Vera


Vera - 01.04.2001, Side 53

Vera - 01.04.2001, Side 53
Réftur lífsstíll og góðar neysluvenjur draga úr áhættuþóttum beinþynningar 1. Næring. Næring skiptir máli fyrir heilbrigði beina á öllum aldri. Þess vegna er heilbrigt mataræði mikilvægt. Ýmsar kalkrfkar fæðu- tegundir, svo sem mjólk og mjólk- urvörur, innihalda þau næringar- efni sem eru hvað mikilvægust fyr- ir beinin. D-vítamín er nauðsynlegt til að kalkið nýtist beinunum. D- vítamín fáum við einkum úr lýsi. 2. Líkamsþyngd/undir- pyngd. Konur sem ekki hafa náð að byggja upp nægilega mikinn beinmassa eru í meiri hættu á að fá beinþynningu svo og smábein- óttar konur. Farsælast er að byggja upp beinforða sinn í uppvextinum, allt til þrítugs. 3. Hreyfing. Sýnt þykir að hæfi- leg hreyfing hefur góð áhrif á öll- um aldri, ekki síst meðal eldra fólks. Öll líkamshreyfing og þjálfun virðist vera til góðs en göngur og hreyfing sem felur í sér þunga- burð, er áhrifaríkast í baráttunni við beinþynninguna. Mikilvægt er að þjálfunin sé reglubundin, a.m.k. þrisvar sinnum f viku, 15-30 mín- útur í senn. Öll hreyfing er betri en engin. Afar mikilvægt í forvarnar- starfi er að forðast byltur. Líkams- hreyfing og þjálfun styrkir og þéttir bein, bætir jafnvægi og dregur þannig úr byltum. Einstaklingur sem hefur þegar hlotið beinbrot eða samfall á hryggjarlið vegna beinþynningar ætti þó ekki að gera æfingar nema í samráði við lækni og sjúkraþjálfara því mikilvægt er að æfingarnar séu rétt gerðar og án álags á þá líkamsstaði sem eru veilir. 4. Reykingar. Reykingar stuðla að beinþynningu. 5. Afengi. Áfengisneysla í óhófi eykur hættu á beinþynningu. O Beinvernd landssamtök áhugafólks um beinþynningu var stofnað árið 1997. Beinvernd er aðili að alþjóðlegu samtökunum Internati- onal Osteoporosis Foundation. Stjórn Beinverndar skipa sjö manns og er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formað- ur félagsins. Markmið Beinverndar eru fjögur: Að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli. Að standa að fræðslu meðal al- mennings og heilbrigðisstétta á þeirri þekkingu sem á hverjum tíma er fyrir hendi um beinþynningu og varnir gegn henni. Að stuðla að auknum rannsóknum á eðli, orsökum og afleiðingum bein- þynningar og forvörnum gegn henni. Að eiga samskipti við erlend félög á svipuðum grundvelli. "\ Erlieilsan eins góo og þú heldur? Einfold leið til að fylgjast með heilsunni Lyfja býöur upp á enn frekari þjónustu viö mælingar og ráögjöf hvaö við kemur heilsu. Nú er hægt að fá mælingar á blóðfitu og blóösykri í Lyfju Lágmúla, Laugavegi, Hamraborg, Smáratorgi og Setbergi. Við mælingar eru notuð nákvæm tæki frá Cholestech í Bandaríkjunum. I einni og sömu mælingu er hægt aö athuga kólesteról, þríglýseríð og einnig blóösykur. Tæki þessi veröa undir ströngu gæöaeftirliti og er hér um að ræða nákvæmari og áreiðanlegri mælingar en áður hefur verið boðið upp á I apótekum. Einnig er hægt að fá mælingar á beinþéttni i Lyfju Laugavegi og Lyfju Smáratorgi og í öllum verslunum Lyfju er hægt að fá mælingar á blóðþrýstingi. Boöið er upp á eftirfarandi mælingar: blóðfita og sykur í blóði í einni og sömu mælingu iöllum verslunum Lyfju nema Garöatorgi blóösykur iöllum verslunum Lyfju blóðþrýstingur i öllum verslunum Lyfju beinþéttnimælingar i Lyfju Laugavegi mán. - miö. i Lyfju Smáratorgi fim. - fös. Lyfja Lágmúla og Smáratorgi er opin alla daga frá 8-24 Lyfja Lágmúla, sími: 533 2308 Laugavegi, simi: 552 4045 Smáratorgi, simi: 564 5600 Garðatorgi, simi: 565 1321 Setbergi, simi: 555 2306 LYFJA - fyrir heilsuna

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.