Vera


Vera - 01.04.2001, Síða 59

Vera - 01.04.2001, Síða 59
Beth Grothe Nielsen lagaprófessor aði svokallað heilunarferli (healing process). Föðurnum er gerð grein fyrir öllu þvf hugarangri sem hann veldur en hann verður sjálfur að lækna sig því enginn getur gert það fyrir hann. Allir meðlimir hópsins leggjast á eitt að ræða vandamálið opinskátt fram og til baka, oft tímum saman í marga daga eða vikur, sagði Beth. Hún sagði að þessi aðferð reyndist ár- angursrík á þann hátt að faðirinn þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna, standa andspænis þvf sem hann hefði gert án afneitunar, þar sem óttinn við fangelsisvist og út- skúfun er ekki til staðar. Að ferlinu loknu fengi barnið það sem það þráði mest, þ.e. að kynferðislega ofbeldinu lyki. Aðferðin verið reynd í Kanada Beth sagðist gera sér fulla grein fyrir því að ekki sé hægt að yfirfæra aðferðir indjána í Kanada yfir á samfélög eins og Danmörku og ís- land enda um gjörólíka menningu og stærð samfélaga að ræða. Hún benti á að þrátt fyrir það væri það okkur hollt að læra af öðrum hugs- unarhætti, sérstaklega þar sem okkar kerfi er eins vanmáttugt og lítið mannbætandi og raun ber vitni. Hún sagðist óska þess að hægt væri að koma upp hliðstæðu kerfi og því sem indjánarnir kalla heilunarferli útfrá okkar eigin menningu. Þetta hafi þegar verið reynt á ýmsum svæðum í Kanada af fulltrúum hins ráðandi lagakerf- is sem ákváðu að fara að fordæmi indjána. Hún hafði sjálf orðið vitni að því þegar tveir ungir strákar sem kveikt höfðu í og hefðu undir venjulegum kringumstæðum verið dregnir fyrir rétt, voru þess í stað beðnir um að sitja í hring ásamt foreldrum sínum, kennara, fulltrú- um félagsmála, þeirra sem áttu húsið sem kveikt var f o.fl. Þau ræddu svo málið sfn á milli án þess að strákunum væri ógnað með betrunarvist á unglingaheim- ili og höfðu því enga ástæðu að ljúga eða fegra sannleikann. Hug- myndin sem lá þarna að baki var að koma í veg fyrir þann vítahring sem gæti myndast ef strákarnir yrðu stimplaðir brennuvargar í stað hrakfallabáika sem hefðu gert hræðileg mistök. Fulltrúar laga- kerfisins sem stóðu fyrir þessari nýbreytni sögðu að oftast hefði það mjög neikvæðar afleiðingar að loka unga afbrotamenn inni þar sem það ýtti oft á tíðum undir áframhaldandi glæpaiðju. Beth sagði að í þessu tilfelli hefðu sökudólgarnir brotnað niður, beðist afsökunar og verið tilbúnir að bæta fyrir gjörðir sínar. Að hugsa eftir nýjum leiðum Beth sagði alls ekki óhugsandi að hægt væri að taka sambærilegar aðferðir tii fyrirmyndar í sifja- spellamálum bæði í Danmörku og á íslandi. í það minnsta væri vel þess virði að skoða þær gaumgæfi- lega en til þess þyrfti auðvitað um- fangsmikla, heildræna endurskoð- un á málaflokknum og jafnvel á lagakerfinu í heild. Hún sagðist ekki hafa útfært hvernig hinu nýja og árangursríkara kerfi ætti að vera háttað en að nauðsynlegt væri í það minnsta að minnka áhersluna á refsingu. Til þess að hægt sé að hjálpa sem flestum fórnarlömbum og ofbeldismönnum þurfa málin að koma upp á yfirþorðið. Þá gæti einhverskonar heilunarferill hafist að hætti indjánanna þar sem safn- ast myndu saman barnið, faðirinn, aðrir fjölskyldumeðlimir, fulltrúar barnaverndaryfirvalda, kennari, ættingjar og þau sem vildu hjálpa. Takmarkið yrði að veita barninu skilning og stuðning til að vinna úr kvölum sínum og til að byggja upp brotna sjálfsmynd sína og gera Þau hugsa ekki um manneskju sem glæpamann heldur sem einstakling sem á við vanda- mál að stríða. Ef sifjaspellamál koma upp er faðirinn ekki flokkaður og brennimerktur sem barnaníðingur heldur sem einstaklingur sem veldur miklu ójafnvægi og vanlíðan í fjöl- skyldu sinni. föðurnum auðveldara að játa verkn- aðinn og fá faglega aðstoð. Ég sagði Beth að mér fyndist ríkja mikil óánægja á íslandi á því hvern- ig réttarkerfið meðhöndli sifja- spellamál almennt, bæði vegna þess hversu fá mál ná inn til dóm- stóla og þeirra vægu dóma sem þeir sem verða uppvísir um kynferðisof- beldi gegn börnum fá. Mörgum finnist því réttarkerfið ekki senda þau skilaboð að slíkur verknaður sé með öllu ólöglegur þar sem svo erf- iðlega gengur að þjóna réttlætinu f slíkum málum. Útfrá þessu getur það reynst okkur, sem látum okkur þessi mál varða, erfitt að hugsa eftir nýjum og framúrstefnulegum leið- um um að hjálpa slíkum mönnum þar sem aðeins fá mál koma upp á yfirborðið, færri ná inn í réttarkerfið og enn færri fá dóm fyrir brot sitt. Auk þess sem þetta litla brot sem kemst í gegnum hina lagalegu síu fær skammarlega væga fangelsis- dóma, meira að segja mun vægari en lagabókstafurinn gefur mögu- leika á. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að kerfið í óbreyttri mynd hefur hvorki bætandi áhrif á barnið, gerandann né samfélagið í heild og því brýnt að leggja við hlustir þegar fólk eins og Beth Grothe Nielsen hvetur til að hugsað sé eftir nýjum leiðum. 11 Nánari upplýsingar um Beth og verk hennar fást á heimasíðu hennará www.jura.au.dk 59

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.