Vera


Vera - 01.04.2001, Page 67

Vera - 01.04.2001, Page 67
Videodómar Drop Dead Gorgeous Michael Patrick Jann, 1999 Þarna er á ferðinni verulega hressi- leg ádeila á fegurðarsamkeppnir, sett upp sem gerfi-heimildamynd. Myndin er öll ýkt - og kemst þess- vegna upp með gagnrýnina - og segir frá því að í smábæ í Banda- ríkjunum er verið að setja upp ár- iega fegurðarsamkeppni sem er styrkt af einhverju snyrtivörufyrir- tæki. Mæður og dætur bókstaflega berjast, eitra hver fyrir annarri og leggja allskonar gildrur fyrir keppi- nauta sfna. Þrátt fyrir að grínið beinist að stelpunum þá er áhersl- an á hysteríuna og fáránleikann í kringum fegurðariðnaðinn. Bráð- fyndin mynd sem kom skemmti- lega á óvart, og endirinn, hann er gull! Þetta eralvöru Úngfrú femfnismi.is. Clueless Amy Heckerling, 1996 Heathers Michael Lehman, 1989 Líkt og 10 Things I Hate About You er Clueless nútfmaaðlögun, á skál- dögunni Emmu eftir )ane Austen. Og líkt og í Miss Congeniality fjall- ar Clueless að hluta til um það hvernig tvær vinsælustu og sæt- ustu stelpur skólans, Cher og Dionne, taka lúðuna Tai og breyta henni í glæsipfu. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Amy Heckerling nær alveg ótrúlegum blæbrigðum út úr þessu lánaða plotti sínu; írónían er leiftrandi, bæði á samfélagið - sem er hið glæsta Beverly Hills - og aðalper- sónurnar, án þess þó að dissa þær á nokkurn hátt því samúðin er all- an tímann með hinni glórulausu Cher, sem er náttúrulega, eftir allt, allsekki svo glórulaus. Takið eftir hvað margir af statistum í bak- grunni myndarinnar eru með plástur yfir nefinu! Heathers er ein af þessum gömlu, klassfsku skólamyndum sem verð- ur barasta að minna á annað slag- ið. Ein af fyrstu myndum Wynonu Ryder sem sýnir þarna strax hvers hún er megnug, en hún er kannski róttækasta unga leikkonan sem Hollywood býður upp á í dag. He- athers er klúbbur hinna útvöldu ofurbeiba skólans, klappstýra og aðalpíanna. Þær ráða öllu og eiga séns í alla sætu strákana. Veronica (Wynona) fær inngöngu í félags- skapinn en er ekki nægilega sann- færð; hún hittir Jason (Christian Slater) sem er líka mjög gagnrýn- inn á Heathers stöllurnar og því sem þær standa fyrir. Nema hann ákveður að gera eitthvað í málinu! Ein af þessum myndum sem skipt- ir um kvikmyndagrein í miðri mynd. Ómissandi. O við stýrinu í Speed En af því hún er falleg og leggjalöng þá má hún ekki leika gegn róman- tísku kómedíu ímyndinni og verður að vera virkilega hugguleg alltaf og sæt. A undanförnum árum hefur komiö út sægur af svona stelpuhópamyndum. Vikuna eftir að Miss Congeniality var frumsýnd kom fnyndin Sugar and Spice (Francine McDoug- all, 2001) í bíó en það er klappstýrumynd líkt og Bring lt On (Peyton Reed, 2000), sem var hér f kvikmyndahúsum fyr á árinu. Söguþráð- ur Sugar and Spice minnir pínulítið á sögu- þráði nn í svartri stelpuhópamynd Set lt Off (F. Gary Gray, 1996) sem vakti þónokkra at- hygli á sínum tíma. Onnur mynd sem minnir á Miss Congeni- ality er 10 Tfiings 1 Hate About You (Gil )un- ger, 1999), en þar er um að ræða nútímaað- 'ögun á leikriti Shakespeare The Taming of the Shrew, eða Skassið tamið. Sú mynd segir, líkt og Miss Congeniality, frá því að það þarf að hemja einhvern snefil af kvenleika inn í skólastúlku svo systir hennar komist á stefnumót. Það sem gerði þá mynd mun eft- 'tminnilegri og áhugaverðari en Miss Con- geniality var að þar voru á ferðinni mun snarpari umræður um kynhlutverk í banda- r,sku samfélagi. Ég skemmti mér yfir þeirri mynd! En það er nú bara af því ég er dálítill femínisti. O Opið: 9 - 18, laugard. 10-14 Garðatorgi 3 • S: 565 6680

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.