Vera - 01.04.2001, Side 60
Þorgerður Þorvaldsdóttir Mynd: Gréta
Ana Isorena Atlason flutti frá Filippseyjum til \s-
lands fyrir rúmum fjórum árum. Hún er nú gift
íslenskum manni og þau eiga tveggja og hálfs
árs dótlur. Ana hefur verið virk í baráttunni fyrir réttind-
um innflytjenda á íslandi og starfað með samtökunum
Human rigfits organization for immigrants and
tfieir families in lceland Hún vakti athygli fyrir
skeleggt ávarp um rasisma á íslandi sem hún flutti á A\-
þjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþátta-
hyggju 21. mars sl. VERA ræddi við hana um mannrétt-
indi og reynslu hennar afþvíað vera „nýbúi" á íslandi.
Við byrjuðum á að ræða um takmarkanir á atvinnu-
leyfum útlendinga og Önu var mikið niðri fyrir.
„Þetta var þannig að atvinnurétturinn var bundinn
við atvinnurekandann. Ef ég vildi vinna aukavinnu
þurfti atvinnurekandinn að sækja um nýtt atvinnu-
leyfi, sömuieiðis ef ég vildi skipta um vinnu. Ég og
maðurinn minn vorum fyrst í sambúð en giftum okkur
fljótlega. En hlutirnir breyttust ekki við það. Fólk fær
ekki „græna kortið" eða atvinnuleyfi fyrr en eftir þrjú
ár á íslandi. Alveg sama þótt maður sé giftur íslend-
ingi.
Maðurinn minn sagði mér hinsvegar að ef við flytt-
umst til Danmerkur þá fengi ég fullt atvinnuleyfi um
leið. En ég mátti ekki vinna á íslandi án tilskilins at-
vinnuleyfis. Og aukavinna er óheimil samkvæmt lög-
um um atvinnuréttindi útlendinga. Atvinnuleyfi eru
helst ekki gefin út fyrir 50% vinnu, aðeins fyrir fullt
starf. Þessum lögum hefur sem betur fer verið breytt
og það er fyrst og fremst fyrir tilstuðlan samtakanna
okkar. Núgildandi lög eru þannig að við það að ganga
í hjónaband með íslendingi verður erlendur maki
undanþeginn lögum um atvinnuleyfi útiendinga, án
þess þó að fá sjálfstætt atvinnuleyfi. Hann eða hún
má því vinna á meðan, og aðeins á meðan, viðkom-
andi er í hjónabandi með íslenskum ríkisborgara.
Erfitt að koma inn á íslenskan vinnumarkað
Eitt enn sem sýnir vel mismunun sem útlendingar sem
eru á tímabundnu dvalar- og atvinnuleyfi verða fyrir. Það
er að þeir áttu ekki rétt á atvinnuleysisbótum í sjó-
mannaverkfallinu þótt þeir greiði af launum sínum öll
gjöld, m.a. í atvinnuleysistryggingasjóð. Þetta réttinda-
leysi útlendinga kom mér geysilega á óvart. ísland,
vagga lýðræðis, með elsta þing í heimi. Maður skyldi
ætla að það hefði eitthvað að segja. En, nei, það eru
ekki til nein heildarlög um innflytjendur. Það er fyrst
núna sem slfk lög eru f smíðum.
Reynsla mín er sú að það er almennt mjög erfitt að
koma inn á íslenskan vinnumarkað, ég veit ekki -
kannski af því að ég er með kolsvart hár. Til að byrja
með segir enginn neitt, það er bara horft einkennilega á
mann. Og maður finnur fyrir því. Það er ekki fyrr en ég er
búin að sanna að ég vinni vel sem þetta fer að skána.
Það er líka erfitt að vera metin að verðleikum hér.
Sjálf vinn ég á leikskóla en áður en ég fékk þá vinnu
þurfti ég að berjast við kerfið. Ég sótti ekki um á leik-
skóla fyrr en ég var búin að læra svolítið í íslensku.
Ég tók íslenskunámskeið í Háskólanum, svo vann ég í
heimilishjálp og lærði helling af gamla fólkinu. Ég er
með BA próf í stjórnmálafræði að heiman og var búin
með eitt ár í mastersnámi, svo hafði ég tekið uppeld-
isnámskeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla ís-
lands. Ég vildi vinna við eitthvað sem tengdist upp-
eldi og menntun og snéri mér því til menntamála-
ráðuneytisins. Þeir sögðu að ég þyrfti ekkert námsmat
svo ég fór á leikskóla og sótti um en þá spurði leik-
skólastjórinn: „Varstu búin að fara í menntamálaráðu-
neytið?" Ég settist því niður og skrifaði ráðuneytinu
bréf. Og síðan ítrekunarbréf. Og loksins fékk ég svar
þess efnis að ég gæti unnið á leikskóla svo ég sótti
um starf og var ráðin. Ég hef eitthvað örlítið hærri
laun en krakkarnir sem eru búin með stúdentspróf
vegna þess að ég er háskólamenntuð.
60