Vera


Vera - 01.04.2001, Qupperneq 54

Vera - 01.04.2001, Qupperneq 54
KYNNING Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ýmsar jurtir, soja og fjölómettaðar olíur geta dregið úr óþægindum á breytingskeiðinu Jurta-östrogen í sojabaunum Konur þurfa sérstaklega að huga að kalkbúskap líkamans. Þegar þær fara á breytingaskeiðið veldur hormónaskortur því að kalk lekur frekar úr beinunum og þau verða því brothættari. Þetta getur leitt til beinþynningar. Foreldrar ættu þvf að huga vel að kalkneyslu barna á uppvaxtarárunum og þá sérstak- lega dætra sinna. Á þeim tíma eru beinin að stækka og beingerast. Athyglisvert er að skoða niður- stöður rannsókna á asískum kon- um. Bein þeirra eru ólík beinum vestrænna kvenna og beinþynning er varla þekkt hjá konum í þessum heimshluta. Helsta ástæða þessa er talin tengjast sojafæðu sem þar er neytt í ríkum mæli. Sojabaunir innihalda mikilvæg næringarefni sem nýtast líkama okkar vel. Þær innihalda t.a.m. prótein og sérstök isoflavon-efni en það eru smáefni sem að uppbyggingu eru mjög lík kvenhormóninu östrogeni og er gjarnan kallað phyto-östrogen (jurta-östrogen). Þessi efni binda kalkið í líkamanum og það helst betur f beinunum. Það er því vel þess virði að tileinka sér soja- baunafæði og prófa sig smátt og smátt áfram með það. Einnig eru til náttúruleg fæðubótaefni í hylkj- um sem innihalda þessi efni. Breytingaskeiðið og jurtalyf Konur eru orðnar mjög meðvitaðar um líkama sinn og heilsu. Fjöldi þeirra kvenna vex sem kæra sig ekki um að taka hormónalyf vegna óþæginda á breytingaskeiðinu. Hormónameðferð leggst illa í sumar konur og enn aðrar geta alls ekki tekið þessi hormón vegna ým- issa ástæðna. Rannsóknir sýna að u.þ.b. 50 prósent kvenna finna fyrir óþægindum á breytingaskeiðinu en þau eru mismunandi eftir ein- staklingum. Þvf ber ekki að lfta svo á að konur á þessum aldri stríði allar við eitt allsherjar vandamál. Það helsta sem konur kvarta und- an eru svefntruflanir og svitaköst. Rannsóknir á áhrifum phyto-ös- trogena sem finnst í soja sýna að þau hafa mjög góð áhrif á hvort tveggja. Ýmsar jurtir innihalda mikið magn af phyto-östrogenum eða jurta-östrogenum. Kryddjurtin Salvía er t.a.m. rík af þeim og hef- ur hún einkum reynst vel við svita- köstum og verkjum tengdum blæðingum. Einnig má nefna Al- falfa jurtina sem er mjög stein- efna- og járnrík. Þessi jurt inni- heldur m.a. efnið coumestrol sem er nokkurs konar jurta-östrogen. Fjölómettaðar jurtaolíur, eins og Kvöldvorrósarolía og Hjólkrónuol- ía, innihalda einnig hormónlík efni sem nýtast á fjölþættan máta. Kvöldvorrósarolían ereinkum þekkt fyrir að draga úr spennu í brjóstum og kviði. Ein helsta virkni jurtaolfa er þó að styrkja frumuhimnur líkamans sem er afar mikilvægt í sambandi við heilsu okkar almennt. í öllu grænmeti og ávöxtum eru þessi hollu smáefni sem eru okkur svo mikilvæg. Það er því ekki að óþörfu að Manneld- isráð hvetur okkur til að borða „fimm á dag", þ.e. fimm grænmet- is- og ávaxtaskammta. Grænt te herðir á efnaskiptunum Með aldrinum hægir á efnaskipt- um líkamans, sem þýðir að við þurfum að borða minna en áður. Það reynist konum misvel að höndla þá breytingu. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna þyngjast konur á Vesturlöndum um 6 kíló að meðaltali á breytingaskeiðinu. Aukin vökvasöfnun á sér oft stað í líkamanum og er það m.a. talin vera ein ástæða fyrir skapsveiflum sem sumar konur finna fyrir. Kon- urnar í Asíu finna lítið fyrir þessum óþægindum. Þær drekka mikið Grænt te. Grænt te er koffeinríkur drykkur en koffein herðir á efna- skiptum. Þessi drykkur er jafnframt vökvalosandi þannig að auðvelt er að losa sig við uppsafnaðan vökva með því að drekka 2 - 4 bolla af Grænu tei á dag. Að öðru ieyti er Grænt te afskaplega hollur drykkur sem inniheldur ógrynni af isofla- von efnum, sem eru andoxunarefni og styrkja heilsu okkar. Franska lyfjafyrirtækið Arkopharma fram- leiðir þurrfrystar jurtir í hylkjum sem er ein vandaðasta vinnsluað- ferðin í sambandi við varðveislu lífrænna jurtaefna. Þessar jurtir fást í apótekum á íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.