Vera


Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 56

Vera - 01.04.2001, Blaðsíða 56
Blóðlát og klæðaföll í útvarpsfréttum var nýlega notað orðasambandið „að hafa á klæðum"þegar rætt var um blæðingar kvenna. VERU fannst þetta gamaldags orðalag og leitaði til Guðrúnar Kvaran hjá Orðabók Háskólans um skýringar á því. Guðrún tók beiðninni vel og ætlar að skrifa meira um málfar í næstu blöð. Blæðingar kvenna voru löng- um feimnismál sem ekki var talað um í háum hljóðum en oftast undir rós. Lengstum var konan talin óhrein, þegar hún hafði blæðingar, og má án efa rekja það til Biblíunnar. Blæðingar eru þar nefndar blóðlát og klæða- föll. í Þriðju Mósebók er t.d. sagt að kona sé „óhrein af blóðlátum sínum" og að hún sé „saurug af klæðaföllum". Konur sjálfar vildu lengi lítið um þetta tala. Þegar ég sjálf var f menntaskóla á árunum 1959 -1963 hvísluðumst við á um „þetta mánaðarlega", Rósu frænku og að Rósa frænka væri í heim- sókn. Það er fengið að láni úr dönsku þar sem sagt er að kona hafi „besog af tante Rose." Gamalt orð um blæðingar er einnig mán- aðarás. Það kemur fram í texta frá lokum 18. aldarsem ersvona: „mánadarás, tídir og klædafoll nefniz blód þat er konur missa á mánudi hverium, þegar allt gengr at skopum ... , er þær kalla at hafa á klædum." Orðasambandið að hafa á klæðum er því rakið til kvennanna sjálfra en það er tals- vert notað enn í dag í hátíðlegu máli og ritmáli um blæðingar. Orðið tíðir virðist hafa verið notað um blæðingar a.m.k. frá því á 18. öld en erfitt er að segja til um raunverulegan aldur þar sem lítið var skrifað um þessi mál fyrr á öldum. Dæmi eru til um tíðaþlóð og tíðablóðmissi frá þeim tíma. Umræða hefur öll orðið opinskárri í seinni tfð og virðist orðið blæð- ingar vera algengast í dag, að minnsta kosti í töluðu máli. Það verður þó ekki algengt fyrr en á þessari öld. ^il/Wuuin A TOLVUIUIUI CETUR SKIPT MALI en það sem er í kassanum er grunnurinn. Góður skjár kórónar sköpunarverkið Canoti AMDÍ' Qenius 1. vðgnius Gemus er einn stærsti framleiðandi aukahluta Genius framleioir mntaksbúnað fyrir tölvur, meðal annars mýs, netkort, teikniborð, myndlesarar o.fl. ifdin Artmedia skjáir fá lof fagtímarita. >73/7' HUGVER Betri vara - betra verð Windows Win 100 Award ABIT móourborðin eru að mati sérfræðinga ein þau bestu í dag Vitastígur 12 • Sími 562 0707 • www.hugver.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.