starfsmann Beinverndar, Halldóru Björns- dóttur, íþróttafræðing að máli til að fá svör við nokkrum algengum spurningum um beinþynningu. Hvað er beinþynning? Beinin eru lifandi vefur sem inniheldur kalk og er í stöðugri endurbyggingu allt lífið á enda. í ungum lík- ama er niðurbrot og nýmyndun vefsins hröð en á efri árum hægist á þessu ferli. Á aldrursskeiðinu milli tví- tugs og fertugs er jafnvægi þarna á milli og bein- magnið helst stöðugt. Beinmassinn er því mestur á þessum aldri. Röskun á jafnvægi beinmyndunar og beinniðurbrots veldur því að beinvefurinn rýrnar og það ástand skapast sem við köllum beinþynningu. Við beinþynningu þynnist hin harða og þétta skurn beinanna og frauðbeinið, sem fyllir hol þeirra, gisnar. Við þetta minnkar styrkurinn, beinin verða stökk og hætta á brotum eykst við minnsta átak. Hver er meginorsök beinþynningar? Ástæður þess að fólk verður beinþynningu að bráð eru margar. Algengasta orsökin eru hormónabreyting- ar sem verða í líkama kvenna við tíðahvörf þegar estrogen (kynhormón) virknin minnkar. Beintap er oft mikið fyrsta áratuginn eftir tíðahvörf. Konur eru í þrefalt meiri hættu en karlar á að fá beinþynningu. Aðrar orsakir og áhættuþættir eru: erfðir og aldur, þ.e. hættan á beinþynningu eykst með aldrinum. Einnig eru grannvaxnar og smábeinóttar konur í meiri áhættu en þrekvaxnar konur, lítil líkamleg hreyfing og léleg næring orsakar það að líkaminn fær t.a.m. ekki nægilegt kalk úr fæðunni. Er beinþynning arfgeng? Líklegt er talið að hámarksbeinstyrkur sem næst sé að hluta til bundinn erfðum og hugsanlega stjórna erfðir einnig beintapi. Beinþynning er algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og það eykur líkurnar á því að afkomandi fái sjúkdóminn hafi móðir eða faðir fengið beinþynningu. Er beinþynning útbreiddur sjúkdómur? Beinþynning er mjög útbreiddur sjúkdómur sem milljónir manna um allan heim stríða við. Flestir vita ekki að þeir eru með beinþynningu því sjúkdómurinn er einkennalaus uns beinin eru orðin svo stökk og viðkvæm að þau brotna við minnsta áverka. Afleið- ingar beinþynningar eru beinbrot við lítinn áverka, einkurm á efri árum. Algengust þessara brota eru framhandleggsbrot, hryggsúlubrot og mjaðmabrot. Það eru þessar afleiðingar beinþynningar sem við þurfum að koma í veg fyrir vegna þess að þau eru þjáningarfull fyrir þau sem fyrir þeim verða og dýr fyr- ir þjóðfélagið. Beinþynning greinist svipað á íslandi og í nágrannalöndum okkar. Sjúkdómurinn er al- gengastur hjá hvíta kynstofninum, þ.e. hvít kona er í tvisvar sinnum meiri áhættu en t.d. svört kona á sama aldri. Hvað með forvarnir - hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir beinþynningu? Þótt beinþynning sé alvarlegt heilsufarsvandamál þá er ýmislegt hægt að gera og eru forvarnir mikilvægar. Það að byggja upp beinin, sérstaklega fyrir þrítugt, er talin besta vörnin gegn beinþynningu og síðan að lifa heilbrigðu lífi, allt lífið, sem felur m.a. f sér hæfilega hreyfingu, góða næringu með nægu kalki og D-víta- míni, forðast reykingar með öllu og neyta áfengis í hófi. Fyrir konur getur hormónameðferð verið góð for- vörn við tfðahvörf. Það er mikilvægt að fara í bein- þéttnimælingu eftir tíðahvörf, sérstaklega ef það er ættarsaga um beinþynningu eða beinbrot við lítinn áverka. Beinþéttnimæling er einföld og sársaukalaus rannsókn, ákveðin gerð röntgenrannsóknar sem mæl- ir kalk í beinum og segir þannig til um ástand bein- anna og hvort um beinþynningu sé að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.